FRÍ vill að betur verði staðið að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons

14708528389-d356155c43-h-1.jpg
Auglýsing

Stjórn Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands (FRÍ) tekur undir gagn­rýni Almenn­ings­hlaupa­nefndar sam­bands­ins á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins og mun óska eftir við­ræðum við stjórn­endur hlaups­ins um nauð­syn­legar end­ur­bætur á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons í fram­tíð­inni. Þetta kemur fram í sam­þykkt frá síð­asta stjórn­ar­fundi FRÍ, sem hald­inn var á mánu­dag­inn, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Reykja­vík­ur­mara­þon heyr­ir­ undir stjórn Íþrótta­banda­lags Reykja­víkur (ÍBR), þrátt fyrir að FRÍ hafi lög­sögu yfir hlaup­inu.

Kæra vegna meints svindls kom umræð­unni af staðUm­ræðu um fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons má rekja til kæru hlauparans Pét­urs Sturla Bjarna­sonar á hendur Arn­ari Pét­urs­syni, Íslands­meist­ara karla í mara­þoni, þar sem Arnar var sak­aður um svindl í hlaup­inu, sem fram fór 23. ágúst síð­ast­lið­inn, með því að hafa notið lið­sinnis hjól­reiða­manna í hlaup­inu, sem er brot á reglum hlaups­ins.

Yfir­dóm­nefnd við­ur­kenndi að reglur hlaups­ins hefðu verið brotn­ar, en vís­aði kærunni engu að síður frá þar sem ekki þótti sannað að hjól­reiða­menn­irnir hefðu aðstoðað Arn­ar. Nið­ur­staða dóm­nefnd­ar­innar var þá kærð til dóm­stóls ÍSÍ, sem stað­festi hana. Þeirri nið­ur­stöðu var áfrýjað til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ, sem tók ekki málið til efn­is­legrar með­ferðar vegna form­galla á kæru máls­ins.

Auglýsing

Almenn­ings­hlaupa­nefnd gagn­rýndi fram­kvæmd hlaups­insÍ nýlegri ályktun Almenn­ins­hlaupa­nefndar FRÍ um mál­ið, sem Kjarn­inn hefur undir höndum og fjall­aði um, kemur fram gagn­rýni á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons. Þar segir að FRÍ hafi lög­sögu yfir götu­hlaup­um, ­sem þurfi að kynna betur meðal hlaupa­hald­ara og þátt­tak­enda. Þegar um Íslands­meist­ara­mót sé að ræða, eins og í til­felli Reykja­vík­ur­mara­þons, skuli fara eftir reglum FRÍ um fram­kvæmd þeirra, sem byggja á alþjóð­legum reglum um meist­ara­mót í götu­hlaup­um. Þar er til að mynda skýrt bann við hraða­stjórn­un.

Þá hafði FRÍ enga aðkomu að fram­kvæmd hlaups­ins eða dóm­gæslu, að því er fram kemur í áður­nefndri ályktun Almenn­ings­hlaupa­nefndar sam­bands­ins. Hlaupa­hald­arar (ÍBR) hafi kynnt sínar eigin regl­ur, þar sem ekki var vísað sér­stak­lega í reglur FRÍ. „Taka þarf af öll tví­mæli um hvaða reglum fara eigi eftir við fram­kvæmd meist­ara­móta í götu­hlaup­um. Nefndin leggur til að FRÍ skipi yfir­dóm­ara þegar um Íslands­meist­ara­mót í götu­hlaupum er að ræða,“ segir í ályktun hlaupa­nefnd­ar.

Að lokum gerði­Al­menn­ings­hlaupa­nefnd athuga­semd við kæru­með­ferð máls­ins. Kæran hafi aldrei komið til afgreiðslu hjá FRÍ, sem hefði átt að taka málið til afgreiðslu, þar sem FRÍ hafi lög­sögu yfir Íslands­meist­ara­keppni í götu­hlaup­um, áður en það fór til dóm­stóls ÍSÍ: „Mik­il­vægt sé að far­vegur kæru­mála sé skýr.“

Eins og áður segir er stjórn FRÍ sam­mála gagn­rýni Almenn­ings­hlaupa­nefndar sam­bands­ins, og mun óska eftir við­ræðum við ÍBR um nauð­syn­legar end­ur­bætur á fram­kvæmd hlaups­ins. Næsta Reykja­vík­ur­mara­þon fer fram 22. ágúst á næsta ári.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Að huga að gildunum
Kjarninn 18. janúar 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í dag.
Sósíalistaflokkurinn samþykkir að undirbúa framboð til Alþingis
Baráttan um atkvæðin á vinstrivængnum verður harðari í næstu kosningum, eftir að Sósíalistaflokkur Íslands ákvað að hefja undirbúning að framboði. Flokkurinn hefur einu sinni boðið fram áður og náði þá inn fulltrúa í borgarstjórn.
Kjarninn 18. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Dreyfus-málið: 1899–2019
Kjarninn 18. janúar 2020
Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig
Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.
Kjarninn 18. janúar 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Handan fíknar, jógísk leið til bata
Kjarninn 18. janúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
200 milljónir til viðbótar settar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum
Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld mun geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar“.
Kjarninn 18. janúar 2020
Kanna einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni á Alþingi
Félagsvísindastofnun hefur umsjón með rannsókn á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis. Könnunin er þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar á þjóðþingum Evrópu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Sjö prósent tekjuvöxtur hjá Marel í fyrra
Framlegð af rekstri Marels á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, var lægri en vonir stóðu til. Bjartir tímar eru þó framundan, segir forstjórinn. Markaðsvirði félagsins fór yfir 500 milljarða í dag.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None