Framsóknarflokkur undirstrikar sóknarfæri vegna loftslagsbreytinga

Two_cattle_near_Wantastiquet_Mountain.jpg
Auglýsing

„Með hlýn­andi lofts­lagi skap­ast ný og spenn­andi sókn­ar­færi. Aukin akur­yrkja, nytja­skóg­rækt og fjöl­breytt­ari inn­lend mat­væla­fram­leiðsla er hluti af því að efla íslenskan land­bún­að.“ Þetta er á meðal þess sem lesa má í drögum að álykt­unum 33. flokks­þings Fram­sókn­ar­manna, sem fram fer um helg­ina. Drögin eiga enn eftir að hljóta umfjöllun á flokks­þing­inu, og ­gætu tekið breyt­ingum í með­förum þess.

Text­inn er sam­hljóða ályktun um atvinnu­mál sem sam­þykkt var á 32. flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna, sem haldið var í febr­úar árið 2013.

Þá er ofan­grein­t í sam­ræmi við ummæli ­Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem hann hafði frammi í frétt á RÚV þann 1. apríl síð­ast­lið­inn, þar sem hann sá sömu­leiðis tæki­færi fyrir Ísland vegna lofts­lags­breyt­inga.

Auglýsing

Í frétt­inn­i, þar sem for­sæt­is­ráð­herra var að tjá sig um grafal­var­legar nið­ur­stöður Lofts­lags­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna, sagði hann: „ ...Aug­ljós­lega er þetta á heild­ina litið nei­kvætt en í því fel­ast þó tæki­færi til að bregð­ast við þró­un­inni og bregð­ast sem best við henni og það eru ekki síst tæki­færi sem Ísland hef­ur. [...] Það skortir vatn, orkan verður dýr­ari, það skortir land­rými, þannig að menn gera ráð fyrir því að mat­væla­verð muni fara hækk­andi um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð á sama tíma og þar er sífellt meiri þörf fyrir mat­væla­fram­leiðslu vegna þess að eft­ir­spurnin er að aukast. Þannig að í þessu liggja tví­mæla­laust mikil tæki­færi fyrir Ísland. Við erum að kort­leggja þetta.“

Mat­væla­ör­yggið skiptir sköpumOf­an­greint texta­brot má finna í kafla drag­anna þar sem fjallað er um land­bún­að, en þar er und­ir­strikað mik­il­vægi atvinnu­grein­ar­innar hér á land­i. „Mat­væla­ör­yggi skiptir eyþjóð sköp­um. Fram­sókn­ar­menn leggja áherslu á að efla inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu og að auka hlut­deild inn­lendra mat­væla í neyslu, enda er hvort tveggja gjald­eyr­is­spar­andi fyrir þjóð­ina.“

Þá er í drög­unum að álykt­unum flokks­þings Fram­sókn­ar­manna  kveðið á um að toll­vernd skuli áfram vera önnur tveggja meg­in­stoða í stuðn­ingi yfir­valda við land­búnað hér á landi, líkt og hjá flest öllum full­valda ríkjum og ríkja­sam­bönd­um, eins og það er orðað í drög­un­um. „Þó verður að huga að því að gera gagn­kvæma samn­inga við önnur ríki eða ríkja­sam­bönd um auk­inn aðgang að mörk­uð­um. Þar skal gert að skil­yrði að toll­vernd verði ekki rýmkuð hér, nema fyrir aðgang að mark­aði í öðrum löndum komi á móti. Ein­hliða nið­ur­fell­ing tolla kemur ekki til greina.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None