Fleiri flóttamenn í Grikklandi í júlí en allt árið 2014

flottafolk_grikkland.jpg
Auglýsing

Fleiri flótta­menn og inn­flytj­endur komust yfir landa­mærin til Grikk­lands í júlí síð­ast­liðnum en allt árið 2014. Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, hefur kallað þetta „kreppu inn í kreppu“ en nærri 50.000 manns komust til Grikk­lands í júlí.

Sam­kvæmt Frontex, landamæra­eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hafa meira en 130.000 ólög­legir inn­flytj­endur komið til Grikk­lands, flestir flótta­menn frá Sýr­landi og Afganistan sem leita hælis í löndum ESB. Ferð þeirra hefur jafn­vel verið yfir Mið­jarð­ar­hafið í yfir­fullum bát­um.

Aust­ari leiðin yfir Mið­jarð­ar­hafið er nú orðin sú fjöl­farn­asta af öllum leiðum flótta­fólks frá Mið-Aust­ur­löndum og Norð­ur­-Afr­íku. Þó efna­hagur Grikkja sé í rúst eftir greiðslu­fall og kreppu und­an­farin miss­eri þá er þar meiri hag­sæld en í Afganistan, Sýr­landi og fleiri löndum hvaðan sem fólk flyt­ur.

Auglýsing

Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa lýst ástand­inu í grískum höfnum þar sem flótta­fólk hefst við í „al­gerri upp­lausn“ vegna skorts á nauð­synja­vörum eins og föt­um, hrein­læti og húsa­skjóli. „Það ríkir alger upp­lausn á eyj­un­um. Eftir nokkra daga verður þetta fólk flutt til Aþenu þar sem þeirra bíður ekk­ert,“ var haft eftir Vincent Cochet­el, hjá flóttaman­an­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í flestum til­vikum verða Grikkir að fjalla um mál þess flótta­fólks sem nær landi þar en áætl­anir um að dreifa inn­flytj­endum á aðild­ar­ríki ESB hefur taf­ist vegna and­stöðu sumra ríkja.

Á kort­inu hér að neðan má sjá hversu mörgum flótta­mönnum sem hafa náð ströndum í Grikk­landi og Ítalíu ESB-­ríkin hafa veitt hæli. Sem dæmi þá voru stjórn­völd í Aust­ur­ríki beðin um að taka við 1.048 inn­flytj­endum en þau tóku ekki við nein­um. Við hvert land eru merktar tvær töl­ur; fyrri talan sýnir hversu marga landið tók en sú sem er innan sviga er mis­mun­ur­inn af þeim fjölda sem þau voru beðin um að taka.

Dreif­ing hæl­is­leit­enda í Ítalíu og Grikk­landi um Evr­ópu

Þeir sem tóku fleiri en ætl­ast var til eru merkt rauð en hin blá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None