FRÍ vill að betur verði staðið að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons

14708528389-d356155c43-h-1.jpg
Auglýsing

Stjórn Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands (FRÍ) tekur undir gagn­rýni Almenn­ings­hlaupa­nefndar sam­bands­ins á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins og mun óska eftir við­ræðum við stjórn­endur hlaups­ins um nauð­syn­legar end­ur­bætur á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons í fram­tíð­inni. Þetta kemur fram í sam­þykkt frá síð­asta stjórn­ar­fundi FRÍ, sem hald­inn var á mánu­dag­inn, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Reykja­vík­ur­mara­þon heyr­ir­ undir stjórn Íþrótta­banda­lags Reykja­víkur (ÍBR), þrátt fyrir að FRÍ hafi lög­sögu yfir hlaup­inu.

Kæra vegna meints svindls kom umræð­unni af staðUm­ræðu um fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons má rekja til kæru hlauparans Pét­urs Sturla Bjarna­sonar á hendur Arn­ari Pét­urs­syni, Íslands­meist­ara karla í mara­þoni, þar sem Arnar var sak­aður um svindl í hlaup­inu, sem fram fór 23. ágúst síð­ast­lið­inn, með því að hafa notið lið­sinnis hjól­reiða­manna í hlaup­inu, sem er brot á reglum hlaups­ins.

Yfir­dóm­nefnd við­ur­kenndi að reglur hlaups­ins hefðu verið brotn­ar, en vís­aði kærunni engu að síður frá þar sem ekki þótti sannað að hjól­reiða­menn­irnir hefðu aðstoðað Arn­ar. Nið­ur­staða dóm­nefnd­ar­innar var þá kærð til dóm­stóls ÍSÍ, sem stað­festi hana. Þeirri nið­ur­stöðu var áfrýjað til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ, sem tók ekki málið til efn­is­legrar með­ferðar vegna form­galla á kæru máls­ins.

Auglýsing

Almenn­ings­hlaupa­nefnd gagn­rýndi fram­kvæmd hlaups­insÍ nýlegri ályktun Almenn­ins­hlaupa­nefndar FRÍ um mál­ið, sem Kjarn­inn hefur undir höndum og fjall­aði um, kemur fram gagn­rýni á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons. Þar segir að FRÍ hafi lög­sögu yfir götu­hlaup­um, ­sem þurfi að kynna betur meðal hlaupa­hald­ara og þátt­tak­enda. Þegar um Íslands­meist­ara­mót sé að ræða, eins og í til­felli Reykja­vík­ur­mara­þons, skuli fara eftir reglum FRÍ um fram­kvæmd þeirra, sem byggja á alþjóð­legum reglum um meist­ara­mót í götu­hlaup­um. Þar er til að mynda skýrt bann við hraða­stjórn­un.

Þá hafði FRÍ enga aðkomu að fram­kvæmd hlaups­ins eða dóm­gæslu, að því er fram kemur í áður­nefndri ályktun Almenn­ings­hlaupa­nefndar sam­bands­ins. Hlaupa­hald­arar (ÍBR) hafi kynnt sínar eigin regl­ur, þar sem ekki var vísað sér­stak­lega í reglur FRÍ. „Taka þarf af öll tví­mæli um hvaða reglum fara eigi eftir við fram­kvæmd meist­ara­móta í götu­hlaup­um. Nefndin leggur til að FRÍ skipi yfir­dóm­ara þegar um Íslands­meist­ara­mót í götu­hlaupum er að ræða,“ segir í ályktun hlaupa­nefnd­ar.

Að lokum gerði­Al­menn­ings­hlaupa­nefnd athuga­semd við kæru­með­ferð máls­ins. Kæran hafi aldrei komið til afgreiðslu hjá FRÍ, sem hefði átt að taka málið til afgreiðslu, þar sem FRÍ hafi lög­sögu yfir Íslands­meist­ara­keppni í götu­hlaup­um, áður en það fór til dóm­stóls ÍSÍ: „Mik­il­vægt sé að far­vegur kæru­mála sé skýr.“

Eins og áður segir er stjórn FRÍ sam­mála gagn­rýni Almenn­ings­hlaupa­nefndar sam­bands­ins, og mun óska eftir við­ræðum við ÍBR um nauð­syn­legar end­ur­bætur á fram­kvæmd hlaups­ins. Næsta Reykja­vík­ur­mara­þon fer fram 22. ágúst á næsta ári.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None