Framtíð íslenskra gagnavera snúist ekki um að grafa eftir rafmyntum

Samkvæmt mati forstjóra Verne Global má áætla að um 750 GWst af þeim 970 GWst raforku sem seldar voru til gagnavera í fyrra hafi farið í að grafa eftir rafmyntum.

Dominic Ward, forstjóri Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ.
Dominic Ward, forstjóri Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ.
Auglýsing

Raf­mynta­gröftur skóp íslenska raf­mynta­iðn­að­inn og er enn stór hluti hans, en hins vegar ekki fram­tíð­in, sagði Dom­inic Ward for­stjóri Verne Global, sem rekur gagna­ver í Reykja­nes­bæ, í við­tali við Kjarn­ann í upp­hafi mán­að­ar.

Ward sagði að gagna­ver lands­ins hefðu í dag um 200 MW af upp­settu afli (e. data center capacity) til þess að selja við­skipta­vinum sínum og að hann teldi að af þessum 200 MW væru ein­ungis um 41 MW að fara í eitt­hvað annað en að grafa eftir raf­mynt­um.

Hann full­yrti við Kjarn­ann að nær öll starf­semi gagna­vera á Ísland, ann­arra en Verne Global, fælist í raf­mynta­greftri. Verne Global hefur þegar sagt upp öllum samn­ingum sínum við Bitcoin-graf­ara og munu þeir síð­ustu renna út á næsta ári.

Um 750 GWst í raf­mynta­gröft í fyrra?

Mat for­stjór­ans er þannig að tæp 80 pró­sent allrar orku sem gagna­verin á Íslandi noti fari í að grafa eftir raf­mynt­um.

Í fyrra nam sam­an­lögð orku­sala Lands­virkj­un­ar, HS Orku og Orku nátt­úr­unnar til gagna­vera 970 gíga­vatt­stundum (GWst) sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Orku­stofn­un.

Má því áætla að um 750 GWst hafi farið í raf­mynta­gröft, ef mat for­stjóra Verne Global er nærri lag­i.

Það er meiri orka en stærsti orku­sal­inn, Lands­virkj­un, seldi gagna­verum í fyrra, en sala Lands­virkj­unar til gagna­ver­anna hefur auk­ist mikið á und­an­förnum árum, úr 146 GWst árið 2017 og upp í 739 GWst árið 2021. Sömu­leiðis er það litlu minni orka en Sult­ar­tanga­virkjun fram­leiddi árið 2020, sam­kvæmt tölum frá Orku­stofn­un.

Ekki hefur verið hægt að fá það opin­ber­lega gefið upp frá orku­sölum né Orku­stofnun hve mikil orka fer í raf­mynta­gröft hér­lend­is.

Ward sagði í við­tal­inu við Kjarn­ann, sem birt­ist í heild sinni síð­asta sunnu­dag, að hann vildi gjarnan hafa það uppi á borðum nákvæm­­lega hversu mikið af orku færi í að grafa eftir raf­­­myntum á Íslandi á hverjum tíma.

Hann furð­aði sig raunar á því að ekki væri hægt að fá þau svör frá opin­berum aðilum – sem vissu­lega hefðu upp­lýs­ingar um hvert orkan væri að fara – ekki einu sinni þegar kjörnir full­­trúar þjóð­­ar­innar á Alþingi færu fram á fá þær upp­­lýs­ing­­ar.

Ekki bjart­sýnn á fram­tíð Bitcoin

Í við­tal­inu sagði Ward að raf­myntir hefðu búið til grund­völl fyrir starf­semi gagna­vera á Íslandi, en að hann væri ekki bjart­sýnn á fram­tíð fyrstu kyn­slóðar bálka­keðju­tækni, sem raf­myntir á borð við Bitcoin hvíla á.

Auglýsing

Það mat Ward er ekki síst sökum þess hve mikla orku þarf til þess að leysa reikni­þraut­irn­ar. Vegna þessa og af fleiri ástæðum reyndar líka, telur for­stjór­inn að áhættu­prófíll Bitcoin sé gríð­ar­lega hár.

Hann benti á að Kína hefði í fyrra bannað gröft eftir Bitcoin með einu penna­­striki og það hefðu fleiri sömu­leiðis gert eða verið með til skoð­un­ar. „Allur Bitcoin-gröft­­ur­inn sem var í Kína og var slökkt á í des­em­ber færð­ist til Banda­­ríkj­anna. Það er tíma­­sprengja sem bíður þess að springa að ein­hver blaða­­maður í Banda­­ríkj­unum kveiki á þessu, fjalli um málið og það að það þurfti að kveikja á öllum gömlu kolaknúðu orku­ver­unum til að anna eft­ir­­spurn­inni. Við erum að tala um þús­undir mega­vatta sem eru að bæt­­ast við kolefn­is­­fót­­spor Banda­­ríkj­anna. Eng­inn er að fjalla um þetta, en það verður gert, gefum þessu sex mán­uð­i,“ sagði Ward.

Hann telur þó að bálka­keðju­­tæknin sem slík sé til margra hluta nyt­­sam­­leg og eigi eftir að verða mik­il­væg til fram­­tíðar – þá sér­­stak­­lega sú tækni sem byggi á svoköll­uðu proof of stake fremur en proof of work eins og fyrsta kyn­­slóðin sem Bitcoin hvílir á. Sú tækni sé marg­falt minna orku­frek og feli í sér tæki­­færi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent