„Fór um mig hrollur þegar ég frétti að þeir væru í nágrenninu“

Screen-Shot-2015-01-09-at-10.15.05.png
Auglýsing

Gríð­ar­lega fjöl­mennt lið lög­reglu- og her­manna hefur nú umkringt prent­smiðju í smá­bænum Dammart­in-en-­Goele, þar sem Kou­achi bræð­urn­ir, sem grun­aðir eru um fjöldamorðin á og við skrif­stofu skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo, haf­ast við og hafa tekið einn ein­stak­ling í gísl­ingu. Bær­inn, þar sem umsátrið rík­ir, er í um nítján kíló­metra fjar­lægð frá alþjóða­flug­vell­inum Charles De Gaul­le, sem liggur 23 kíló­metra norð­austur af Par­ís.

Fréttir herma nú að far­síma­sam­band náist ekki lengur í bænum Dammart­in-en-­Goele. Fólki hefur verið sagt að halda kyrru fyrir þar sem það er en að slökkva ljós og halda sig frá glugg­um.

Á blaða­manna­fundi í franska inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu í morgun við­ur­kenndi Francois Hollande Frakk­lands­for­seti að yfir­völd hefðu vitað að hætta væri á hryðju­verka­árás­um. Dæmi væru um áform um hryðju­verk sem hefði verið komið í veg fyr­ir.

Auglýsing

Einn þeirra sem lifði af árás­ina á Charlie Hebdo tal­aði við fjöl­miðla í París í morg­un. Hann seg­ist hafa falið sig undir skrif­borði og jafn­framt seg­ist hann hafa heyrt hryðju­verka­menn­ina ræða saman eftir að hafa myrt tíu manns. Þeir hafi sagst telja að þeir hafi “náð öll­um” og að talað um að þeir myrtu ekki kon­ur.

Greint hefur verið frá því að lög­regla sé nú að ræða við hryðju­verka­menn­ina tvo um að sleppa gísl­inum sem þeir eru með. Talið er að gísl­inn í prent­smiðj­unni sé kona og því eru nú taldar vonir á því að hægt verði að semja um að henni verði sleppt. Yves Albarello, þing­maður UMP, hefur þó sagt í frönskum fjöl­miðlum að menn­irnir tveir hafi lýst því yfir að þeir vilji deyja sem písl­ar­vott­ar.

Nýj­ustu upp­lýs­ingar frá Charles de Gaulle flug­velli eru þær að allar flug­brautir séu opn­ar. Hins vegar hefur flug­tökum og lend­ingum verið hagað þannig að ekki sé flogið yfir umsát­urs­svæð­ið.

Hélt dætrum sínum heima til öryggisBræðr­anna hefur verið ákaft leitað eftir að hryðju­verkin í Par­ís. Sig­rún Halla Árna­dóttir Tarafa, sem starfar sem flug­freyja hjá Air France, býr í smá­bænum Crépy-en-Valois. Talið er að Kou­achi bræð­urnir hafi haldið til í skógi við bæinn, sem er í um þrjá­tíu kíló­metra fjar­lægð frá Dammart­in-en-­Goele.

Sigrún Halla Árnadóttir Tarafa. Sig­rún Halla Árna­dóttir Tarafa.

„Ég fór í vinn­una klukkan fimm í gær­morg­un, og hafði þá ekki hug­mynd um að bræð­urn­ir væru í nágrenn­inu. Dóttir mín lét mig síðar vita að hún hefði séð lög­reglu­menn í her­klæðum á leið­inni í skól­ann í skóla­bíln­um. Þá fór um mig hroll­ur,“ segir Sig­rún Halla í sam­tali við Kjarn­ann.

„Þegar ég heyrði svo að þeir héldu sig í skóg­inum hér í kring, ákvað ég að halda dætrum mínum heima í dag til örygg­is. Ég finn ekki fyrir hræðslu hjá þeim samt, en eldri dóttir mín var alls ekki sátt við að kom­ast ekki í skól­ann í morg­un. Hún sagði að girð­ingin í kringum skól­ann sé það sterk og það sé ekk­ert að ótt­ast. Svo læsi kenn­ar­inn líka alltaf úti­dyra­hurð­inn­i!“

Sam­kvæmt nýj­ustu fréttum verður börnum í skólum í nágrenni Dammartin haldið inn­an­dyra í dag, og hefur for­eldrum þeirra verið gert við­vart. Sig­rún Halla segir Frakka í áfalli eftir hryðju­verkin í Par­ís, og þau hafi haft víð­tæk áhrif og þá líka á börn­in. „Þau fylgj­ast með þessu og tala um þetta í skól­un­um. Í gær þögðu þau í eina mín­útu eins og alls staðar í Frakk­landi, en hér ríkir mikil sorg og fólk er bara ekki alveg að ná þessu. Í vinn­unni límdum við „Je suis CHARLIE“ á einn skáp­inn í flug­vél­inni þar sem far­þeg­arnir tóku vel eft­ir, og sumir þeirra lýstu yfir hrifn­ingu með upp­á­tæk­ið.“

 

 

 

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None