„Frelsisdagurinn“ eða „dagur öngþveitis“ runninn upp

Þess er vænst að tugir þúsunda manna á Englandi muni snúa aftur til vinnu í dag eftir heimavinnu síðustu mánaða. Í dag er „frelsisdagurinn“ – miklar afléttingar hafa átt sér stað en aðrir óttast „dag öngþveitis“.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, er í sóttkví eftir að heilbrigðisráðherrann greindist með COVID-19.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, er í sóttkví eftir að heilbrigðisráðherrann greindist með COVID-19.
Auglýsing

Dags­ins í dag hefur verið beðið með nokk­urri óþreyju á Englandi og hefur vikum saman verið kall­aður „frels­is­dag­ur­inn“. En aðrir eru ekki eins spennt­ir. Telja ekki tíma­bært að fagna frels­inu sem aflétt­ing inn­an­lands­að­gerða í land­inu hefur í för með sér. For­sæt­is­ráð­herr­ann Boris John­son, sem er sjálfur í sótt­kví í dag eftir að heil­brigð­is­ráð­herr­ann greind­ist með COVID-19, hvetur fólk til að fara áfram með gát þrátt fyrir að lög og reglur er snúa að hegðun fólks í heims­far­aldr­inum séu ekki lengur til stað­ar.

Engar tak­mark­anir eru nú á því hversu margir mega koma sam­an. Næt­ur­klúbbar opn­uðu á mið­nætti og ekki þarf lengur að bíða eftir að fá þjón­ustu á borðin á veit­inga­stöðum og bör­um. Grímu­skyldan er aflögð þótt áfram sé hvatt til að bera grímur á ákveðnum stöð­um.

Um 50 þús­und greinst nú dag­lega með veiruna í Bret­landi. Vís­inda­menn telja að dag­legur fjöldi smita gæti orðið í kringum 200 þús­und síðar í sum­ar.

Auglýsing

Á sama tíma og „frels­is­dag­ur­inn“ er runn­inn upp á Englandi hafa stjórn­völd í Frakk­landi sagt að ekki sé úti­lokað að aftur verði gripið til aðgerða þar í landi haldi smitum áfram að fjölga líkt og verið hefur und­an­far­ið. Í gær, sunnu­dag, greindust yfir 12.500 smit í Frakk­landi og höfðu þá ný smit verið yfir 10 þús­und þrjá daga í röð. Þar líkt og víð­ast ann­ars staðar er delta-veiran alls­ráð­andi.

Stjórn­völd í Frakk­landi eru ekki sér­stak­lega lukku­leg með nýj­ustu ákvarð­anir kollega sinna í Bret­landi sem sett hafa á hert­ari ferða­tak­mark­anir á ferða­menn frá Frakk­landi.

En þar sem yfir 68 pró­sent full­orð­inna íbúa Bret­lands eru nú full­bólu­sett er gert ráð fyrir að sjúkra­húsinn­lagn­ir, alvar­leg veik­indi og dauðs­föll af völdum COVID-19 verði mun færri en í bylgjum far­ald­urs­ins hingað til.

Boris John­son sagði í mynd­bandi sem hann birti á Twitter í gær að hann teldi nú rétta tíma­punkt­inn til að færa sig yfir á loka­stig aflétt­inga á Englandi.

„Ef við gerum það ekki núna þá þurfum við að spyrja okk­ur, hvenær þá?“ sagði John­son og að í haust og vetur myndi veiran geta nýtt sér kald­ara veð­ur. Það gerði hún vissu­lega síð­asta haust þegar stórar bylgjur far­ald­urs­ins hellt­ust yfir Evr­ópu og Banda­rík­in. „En við verðum að gera þetta var­lega. Við verðum að muna að þessi veira er því miður enn þarna úti. Til­fellum er að fjölga og við sjáum að delta-af­brigðið er gríð­ar­lega smit­and­i.“

Verka­manna­flokk­ur­inn fylgir John­son ekki að máli í þessum efnum og skugga­ráð­herra hans í heil­brigð­is­málum segir „kæru­leysi“ að afnema grímu­skyldu. Hann varar við „dögum öng­þveit­is“ framundan í lest­ar­kerf­unum þar sem fjöldi fólks myndi nú snúa aftur til vinnu mán­uðum eftir að það fór heim að vinna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent