„Frelsisdagurinn“ eða „dagur öngþveitis“ runninn upp

Þess er vænst að tugir þúsunda manna á Englandi muni snúa aftur til vinnu í dag eftir heimavinnu síðustu mánaða. Í dag er „frelsisdagurinn“ – miklar afléttingar hafa átt sér stað en aðrir óttast „dag öngþveitis“.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, er í sóttkví eftir að heilbrigðisráðherrann greindist með COVID-19.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, er í sóttkví eftir að heilbrigðisráðherrann greindist með COVID-19.
Auglýsing

Dagsins í dag hefur verið beðið með nokkurri óþreyju á Englandi og hefur vikum saman verið kallaður „frelsisdagurinn“. En aðrir eru ekki eins spenntir. Telja ekki tímabært að fagna frelsinu sem aflétting innanlandsaðgerða í landinu hefur í för með sér. Forsætisráðherrann Boris Johnson, sem er sjálfur í sóttkví í dag eftir að heilbrigðisráðherrann greindist með COVID-19, hvetur fólk til að fara áfram með gát þrátt fyrir að lög og reglur er snúa að hegðun fólks í heimsfaraldrinum séu ekki lengur til staðar.

Engar takmarkanir eru nú á því hversu margir mega koma saman. Næturklúbbar opnuðu á miðnætti og ekki þarf lengur að bíða eftir að fá þjónustu á borðin á veitingastöðum og börum. Grímuskyldan er aflögð þótt áfram sé hvatt til að bera grímur á ákveðnum stöðum.

Um 50 þúsund greinst nú daglega með veiruna í Bretlandi. Vísindamenn telja að daglegur fjöldi smita gæti orðið í kringum 200 þúsund síðar í sumar.

Auglýsing

Á sama tíma og „frelsisdagurinn“ er runninn upp á Englandi hafa stjórnvöld í Frakklandi sagt að ekki sé útilokað að aftur verði gripið til aðgerða þar í landi haldi smitum áfram að fjölga líkt og verið hefur undanfarið. Í gær, sunnudag, greindust yfir 12.500 smit í Frakklandi og höfðu þá ný smit verið yfir 10 þúsund þrjá daga í röð. Þar líkt og víðast annars staðar er delta-veiran allsráðandi.

Stjórnvöld í Frakklandi eru ekki sérstaklega lukkuleg með nýjustu ákvarðanir kollega sinna í Bretlandi sem sett hafa á hertari ferðatakmarkanir á ferðamenn frá Frakklandi.

En þar sem yfir 68 prósent fullorðinna íbúa Bretlands eru nú fullbólusett er gert ráð fyrir að sjúkrahúsinnlagnir, alvarleg veikindi og dauðsföll af völdum COVID-19 verði mun færri en í bylgjum faraldursins hingað til.

Boris Johnson sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter í gær að hann teldi nú rétta tímapunktinn til að færa sig yfir á lokastig afléttinga á Englandi.

„Ef við gerum það ekki núna þá þurfum við að spyrja okkur, hvenær þá?“ sagði Johnson og að í haust og vetur myndi veiran geta nýtt sér kaldara veður. Það gerði hún vissulega síðasta haust þegar stórar bylgjur faraldursins helltust yfir Evrópu og Bandaríkin. „En við verðum að gera þetta varlega. Við verðum að muna að þessi veira er því miður enn þarna úti. Tilfellum er að fjölga og við sjáum að delta-afbrigðið er gríðarlega smitandi.“

Verkamannaflokkurinn fylgir Johnson ekki að máli í þessum efnum og skuggaráðherra hans í heilbrigðismálum segir „kæruleysi“ að afnema grímuskyldu. Hann varar við „dögum öngþveitis“ framundan í lestarkerfunum þar sem fjöldi fólks myndi nú snúa aftur til vinnu mánuðum eftir að það fór heim að vinna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent