Fundi ESB-ríkjanna frestað á síðustu stundu vegna ósættis um Grikkland

h_52051797-1.jpg
Auglýsing

Fundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna, sem átti að fara fram í dag vegna Grikklands, hefur verið aflýst. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í morgun.

Ástæðan er sú að engin niðurstaða fékkst á löngum og ströngum fundi fjármálaráðherra evruríkjanna, evruhópsins, í gær. Fjármálaráðherrarnir hófu sinn fund á ný klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og klukkan tvö verður fundur hjá forsætisráðherrum evruríkjanna.

Fundir evruríkjanna snúast um tillögurnar sem Grikkir hafa nú lagt fram um umbætur á gríska hagkerfinu til þess að fá þriðja neyðarlánapakkann frá lánardrottnum sínum. Ef pakkinn verður samþykktur tryggir það fjármögnun upp á 74 milljarða evra. Skiptar skoðanir eru um það meðal evruríkjanna hvort tillögur Grikkja séu trúverðugar og hvort þeim sé treystandi til þess að framfylgja þeim.

Auglýsing

Tillögurnar fela í sér mikinn niðurskurð og ýmsar erfiðar breytingar, til dæmis á lífeyriskerfinu, auk þess sem þær fela í sér skattahækkanir. Mörgum tillagnanna sem ríkisstjórn Grikklands hefur nú lagt fram höfnuðu Grikkir í raun í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir viku síðan. Meðal þess sem sum evruríkin hafa efasemdir um er samsetning tillagnanna, sem sumum þykja treysta of mikið á tekjur af skattahækkunum.

„Þetta er ennþá mjög erfitt, en við erum að vinna í þessu,“ sagði forseti evruhópsins, Jeroen Dijsselbloem, þegar fundi lauk seint í gær. „Við erum mjög langt frá samkomulagi,“ sagði Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, við fjölmiðla áður en fundurinn hófst á ný í morgun. Hann er meðal þeirra sem eru á móti því að samþykkja tillögur Grikkja. Hópurinn sem er mótfallinn því að samþykkja tillögur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, er leiddur af fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, og í þeim hópi eru einnig Slóvakar.

Fjölmiðlar greina frá því að í fyrsta sinn hafi verið rætt um þann möguleika opinskátt að láta Grikkland falla, og þar með láta ríkið fara úr evrusamstarfinu.

Lúxemborg er svo meðal þeirra ríkja sem varar við þessum hugmyndum og segir að ábyrgð Þýskalands sé mjög mikil. „Það myndi verða örrlagaríkt fyrir orðspor Þýskalands í ESB og í heiminum. Ef Þýskaland vill Grikkland úr evrunni, mun það valda djúpum deilum við Frakkland. Það yrði stórslys fyrir Evrópu,“ sagði utanríkisráðherra landsins, Jean Asselborn, í morgun.

Ítalir eru á sama báti, og sagt er að Matteo Renzi forsætisráðherra muni segja þjóðverjum til syndanna, nú sé nóg komið og Evrópusambandið geti ekki blómstrað meðan aðildarríki séu niðurlægð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None