„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“

Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.

Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
Auglýsing

Frönsk stjórnvöld bera „ríka“ ábyrgð í því að koma ekki í veg fyrir „fyrirsjáanlegt“ þjóðarmorð í Rúanda. Frakkar leyndu auk þess fjölda skjala og vitnisburða tengdum voðaverkinu. Um 800 þúsund manns voru drepnir í þessu smáa afríska ríki árið 1994.

Þetta er niðurstaða rannsóknar rúandskra stjórnvalda um hlutverk Frakka fyrir, á meðan og eftir að drápsaldan gekk yfir. Skýrslan var unnin með vilja og vitund Emmanuel Macron Frakklandsforseta og er skref í viðleitni hans til að bæta samskipti ríkjanna tveggja.

Í skýrslunni segir einfaldlega að Frakkar hafi „ekkert gert“ til að stöðva blóðbaðið sem stóð hvað hæst í apríl og maí árið 1994. Eftir voðaverkin hafi Frakkar svo reynt að hylma yfir þátt sinn í atburðunum og meira að segja boðið sumum sem fóru fyrir drápsliðinu vernd.

Auglýsing

Skýrslan var kynnt formlega fyrir ríkisstjórn Rúanda í gær. Niðurstaða hennar er að Francois Mitterrand, þáverandi forseti Frakklands, sem og stjórn hans, hafi haft vitneskju um hvað var í uppsiglingu en hélt engu að síður áfram að styðja forseta Rúanda, Juvenal Habyarimana, og ríkisstjórn hans. „Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus,“ skrifa höfundar skýrslunnar. Hún hafi vitað hvað var í uppsiglinu.

Minningarathöfn sem haldin var árið 2019, aldarfjórðungi eftir að þjóðarmorðið var framið. Mynd: EPA

Frönsk rannsóknarnefnd sem Macron setti á fót skilaði skýrslu um sama mál í síðasta mánuði og ein helsta niðurstaða hennar var sú að stjórnvöld hefður verið „blind“ á það sem var í gangi en hafi svo brugðist of hægt við, ekki náð yfirsýn á hvað var að gerast í Rúanda og verið sein til aðgerða. Niðurstaða þeirrar skýrslu var ennfremur sú að Frakkar hefðu með þeim hætti borið „gríðarmikla ábyrgð“ með því að hafa ekki brugðist við þeirri gjá sem hafði myndast í landinu sem leiddi að lokum til drápa öfgamanna af þjóðarbroti Hútúa á Tútsum sem og Hútúum sem reyndu að vernda þá.

Þó að niðurstöður skýrslnanna tveggja greini á um ákveðna þætti er talið að þær geti orðið grunnur að þeirri vinnu sem framundan er til að bæta samskipti Frakklands og Rúanda. Utanríkisráðherra Rúanda hefur sagt land sitt „tilbúið“ til að stofna til „nýs sambands“ við Frakkland og ef afsökunarbeiðni yrði sett fram væri það af hinu góða.

„Það mikilvægasta er kannski það að þetta ferli, greining þessara tveggja rannsóknarnefnda á sögulegum staðreyndum sem þær fengu aðgang að, getur orðið til þess að við komumst að gagnkvæmum skilningi á fortíðinni,“ sagði ráðherrann, Vincent Biruta. „Þaðan getum við svo byggt upp sterkt samband.“

Bein fórnarlamba þjóðarmorðsins á safni í Kigali þar sem saga voðaverkanna er sögð. Mynd: EPA

Bandaríska lögfræðistofan Levy Firestone Muse, leiddi vinnu rúöndsku rannsóknarnefndarinnar. Til verksins fékkst aðgangur að margvíslegum gögnum frá opinberum aðilum sem og frá samtökum, stofnunum og einstaklingum sem urðu vitni að atburðarásinni. Um 250 vitni komu fyrir nefndina á þeim tæplega fjórum árum sem hún starfaði.

Á árunum fyrir þjóðarmorðið „vopnuðu, ráðlögðu, þjálfuðu og vernduðu frönsk yfirvöld rúöndsku ríkisstjórnina,“ segir ennfremur í nýju skýrslunni. Frakkar hafi haft sína eigin hagsmuni að leiðarljósi. Í apríl og maí árið 1994, er morðaldan reis sem hæst, gerðu frönsk yfirvöld „ekkert til að stöðva“ blóðbaðið.

Það var ekki fyrr en í lok júní þetta sama ár sem hernaðarbandalag undir forystu Frakka hóf aðgerðir en þá höfðu fjölmargir Tútsar þegar týnt lífi. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess, að mati skýrsluhöfunda, að franskir embættismenn hafi beinlínis komið að drápunum. Er þetta samhljóða þeirri niðurstöðu sem fékkst í frönsku skýrslunni.

Íbúar Rúanda eru um 12 milljónir talsins. Líkt og mestöll Afríka varð landsvæðið bitbein Evrópuríkja á öldum áður. Innan landamæra þess enduðu svo margar þjóðir sem áttu jafnvel fátt sameiginlegt að menningu, siðum og háttum. Þjóðverjar hertóku það í lok nítjándu aldar og bættu því við svæði sem þeir kölluðu Þýsku-Austur-Afríku. Belgar gerðu svo innrás árið 1916 á meðan fyrri heimsstyrjöldinni stóð og réðu þar ríkjum allt til ársins 1962.

Föt fórnarlamba þjóðarmorðsins hluti af sýningu til minningar um fólkið. Mynd: EPA

Ástæðan fyrir því að Frakkar drógust inn í málefni landsins á tíunda áratug síðustu aldar er sú að frönsk stjórnvöld höfðu mikil tengsl við ríkisstjórn Juvénal Habyarimana forseta, sem var Húti, og studdu hana opinberlega í baráttunni gegn stjórnmálaöflum leiddum af Tútsum sem höfðu í áraraðir verið undirokaðir og áreittir og flúið land í umvörpum. Þeir sendu einnig herlið til Rúanda til að þjálfa innlenda hermenn, m.a. ungliðahreyfingar, í tengslum við friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna.

27 ár eru liðin frá þjóðarmorðinu. Á þeim tíma hafa frönsk stjórnvöld leynt hlutverki sínu og hagrætt sannleikanum sem og verndað þá sem stóðu fyrir morðunum, segir í rúöndsku skýrslunni. Þannig hafi Frakkar ekki beitt sér fyrir því að réttað yrði yfir sökudólgunum. Þrír rúandskir ríkisborgarar hafa til þessa dags verið sakfelldir í Frakklandi fyrir þátttöku sína í þjóðarmorðinu. Í maí á síðasta ári var Félicien Kabuga, sá sem lengi hefur verið grunaður um að hafa fjármagnað kaup öfgamannanna á sveðjum og öðrum vopnum til drápanna, handtekinn. Þá var prestur sem grunaður er um aðild að voðaverkunum handtekinn í París í síðustu viku. Hann neitar sök.

Rúöndsk stjórnvöld hafa ítrekað beðið um að frönsk hernaðargögn, sem leynd hvílir á, verði gerð opinber í tengslum við rannsóknina á þjóðarmorðinu. Samkvæmt frönskum lögum er hægt að halda slíkum upplýsingum frá almenningi áratugum saman en hluti gagnanna var látinn af hendi í rannsókninni nú. Þetta segja skýrsluhöfundar vekja vonir um framhaldið. Macron forseti tilkynnti svo í byrjun apríl að leynd yrði aflétt af skjölum skrifstofu forseta og forsætisráðherra landsins er tengjast Rúanda á árabilinu 1990-1994.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent