FRÍ vill að betur verði staðið að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons

14708528389-d356155c43-h-1.jpg
Auglýsing

Stjórn Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands (FRÍ) tekur undir gagn­rýni Almenn­ings­hlaupa­nefndar sam­bands­ins á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins og mun óska eftir við­ræðum við stjórn­endur hlaups­ins um nauð­syn­legar end­ur­bætur á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons í fram­tíð­inni. Þetta kemur fram í sam­þykkt frá síð­asta stjórn­ar­fundi FRÍ, sem hald­inn var á mánu­dag­inn, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Reykja­vík­ur­mara­þon heyr­ir­ undir stjórn Íþrótta­banda­lags Reykja­víkur (ÍBR), þrátt fyrir að FRÍ hafi lög­sögu yfir hlaup­inu.

Kæra vegna meints svindls kom umræð­unni af staðUm­ræðu um fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons má rekja til kæru hlauparans Pét­urs Sturla Bjarna­sonar á hendur Arn­ari Pét­urs­syni, Íslands­meist­ara karla í mara­þoni, þar sem Arnar var sak­aður um svindl í hlaup­inu, sem fram fór 23. ágúst síð­ast­lið­inn, með því að hafa notið lið­sinnis hjól­reiða­manna í hlaup­inu, sem er brot á reglum hlaups­ins.

Yfir­dóm­nefnd við­ur­kenndi að reglur hlaups­ins hefðu verið brotn­ar, en vís­aði kærunni engu að síður frá þar sem ekki þótti sannað að hjól­reiða­menn­irnir hefðu aðstoðað Arn­ar. Nið­ur­staða dóm­nefnd­ar­innar var þá kærð til dóm­stóls ÍSÍ, sem stað­festi hana. Þeirri nið­ur­stöðu var áfrýjað til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ, sem tók ekki málið til efn­is­legrar með­ferðar vegna form­galla á kæru máls­ins.

Auglýsing

Almenn­ings­hlaupa­nefnd gagn­rýndi fram­kvæmd hlaups­insÍ nýlegri ályktun Almenn­ins­hlaupa­nefndar FRÍ um mál­ið, sem Kjarn­inn hefur undir höndum og fjall­aði um, kemur fram gagn­rýni á fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons. Þar segir að FRÍ hafi lög­sögu yfir götu­hlaup­um, ­sem þurfi að kynna betur meðal hlaupa­hald­ara og þátt­tak­enda. Þegar um Íslands­meist­ara­mót sé að ræða, eins og í til­felli Reykja­vík­ur­mara­þons, skuli fara eftir reglum FRÍ um fram­kvæmd þeirra, sem byggja á alþjóð­legum reglum um meist­ara­mót í götu­hlaup­um. Þar er til að mynda skýrt bann við hraða­stjórn­un.

Þá hafði FRÍ enga aðkomu að fram­kvæmd hlaups­ins eða dóm­gæslu, að því er fram kemur í áður­nefndri ályktun Almenn­ings­hlaupa­nefndar sam­bands­ins. Hlaupa­hald­arar (ÍBR) hafi kynnt sínar eigin regl­ur, þar sem ekki var vísað sér­stak­lega í reglur FRÍ. „Taka þarf af öll tví­mæli um hvaða reglum fara eigi eftir við fram­kvæmd meist­ara­móta í götu­hlaup­um. Nefndin leggur til að FRÍ skipi yfir­dóm­ara þegar um Íslands­meist­ara­mót í götu­hlaupum er að ræða,“ segir í ályktun hlaupa­nefnd­ar.

Að lokum gerði­Al­menn­ings­hlaupa­nefnd athuga­semd við kæru­með­ferð máls­ins. Kæran hafi aldrei komið til afgreiðslu hjá FRÍ, sem hefði átt að taka málið til afgreiðslu, þar sem FRÍ hafi lög­sögu yfir Íslands­meist­ara­keppni í götu­hlaup­um, áður en það fór til dóm­stóls ÍSÍ: „Mik­il­vægt sé að far­vegur kæru­mála sé skýr.“

Eins og áður segir er stjórn FRÍ sam­mála gagn­rýni Almenn­ings­hlaupa­nefndar sam­bands­ins, og mun óska eftir við­ræðum við ÍBR um nauð­syn­legar end­ur­bætur á fram­kvæmd hlaups­ins. Næsta Reykja­vík­ur­mara­þon fer fram 22. ágúst á næsta ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None