Forseti ASÍ segist hafa fengið nafnlaus bréf með hjálparbeiðnum frá starfsfólki Play

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir í pistli í dag að henni hafi undanfarnar vikur og mánuði borist nafnlaus bréf frá starfsmönnum Play, sem óttist afleiðingar af því að koma fram undir nafni, með ábendingum um slæman aðbúnað.

Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir frá því í dag að starfs­fólk flug­fé­lags­ins Play hafi und­an­farnar vikur og mán­uði ítrekað sent henni óskir um lið­sinni og ábend­ingar um „slæman aðbún­að“ hjá flug­fé­lag­inu. Í pistli sem hún birtir á vef ASÍ segir að henni hafi borist nafn­laus bréf frá fólki sem ótt­ist afleið­ingar af því að koma fram undir nafni.

„Starfs­fólkið er í erf­iðri stöðu, það vill vinna við flug og hefur metnað fyrir því að nýtt flug­fé­lag geti starfað á íslenskum mark­aði. En það vill líka sann­gjörn kjör og að stétt­ar­fé­lagið starfi að hags­munum starfs­fólks­ins, ekki atvinnu­rek­end­anna,“ skrifar Drífa.

Hún segir að auki að fram­ganga Play sé flug­fé­lag­inu „til skammar“ og að á meðan ekki sé tekið á henni grafi það undan öllum vinnu­mark­aðnum og sé ógn við rétt­indi launa­fólks almennt. Hún segir einnig að stétt­ar­fé­lag starfs­manna Play, flug­stétt­ar­fé­lagið ÍFF, sé ekki „raun­veru­legt stétt­ar­fé­lag.“

Drífa segir í pistli sínum að þegar hún byrj­aði að vinna fyrir verka­lýðs­hreyf­ing­una hefði hún varla trúað því að á íslenskum vinnu­mark­aði „væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúg­aðir til að vinna fyrir laun undir lág­marks­laun­um.“

„Síðan er ég reynsl­unni rík­ari og hef ítrekað hitt fólk sem hefur ekki rödd og eina vonin er að stétt­ar­fé­lögin leggi lið og ljái rödd og styrk, sem þau gera dag­lega,“ skrifar Drífa.

Auglýsing

Hún segir að hins vegar taki stein­inn úr „þegar heilt flug­fé­lag er byggt á grunni kjara undir lág­marks­launum og býður ódýr far­gjöld á grunni þess að hafa „ódýr­ara starfs­fólk“.

„Þessi saga Play hefur verið rakin áður og mið­stjórn ASÍ og for­manna­fundur ályktað og hvatt til snið­göngu á félag­inu þar til það gerir rétt­mætan kjara­samn­ing. Hið svo­kall­aða stétt­ar­fé­lag sem samið var við er ekki raun­veru­legt stétt­ar­fé­lag, fólkið sem vinna átti eftir samn­ing­unum tók ekki þátt í gerð þeirra og félag­ið, ÍFF, er ekki sjálf­stætt frá atvinnu­rek­and­an­um. Til­raunir hafa verið gerðar til að ná alvöru kjara­samn­ingum við Play og þeim gef­inn kostur á að ganga til samn­inga við félag sem raun­veru­lega er skil­greint sem félag flug­freyja, hefur reynslu af kjara­samn­ingum og hefur sýnt það að það standi við bakið á sínum félags­mönnum þegar í harð­bakk­ann slær. Play hefur því miður ekki gripið slíkt tæki­færi,“ segir Drífa í pistli sín­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent