Forseti Íslands: „Sigurður Einarsson, vinur minn"

forsetiogkaup--ing.jpg
Auglýsing

Í rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis er fjallað nokkuð ítar­lega um sam­skipti Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, og ýmissa útrás­ar­fyr­ir­tækja. Eitt fyr­ir­tæki er fyr­ir­ferð­ar­meira þar en önn­ur, þáver­andi stærsti banki lands­ins, Kaup­þing.

Skýrslu­höf­undar rýna meðal ann­ars í bréfa­skriftir for­set­ans við fyr­ir­menni í Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Katar þar sem hann talar máli Kaup­þings­manna og kallar Sig­urð Ein­ars­son, fyrrum stjórn­ar­for­mann Kaup­þings, vin sinn. Í skýrsl­unni er einnig til­vitnun úr bók­inni Saga af for­seta eftir Guð­jón Frið­riks­son sagn­fræð­ing sem kom út árið 2008, en hún fjallar um störf Ólafs Ragn­ars sem for­seta Íslands, sér­stak­lega á útrás­ar­tíma­bil­inu. Í til­vitn­un­inni seg­ir: „Frá árinu 2000 hefur Ólafur Ragnar unnið með Sig­urði Ein­ars­syni að mörgum mál­um, bæði í þágu bank­ans og ann­arra mál­efna. Má telja Sig­urð meðal helstu sam­starfs­manna for­set­ans á síð­ari árum“. For­set­inn sæmdi Sig­urð auk þess ridd­ara­krossi hinnar íslensku fálka­orðu á nýárs­dag 2007 fyrir for­ystu í útrás íslenskrar fjár­mála­starf­semi.

Sigurður Einarsson (fjórði frá hægri) hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag 2007. Sig­urður Ein­ars­son (fjórði frá hægri) hlaut ridd­ara­kross hinnar íslensku fálka­orðu á nýárs­dag 2007.

Auglýsing

Þessi afskipti for­set­ans hafa verið rifjuð upp að und­an­förnu í kjöl­far þess að Sig­urður var dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi í Al Thani mál­inu svo­kall­aða í Hæsta­rétti síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Í mál­inu var Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, dæmdur í fimm og hálfs árs fang­elsi og þeir Magnús Guð­munds­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son, sem átti um tíu pró­sent hlut í bank­an­um, dæmdir í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi. Í dómi Hæsta­réttar segir m.a.: „Hátt­semi ákærðu sam­kvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvar­legt trún­að­ar­brot gagn­vart stóru almenn­ings­hluta­fé­lagi og leiddi til stór­fellds fjár­tjóns. Brotin sam­kvæmt III. og IV. kafla ákæru beindust í senn að öllum almenn­ingi og fjár­mála­mark­að­inum hér á landi í heild og verður tjón­ið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki metið til fjár. Þessi brot voru stórum alvar­legri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot.“

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á for­seta­emb­ættið með ósk um að Ólafur Ragnar tjái sig um sam­band sitt við Sig­urð Ein­ars­son í ljósi sak­fell­ingar hans í Al Thani mál­inu. Þeirri fyr­ir­spurn hefur ekki verið svar­að.

Hér að neðan eru nokkur brot úr skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis þar sem fjallað er um sam­skipti for­seta Íslands við Kaup­þing og sér­stak­lega Sig­urð Ein­ars­son.

Sig­urður á meðal helstu sam­starfs­manna for­set­ans



„Eins og áður segir hófst sam­starf for­set­ans við banka­menn­ina um síð­ustu alda­mót, einkum þó Sig­urð Ein­ars­son stjórn­ar­for­mann í Kaup­þingi: „Frá árinu 2000 hefur Ólafur Ragnar unnið með Sig­urði Ein­ars­syni að mörgum mál­um, bæði í þágu bank­ans og ann­arra mál­efna. Má telja Sig­urð meðal helstu sam­starfs­manna for­set­ans á síð­ari árum““.

Hélt fundi á Bessa­stöðum til að sann­færa menn um ágæti Kaup­þings



„Árið 2004 fóru bank­arnir mik­inn í kaupum á bönkum víða um heim. Mikið lá við og bað Sig­urður Ein­ars­son for­set­ann um aðstoð. For­set­inn brást vel við og bauð tveimur stjórn­endum Sin­ger & Fried­lander sem voru að kanna trú­verð­ug­leika Kaup­þings í hádeg­is­verð á Bessa­stöðum til að sann­færa þá um ágæti bank­ans“.

Sig­urður ver for­set­ann



„Árið 2005 var samn­ingur Eim­skips við aðila í Kína und­ir­rit­aður á Bessa­stöðum og vakti það nokkrar umræð­ur. Ögmundur Jón­as­son alþing­is­maður gagn­rýndi þetta og sagði athöfn­ina ekki við hæfi emb­ætt­is­ins og að sem betur fer væri for­seta­emb­ættið ekki orðið ehf. Sig­urður Ein­ars­son stjórn­ar­for­maður Kaup­þings brást til varnar fyrir for­set­ann“.

Allra augu á Persaflóa



„Undir lok útrás­ar­skeiðs­ins fóru fjár­mála­menn að beina sjónum til olíu­ríkj­anna við Persafló­ann, bæði til að opna útibú og til að leita að fjár­fest­um, raun­veru­legum eða óraun­veru­leg­um. For­set­inn lét ekki sitt eftir liggja til að greiða þeim för. Hann skrif­aði kurt­eis­is­bréf til emírs­ins af Katar 4. febr­úar 2008“.

Sig­urður Ein­ars­son "vinur minn"



23. apríl 2008 skrif­aði for­set­inn bréf til krón­prins­ins í Sam­ein­uðu arab- ísku fursta­dæm­un­um, Sheiks Mohammed Bin Zayed Al Nahy­an.

Þar seg­ir: „In this respect I was very ple­a­sed to learn from my fri­end Mr. Sig­ur­dur Ein­ars­son, the Chairman of Kaupt­hing Bank, the largest Icelandic bank, that it had been sel­ected by Mas­dar and Mubadala as one of the candi­date banks for the role of Stra­tegic Fin­ancial Advisor to the Mas­dar City develop­ment.[...] I have clos­ely foll­owed the develop­ment of Kaupt­hing Bank during the last ten years ever since I opened one of their ear­liest European oper­ations in the second year of my Pres­idency. Both I and the people of Iceland are very proud of the bank‘s achi­evem­ents. Kaupt­hing has become the flags­hip company of the Icelandic national economy. I give the Kaupt­hing Bank my strongest per­sonal recomm­enda­tion. The pro­fessiona­l­ism of its leaders­hip and their staff has made Kaupt­hing into one of the most success­ful European banks with strong expert­ise both in clean energy and real esta­te.“

Bréf til emírs­ins Al Thani



„Enn skrif­aði for­set­inn í þágu Sig­urðar Ein­ars­son­ar, sem hann vís­aði til sem vinar síns í síð­ast­nefndu bréfi, nú til manns sem síðar kom við sögu Kaup­þings. 22. maí 2008 skrif­aði for­set­inn til emírs­ins Hamads Bin Khalifa Al Thani í Katar og sagði: „As I emp­hasized in our discussion on Tues­day, there are now three main pill­ars in the evolution of our growing cooper­ation: 1. Bank­ing and fin­ance where the negoti­ations with Kaupt­hing Bank have a pri­ority role.“ For­seti Íslands átti sam­kvæmt bréf­inu fund eða sam­tal við Al Thani sem keypti hluta­bréf í Kaup­þingi með pen­ingum frá Kaup­þingi en það er önnur saga.“

Ólafur Ragnar Grímsson og Amir Sheikh Hamad Bin Khalifa Al Thani, emírinn af Katar, þegar forsetinn og fylgdarlið heimsótti ríkið í maí 2008. Ólafur Ragnar Gríms­son og Amir Sheikh Hamad Bin Khalifa Al Thani, emír­inn af Katar, þegar for­set­inn og fylgd­ar­lið heim­sótti ríkið í maí 2008.

Vinnu­sið­ferði og orðstír ein­stak­linga mik­il­vægt í útrásinni



„Listi for­set­ans yfir þá þætti sem gerðu útrás­ina og Íslend­inga svo magn­aða. Fyrst nefndi hann vinnu­sið­ferði, þá árang­urs­sækni, áhættu­sækni, litla skrif­finnsku, per­sónu­legt traust, litla hópa þátt­tak­enda sem ynnu þétt og hratt saman og tækju skjótar ákvarð­an­ir, frum­kvöðla­anda, arf land­könn­unar og upp­götv­ana, orðstír ein­stak­linga, þjálfun sem menn fengju á íslenskum mark­aði, Íslend­ingar hefðu engin dulin mark­mið, náin tengsl milli fólks á Íslandi og loks var það sköp­un­ar­kraft­ur­inn“.

For­set­inn um virð­ingu og sann­girni



„Svarið er líka fólgið í því að vel sé hugað að und­ir­stöð­um, að hin metn­að­ar­fulla útrás­ar­sveit haldi ávallt átt­um, glati ekki jarð­sam­bandi þótt vel gangi, meti áfram að verð­leikum sam­fé­lagið sem þau hefur fóstrað og komi fram af virð­ingu og sann­girni ekki aðeins við íslenska þjóð heldur einnig við íbúa ann­arra landa, gleymi ekki að útrásin byggir í grunn­inn á sögu, menn­ingu og sið­viti Íslend­inga“.

Nið­ur­staða nefnd­ar­innar



„For­set­inn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, dramb­sama og þjóð­ern­is­kennda mynd af yfir­burðum Íslend­inga sem byggð­ust á fornum arfi. Það er athygl­is­vert að nokkrir þeirra eig­in­leika sem for­set­inn taldi útrás­ar­mönnum til tekna eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og þjóð­inni að fall­i“.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None