Gallerí: Skarpari skil austurs og vesturs

h_51723521.jpg
Auglýsing

Stríð­inu í Úkra­ínu er hvergi nærri lok­ið. Rússar sækj­ast enn eftir áhrifum í hér­uðum í aust­ur­hluta Úkra­ínu og því hefur for­seti lands­ins, Petro Porosjenkó, aukið við her­gagna­safn úkra­ínska hers­ins. Stríðið í Úkra­ínu hefur skerpt á skil­unum milli aust­urs og vest­urs, og hafa þau aldrei verið svo aug­ljós síð­an Sov­ét­ríkin féllu 1991.

Einn stærsti þáttur átak­anna milli aust­urs og vest­urs er sem fyrr hug­mynda­fræði­leg­ur. Sem dæmi má nefna Dmitrí Kiseljov, vin­sælan rúss­neskan ­sjón­varps­þul, sem kynnti nýja vef­síðu Kremlar og frétta­út­varps­stöð­ina Spútnik í vet­ur og sagði til­gang nýju þjón­ust­unnar vera að vega á móti banda­rískum á­róðri vest­rænna miðla.

Spútnik er raunar merki­legur áfangi í fjöl­miðla­sögu Rúss­lands því hún kemur í stað Raddar Rúss­lands (e. Voice of Russia) sem alþjóð­leg rík­is­rekin frétta­út­varps­stöð. Helsti mun­ur­inn á þessum tveimur stöðvum er ein­fald­lega stærðin því frétta­rit­arar Spútnik eru í 130 borgum í 34 löndum um allan heim.

Auglýsing

Breska blaðið The Guar­dian fjall­aði ítar­lega um áróður aust­urs og vest­urs í gær.

Gall­erí: Aust­ur og vesturCrisis in Ukraine Úkra­ínskir her­menn sátu í skrið­drekum sínum þegar Petro Porosjenkó, for­seti Úkra­ínu, kynnti stóra við­bót við vopna­kost hers­ins. Við bæt­ast meira en hund­rað ein­ingar vopna, her­gagna og loft­fara. Bæði yfir­völd í Kænu­garði og Moskvu segj­ast hafa litla trú á að hægt sé að kom­ast að frið­sam­legri lausn, þó slíkar umleit­anir haldi áfram.

Same Sex Marriage Hjóna­band fólks af sama kyni er nú lög­legt í Flór­ída í Banda­ríkj­un­um. Hommar og les­b­íur fögn­uðu þegar úrskurður um að það stæð­ist ekki ákvæði stjórn­ar­skrár­innar að ógilda slík hjóna­bönd var kveð­inn upp í Browar­d-­dóm­hús­inu í Fort Lauder­dale í gær.

Bulgarian men jump into the waters of a lake to recover a wooden cross during the Epiphany day celebrations in Sofia. Sam­kvæmt gam­alli hefð í kristnum sið kasta karl­menn sér í ískalt vatn í leit að tré­krossi á þrett­ánd­an­um. Í Sófíu í Búlgaríu er þessi siður í heiðri hafður og karl­menn kepp­ast við að finna kross­inn sem sagður er tryggja manni góða heilsu allt árið.

Swiss whipcracking championships in Schwyz Svipusmells­meist­ara­keppnin var haldin í 48. sinn í Schwyz í Sviss í gær. Keppnin gengur út á að fram­kalla sem hæstan smell með því að sveifla leð­ur­svipu. Smell­ur­inn verður þegar svipu­end­inn klífur hljóð­múr­inn og fram­kallar örlít­inn hvell.

Russian Orthodox Christmas service Í Moskvu voru jólin haldin í gær á þrett­ánd­an­um. Með­limir rúss­nesku rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar halda jólin síðar en kaþ­ólskir og mót­mæl­endur vegna þess að í Rúss­landi miðar kirkjan við júl­í­anska tíma­talið.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None