Fundi ESB-ríkjanna frestað á síðustu stundu vegna ósættis um Grikkland

h_52051797-1.jpg
Auglýsing

Fundi leið­toga Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna, sem átti að fara fram í dag vegna Grikk­lands, hefur verið aflýst. Don­ald Tusk, for­seti leið­toga­ráðs ESB, til­kynnti þetta á Twitt­er-­síðu sinni í morg­un.

Ástæðan er sú að engin nið­ur­staða fékkst á löngum og ströngum fundi fjár­mála­ráð­herra evru­ríkj­anna, evru­hóps­ins, í gær. Fjár­mála­ráð­herr­arnir hófu sinn fund á ný klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og klukkan tvö verður fundur hjá for­sæt­is­ráð­herrum evru­ríkj­anna.

Fundir evru­ríkj­anna snú­ast um til­lög­urnar sem Grikkir hafa nú lagt fram um umbætur á gríska hag­kerf­inu til þess að fá þriðja neyð­ar­lána­pakk­ann frá lán­ar­drottnum sín­um. Ef pakk­inn verður sam­þykktur tryggir það fjár­mögnun upp á 74 millj­arða evra. Skiptar skoð­anir eru um það meðal evru­ríkj­anna hvort til­lögur Grikkja séu trú­verð­ugar og hvort þeim sé treystandi til þess að fram­fylgja þeim.

Auglýsing

Til­lög­urnar fela í sér mik­inn nið­ur­skurð og ýmsar erf­iðar breyt­ing­ar, til dæmis á líf­eyr­is­kerf­inu, auk þess sem þær fela í sér skatta­hækk­an­ir. Mörg­um ­til­lagn­anna sem rík­is­stjórn Grikk­lands hefur nú lagt fram höfn­uðu Grikkir í raun í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni fyrir viku síð­an. Meðal þess sem sum evru­ríkin hafa efa­semdir um er sam­setn­ing til­lagn­anna, sem sumum þykja treysta of mikið á tekjur af skatta­hækk­un­um.

„Þetta er ennþá mjög erfitt, en við erum að vinna í þessu,“ sagði for­seti evru­hóps­ins, Jer­oen Dijs­sel­bloem, þegar fundi lauk seint í gær. „Við erum mjög langt frá sam­komu­lag­i,“ sagði Alex­ander Stubb, fjár­mála­ráð­herra Finn­lands, við fjöl­miðla áður en fund­ur­inn hófst á ný í morg­un. Hann er meðal þeirra sem eru á móti því að sam­þykkja til­lögur Grikkja. Hóp­ur­inn sem er mót­fall­inn því að sam­þykkja til­lögur Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, er leiddur af fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, Wolf­gang Schäu­ble, og í þeim hópi eru einnig Slóvak­ar.

Fjöl­miðlar greina frá því að í fyrsta sinn hafi verið rætt um þann mögu­leika opin­skátt að láta Grikk­land falla, og þar með láta ríkið fara úr evru­sam­starf­inu.

Lúx­em­borg er svo meðal þeirra ríkja sem varar við þessum hug­myndum og segir að ábyrgð Þýska­lands sé mjög mik­il. „Það myndi verða örr­laga­ríkt fyrir orð­spor Þýska­lands í ESB og í heim­in­um. Ef Þýska­land vill Grikk­land úr evr­unni, mun það valda djúpum deilum við Frakk­land. Það yrði stór­slys fyrir Evr­ópu,“ sagði utan­rík­is­ráð­herra lands­ins, Jean Assel­born, í morg­un.

Ítalir eru á sama báti, og sagt er að Matteo Renzi for­sæt­is­ráð­herra muni segja þjóð­verjum til synd­anna, nú sé nóg komið og Evr­ópu­sam­bandið geti ekki blómstrað meðan aðild­ar­ríki séu nið­ur­lægð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None