„Frelsisdagurinn“ eða „dagur öngþveitis“ runninn upp

Þess er vænst að tugir þúsunda manna á Englandi muni snúa aftur til vinnu í dag eftir heimavinnu síðustu mánaða. Í dag er „frelsisdagurinn“ – miklar afléttingar hafa átt sér stað en aðrir óttast „dag öngþveitis“.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, er í sóttkví eftir að heilbrigðisráðherrann greindist með COVID-19.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, er í sóttkví eftir að heilbrigðisráðherrann greindist með COVID-19.
Auglýsing

Dags­ins í dag hefur verið beðið með nokk­urri óþreyju á Englandi og hefur vikum saman verið kall­aður „frels­is­dag­ur­inn“. En aðrir eru ekki eins spennt­ir. Telja ekki tíma­bært að fagna frels­inu sem aflétt­ing inn­an­lands­að­gerða í land­inu hefur í för með sér. For­sæt­is­ráð­herr­ann Boris John­son, sem er sjálfur í sótt­kví í dag eftir að heil­brigð­is­ráð­herr­ann greind­ist með COVID-19, hvetur fólk til að fara áfram með gát þrátt fyrir að lög og reglur er snúa að hegðun fólks í heims­far­aldr­inum séu ekki lengur til stað­ar.

Engar tak­mark­anir eru nú á því hversu margir mega koma sam­an. Næt­ur­klúbbar opn­uðu á mið­nætti og ekki þarf lengur að bíða eftir að fá þjón­ustu á borðin á veit­inga­stöðum og bör­um. Grímu­skyldan er aflögð þótt áfram sé hvatt til að bera grímur á ákveðnum stöð­um.

Um 50 þús­und greinst nú dag­lega með veiruna í Bret­landi. Vís­inda­menn telja að dag­legur fjöldi smita gæti orðið í kringum 200 þús­und síðar í sum­ar.

Auglýsing

Á sama tíma og „frels­is­dag­ur­inn“ er runn­inn upp á Englandi hafa stjórn­völd í Frakk­landi sagt að ekki sé úti­lokað að aftur verði gripið til aðgerða þar í landi haldi smitum áfram að fjölga líkt og verið hefur und­an­far­ið. Í gær, sunnu­dag, greindust yfir 12.500 smit í Frakk­landi og höfðu þá ný smit verið yfir 10 þús­und þrjá daga í röð. Þar líkt og víð­ast ann­ars staðar er delta-veiran alls­ráð­andi.

Stjórn­völd í Frakk­landi eru ekki sér­stak­lega lukku­leg með nýj­ustu ákvarð­anir kollega sinna í Bret­landi sem sett hafa á hert­ari ferða­tak­mark­anir á ferða­menn frá Frakk­landi.

En þar sem yfir 68 pró­sent full­orð­inna íbúa Bret­lands eru nú full­bólu­sett er gert ráð fyrir að sjúkra­húsinn­lagn­ir, alvar­leg veik­indi og dauðs­föll af völdum COVID-19 verði mun færri en í bylgjum far­ald­urs­ins hingað til.

Boris John­son sagði í mynd­bandi sem hann birti á Twitter í gær að hann teldi nú rétta tíma­punkt­inn til að færa sig yfir á loka­stig aflétt­inga á Englandi.

„Ef við gerum það ekki núna þá þurfum við að spyrja okk­ur, hvenær þá?“ sagði John­son og að í haust og vetur myndi veiran geta nýtt sér kald­ara veð­ur. Það gerði hún vissu­lega síð­asta haust þegar stórar bylgjur far­ald­urs­ins hellt­ust yfir Evr­ópu og Banda­rík­in. „En við verðum að gera þetta var­lega. Við verðum að muna að þessi veira er því miður enn þarna úti. Til­fellum er að fjölga og við sjáum að delta-af­brigðið er gríð­ar­lega smit­and­i.“

Verka­manna­flokk­ur­inn fylgir John­son ekki að máli í þessum efnum og skugga­ráð­herra hans í heil­brigð­is­málum segir „kæru­leysi“ að afnema grímu­skyldu. Hann varar við „dögum öng­þveit­is“ framundan í lest­ar­kerf­unum þar sem fjöldi fólks myndi nú snúa aftur til vinnu mán­uðum eftir að það fór heim að vinna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent