Frakkar hætta við að refsa vændiskaupendum

h_51052320-1.jpg
Auglýsing

Öld­unga­deild franska þings­ins hefur snúið við ákvörðun full­trúa­deild­ar­innar um að gera kaup á vændi ólög­leg. Full­trúa­deildin ákvað fyrir sextán mán­uðum síðan að inn­leiða sektir upp á 1.500 evrur á kaup­endur vænd­is, og færa þar með refs­ing­una frá þeim sem selja vændi yfir á þá sem kaupa það.

Vændi er lög­legt í Frakk­landi, en það má ekki reyna að selja það á almanna­færi, en vænd­is­konur eru oft hand­teknar á þeim for­send­um. Sektin við því er mun hærri en átti að gilda um kaup­end­ur, eða allt að 3.750 evrur og tveggja mán­aða fang­elsi. Þessu átti að breyta sam­kvæmt frum­varp­inu og gera sölu á vændi alveg refsi­lausa. Frum­varpið byggði á sænsku leið­inni svoköll­uðu, en Svíar voru frum­kvöðlar í því að hætta að refsa selj­endum vændis en refsa í stað kaup­end­um. Íslensk lög­gjöf byggir einnig á for­dæmi Svía.

Íhalds­menn eru í meiri­hluta í öld­unga­deild franska þings­ins og hafa verið frá því í sept­em­ber. ­Rík­is­stjórn Frakk­lands stóð á bak við frum­varpið sem var sam­þykkt árið 2013 og vildi með því vinna gegn ofbeldi og vernda þann stóra hluta vændiskvenna í Frakk­landi sem eru fórn­ar­lömb mansals. Félags­mála­ráð­herra Frakk­lands, Marisol Touraine, gagn­rýndi ákvörðun öld­unga­deild­ar­innar harð­lega, og sagð­i hana ótrú­lega og sýna algjöra fyr­ir­litn­ingu gagn­vart kon­um.

Auglýsing

Stuðn­ings­menn frum­varps­ins höfðu margir von­ast til að rétt­ar­höldin yfir Dom­in­ique Straus­s-Ka­hn, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, myndu hafa áhrif á ákvarð­ana­töku öld­unga­deild­ar­inn­ar. Maud Oli­ver, þing­maður fyrir sós­í­alista, sagði að rétt­ar­höld­in, þrátt fyrir að þau hafi svo verið blásin af, hafi varpað ljósi á sann­leik­ann bak við vænd­ið. „Það er ekk­ert val; ofbeldi er alltaf til stað­ar.“

Sam­kvæmt mati inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins eru um 30 þús­und ein­stak­lingar í vændi í Frakk­landi, og yfir 80 pró­sent þeirra eru frá öðrum löndum en Frakk­landi. Flestir eru frá Aust­ur-­Evr­ópu, Afr­íku, Kína og Suð­ur­-Am­er­íku.

Haldin voru mót­mæli í París um helg­ina vegna máls­ins, en bæði frum­varp­inu og óbreyttu ástandi hefur verið mót­mælt, að sögn France 24. „Við þurfum að ráð­ast gegn mafí­unni, en ekki þessum kon­um,“ sagði öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur­inn Esther Ben­bassa á mót­mæl­unum á laug­ar­dag. „Við höfum stigið skref aftur á bak. Og allt þetta til þess að gefa sam­fé­lag­inu yfir­borðs­sið­ferð­i.“

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None