Flestir jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum - Framsóknarmenn síður jákvæðir

14563792783_bbd331cd9e_z.jpg
Auglýsing

Fjórir af hverjum fimm Íslend­ingum eru jákvæðir gagn­vart erlendum ferða­mönnum á Íslandi, sam­kvæmt nýrri könnun MMR á við­horfi Íslend­inga til erlendra ferða­manna hér­lendis. Af þeim sem tóku afstöðu í könn­un­inni sögð­ust 7,5 pró­sent vera nei­kvæð gagn­vart erlendum ferða­mönnum á Íslandi.

Þeir sem studdu Fram­sókn­ar­flokk­inn voru síður jákvæðir gagn­vart erlendum ferða­mönnum á Íslandi en stuðn­ings­fólk ann­arra flokka. Um 71 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Fram­sókn voru jákvæð gagn­vart erlendum ferða­mönnum á Íslandi. Um 90 pró­sent stuðn­ings­manna Bjartrar fram­tíðar sögð­ust jákvæð í garð ferða­mann­anna.

Þá voru þeir sem höfðu hærri tekjur lík­legri til að vera jákvæðir gagn­vart erlendum ferða­mönnum á Íslandi en þeir sem höfðu lægri tek­ur. Af þeim sem tóku afstöðu og til­heyrðu tekju­hæsta hópn­um, það er fólk með milljón eða meira á mán­uði í heim­il­is­tekj­ur, sögð­ust 89,3 pró­sent vera jákvæð gagn­vart erlendum ferða­mönn­um, borið saman við 62,3 pró­sent þeirra sem til­heyrðu tekju­lægsta hópn­um.

Auglýsing

Screen Shot 2015-08-10 at 13.55.59

Könn­unin var gerð dag­ana 22. til 30. júlí. Svar­fjöldi var 956 manns úr svoköll­uðum spurn­inga­vagn MMR.

Mikil fjölgun ferða­mannaAlls sóttu 180.679 ferða­menn Ísland heim í nýliðnum júlí. Það eru 25 pró­sent fleiri en komu hingað í þessum stærsta ferða­manna­mán­uði árs­ins árið áður og tæp­lega helm­ingi fleiri en heim­sóttu Ísland í júlí 2011. Þegar litið er lengra aftur er aukn­ingin enn meiri. Árið 2002 voru erlendir gestir okkar Íslend­inga í júlí alls 46.015 tals­ins. Fjöldi þeirra hefur því fjór­fald­ast síðan þá, sam­kvæmt gögnum Ferð­mála­stofu.

Það sem af er ári hafa 697.716 ferða­menn heim­sótt land­ið. Það eru 151.363 fleiri en á sama tíma í fyrra. Á öllu árinu 2014 komu 969 þús­und ferða­menn hingað til lands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None