Freyr Eyjólfs skrifar frá París: Háðsádeilublaðið Charlie Hebdo

h_51725909.jpg
Auglýsing

Viku­tíma­ritið Charlie Hebdo er þekkt fyrir að hæð­ast og hlæja að öllu. Blaðið hefur veitt sér það frelsi að hæð­ast að trú­ar­brögð­um: kaþ­ólsku kirkj­unni, kristni, gyð­inga­dómi, íslam; sem og ­stjórn­mála­mönn­um, for­set­um, þing­mönn­um, kóngum og drottn­ingum og menn­ing­ar­el­ít­unni. Í Charlie Hebdo eru ádeilu­grein­ar, háð, brand­ar­ar, sví­virði­legar skop­myndir með hár­beittu gríni. Blaðið á sér rúm­lega 40 ára sögu.

Freyr Eyjólfsson. Freyr Eyj­ólfs­son.

Skrif­stofur blaðs­ins, þar sem árás­irnar fóru fram í dag, eru í 11. hverfi Par­ísar sem er stærsta fjöl­menn­ing­ar­hverfi Evr­ópu. Áður var gerð  sprengju­árás á þessum slóðum í nóv­em­ber 2011 eftir að blað­ið birti skop­myndir af Múhameð. Ári síðar birti svo blaðið mjög umdeildar myndir af spá­mann­inum nökt­um. Charlie Hebdo hefur sömu­leiðis birt myndir Jesús og Guði í ann­ar­legum kyn­ferð­is­legum stell­ing­um; í raun farið alla leið í sínu ádeilu­gríni.

Auglýsing

Beitt og gróft ádeilu­grín er stór partur af franskri menn­ingu og  má rekja allt aftur í ald­ir. Þekkt­ustu skop­mynda­teikn­arar Frakk­lands liggja nú í valnum í Charlie Hebdo árásinni: Cabu, Charb, Tignous, og Wol­inski.

Enn veit eng­inn hver ber ábyrgð á þessum hryll­ingi – margir ótt­ast hins vegar afleið­ing­arn­ar. Sér í lagi ef að her­skáir múslimar eru að baki þessu ódæði. 99,9 pró­sent allra múslima í París er frið­samt fólk  - fjöl­margir múslimar hafa form­dæmt fjöldamorð­in. Fjöldamorðin gætu sam­t hugs­an­lega ýtt undir íslamfó­b­íu.

Gríðarleg öryggisgæsla er nú í París. Gríð­ar­leg örygg­is­gæsla er nú í Par­ís.

Örygg­is­gæsla hefur verið hert í kringum versl­an­ir, sam­göngu­stöðv­ar, trú­ar­bygg­ingar og fjöl­miðla. Franska her­lög­reglan er á hverju götu­horni þessa stund­ina. Hryðju­verka­árás hefur lengi legið í loft­inu í París – margar og ítrek­aðar hót­anir – og nú hefur það gerst sem margir hafa ótt­ast. Allir sem tjá sig um þennan hryl­ing hafa samt hamrað á því að þessi árás muni ekki breyta frönsku sam­fé­lagi; helstu gildi og hug­sjónir lýð­veld­is­ins eru enn í fullu gildi: frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag. Mál­frelsið og tján­inga­frelsið eru enn í önd­vegi.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None