Fundi ESB-ríkjanna frestað á síðustu stundu vegna ósættis um Grikkland

h_52051797-1.jpg
Auglýsing

Fundi leið­toga Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna, sem átti að fara fram í dag vegna Grikk­lands, hefur verið aflýst. Don­ald Tusk, for­seti leið­toga­ráðs ESB, til­kynnti þetta á Twitt­er-­síðu sinni í morg­un.

Ástæðan er sú að engin nið­ur­staða fékkst á löngum og ströngum fundi fjár­mála­ráð­herra evru­ríkj­anna, evru­hóps­ins, í gær. Fjár­mála­ráð­herr­arnir hófu sinn fund á ný klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og klukkan tvö verður fundur hjá for­sæt­is­ráð­herrum evru­ríkj­anna.

Fundir evru­ríkj­anna snú­ast um til­lög­urnar sem Grikkir hafa nú lagt fram um umbætur á gríska hag­kerf­inu til þess að fá þriðja neyð­ar­lána­pakk­ann frá lán­ar­drottnum sín­um. Ef pakk­inn verður sam­þykktur tryggir það fjár­mögnun upp á 74 millj­arða evra. Skiptar skoð­anir eru um það meðal evru­ríkj­anna hvort til­lögur Grikkja séu trú­verð­ugar og hvort þeim sé treystandi til þess að fram­fylgja þeim.

Auglýsing

Til­lög­urnar fela í sér mik­inn nið­ur­skurð og ýmsar erf­iðar breyt­ing­ar, til dæmis á líf­eyr­is­kerf­inu, auk þess sem þær fela í sér skatta­hækk­an­ir. Mörg­um ­til­lagn­anna sem rík­is­stjórn Grikk­lands hefur nú lagt fram höfn­uðu Grikkir í raun í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni fyrir viku síð­an. Meðal þess sem sum evru­ríkin hafa efa­semdir um er sam­setn­ing til­lagn­anna, sem sumum þykja treysta of mikið á tekjur af skatta­hækk­un­um.

„Þetta er ennþá mjög erfitt, en við erum að vinna í þessu,“ sagði for­seti evru­hóps­ins, Jer­oen Dijs­sel­bloem, þegar fundi lauk seint í gær. „Við erum mjög langt frá sam­komu­lag­i,“ sagði Alex­ander Stubb, fjár­mála­ráð­herra Finn­lands, við fjöl­miðla áður en fund­ur­inn hófst á ný í morg­un. Hann er meðal þeirra sem eru á móti því að sam­þykkja til­lögur Grikkja. Hóp­ur­inn sem er mót­fall­inn því að sam­þykkja til­lögur Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, er leiddur af fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, Wolf­gang Schäu­ble, og í þeim hópi eru einnig Slóvak­ar.

Fjöl­miðlar greina frá því að í fyrsta sinn hafi verið rætt um þann mögu­leika opin­skátt að láta Grikk­land falla, og þar með láta ríkið fara úr evru­sam­starf­inu.

Lúx­em­borg er svo meðal þeirra ríkja sem varar við þessum hug­myndum og segir að ábyrgð Þýska­lands sé mjög mik­il. „Það myndi verða örr­laga­ríkt fyrir orð­spor Þýska­lands í ESB og í heim­in­um. Ef Þýska­land vill Grikk­land úr evr­unni, mun það valda djúpum deilum við Frakk­land. Það yrði stór­slys fyrir Evr­ópu,“ sagði utan­rík­is­ráð­herra lands­ins, Jean Assel­born, í morg­un.

Ítalir eru á sama báti, og sagt er að Matteo Renzi for­sæt­is­ráð­herra muni segja þjóð­verjum til synd­anna, nú sé nóg komið og Evr­ópu­sam­bandið geti ekki blómstrað meðan aðild­ar­ríki séu nið­ur­lægð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None