Fleiri flóttamenn í Grikklandi í júlí en allt árið 2014

flottafolk_grikkland.jpg
Auglýsing

Fleiri flótta­menn og inn­flytj­endur komust yfir landa­mærin til Grikk­lands í júlí síð­ast­liðnum en allt árið 2014. Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, hefur kallað þetta „kreppu inn í kreppu“ en nærri 50.000 manns komust til Grikk­lands í júlí.

Sam­kvæmt Frontex, landamæra­eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hafa meira en 130.000 ólög­legir inn­flytj­endur komið til Grikk­lands, flestir flótta­menn frá Sýr­landi og Afganistan sem leita hælis í löndum ESB. Ferð þeirra hefur jafn­vel verið yfir Mið­jarð­ar­hafið í yfir­fullum bát­um.

Aust­ari leiðin yfir Mið­jarð­ar­hafið er nú orðin sú fjöl­farn­asta af öllum leiðum flótta­fólks frá Mið-Aust­ur­löndum og Norð­ur­-Afr­íku. Þó efna­hagur Grikkja sé í rúst eftir greiðslu­fall og kreppu und­an­farin miss­eri þá er þar meiri hag­sæld en í Afganistan, Sýr­landi og fleiri löndum hvaðan sem fólk flyt­ur.

Auglýsing

Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa lýst ástand­inu í grískum höfnum þar sem flótta­fólk hefst við í „al­gerri upp­lausn“ vegna skorts á nauð­synja­vörum eins og föt­um, hrein­læti og húsa­skjóli. „Það ríkir alger upp­lausn á eyj­un­um. Eftir nokkra daga verður þetta fólk flutt til Aþenu þar sem þeirra bíður ekk­ert,“ var haft eftir Vincent Cochet­el, hjá flóttaman­an­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í flestum til­vikum verða Grikkir að fjalla um mál þess flótta­fólks sem nær landi þar en áætl­anir um að dreifa inn­flytj­endum á aðild­ar­ríki ESB hefur taf­ist vegna and­stöðu sumra ríkja.

Á kort­inu hér að neðan má sjá hversu mörgum flótta­mönnum sem hafa náð ströndum í Grikk­landi og Ítalíu ESB-­ríkin hafa veitt hæli. Sem dæmi þá voru stjórn­völd í Aust­ur­ríki beðin um að taka við 1.048 inn­flytj­endum en þau tóku ekki við nein­um. Við hvert land eru merktar tvær töl­ur; fyrri talan sýnir hversu marga landið tók en sú sem er innan sviga er mis­mun­ur­inn af þeim fjölda sem þau voru beðin um að taka.

Dreif­ing hæl­is­leit­enda í Ítalíu og Grikk­landi um Evr­ópu

Þeir sem tóku fleiri en ætl­ast var til eru merkt rauð en hin blá.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None