Flest þeirra sex sem greindust utan sóttkvíar tengjast einhverjum böndum

Alls greindust ellefu manns með COVID-19 innanlands í gær og sex manns voru utan sóttkvíar.

Frá sýnatökumiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut.
Frá sýnatökumiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut.
Auglýsing

Ell­efu manns greindust jákvæð fyrir kór­ónu­veirunni inn­an­lands í gær og þar af voru sex manns ekki í sótt­kví við grein­ingu. Flest þeirra sem greindust utan sótt­kvíar tengj­ast ein­hverjum bönd­um.

Hjör­dís Guð­munds­dóttir upp­lýs­inga­full­trúi hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra segir að smitrakn­ing standi enn yfir. Ein­hver hópur fólks muni fá sím­tal um að fara í sótt­kví í dag.

Það verði hins vegar senni­lega ekki neitt gríð­ar­lega margir, enda miklar tak­mark­anir í gildi í sam­fé­lag­inu. Sam­kvæmt því sem fram kemur á vefnum covid.is eru nú 127 manns í sótt­kví eftir að hafa orðið útsett fyrir smiti inn­an­lands.

„Það er það sem hefur verið að ger­ast und­an­far­ið, eftir að tíu manna sam­komu­tak­mark­anir tóku gildi, að það fara ekki jafn rosa­lega margir í sótt­kví,“ segir Hjör­dís, en ekki hafa greinst jafn mörg smit utan sótt­kvíar síðan 30. mars síð­ast­lið­inn, en þá voru til­vikin einnig sex tals­ins.

Hátt í tvö­þús­und sýni voru tekin inn­an­lands í gær og rúm­lega 500 á landa­mær­un­um. Í landamæra­skimunum greindust tvö jákvæð sýni, en nið­ur­staðna er beðið úr mótefna­mæl­ingum í báðum til­fellum til þess að skera úr um hvort um virk smit er að ræða.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent