Game of Thrones eru mest „stolnu“ sjónvarpsþættir sögunnar

Game.of_.Thrones.Leadership.2.jpg
Auglýsing

Sjón­varps­þátta­röðin Game of Thro­nes snýr aftur á skjá­inn hjá HBO sjón­varps­stöð­inni í kvöld, en Stöð 2 hefur þætt­ina til sýn­inga hér á landi. Sam­kvæmt umfjöllun frétta­mið­ils­ins Quartz, tróna þætt­irnir efst á vafasömum lista yfir mest nið­ur­hal­að­asta sjón­varps­efni sög­unn­ar.

Til þess að bregð­ast við ólög­legu nið­ur­hali á þátt­unum hefur HBO brugðið á það ráð að frum­sýna fyrsta þátt­inn í fimmtu seríu Game of Thro­nes sam­tímis í mörgum lönd­um, og er Ísland þar á með­al. Fyrsti þátt­ur­inn verður sýndur á Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Við­bragð HBO má rekja til óþol­in­mæði fjöl­margra aðdá­enda þátt­anna að bíða eftir sýn­ingu þeirra í sínu heima­landi. Fram­vegis verða svo þættir ser­í­unnar sýndir á sama tíma og í lönd­unum og í Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt umfjöllun Quartz hefur sjón­varps­þátt­unum verið nið­ur­halað í yfir 200 löndum víðs vegar um heim­inn. Þá hefur þáttum úr fyrri fjórum ser­íum þátt­anna verið nið­ur­halað meira en 7 milljón sinnum á síð­ast­liðnum tveimur mán­uð­um. Aðdá­endur þátt­anna í Bras­ilíu voru þar sér­flokki, en þar var þátt­unum nið­ur­halað ólög­lega í hátt í milljón skipti. Frakkar voru næst dug­leg­astir við að nið­ur­hala sjón­varp­þáttum Game of Thro­nes ólög­lega á eftir Bras­il­íu­mönn­um,

Auglýsing

Til sam­an­burðar má nefna tölur yfir nið­ur­hal á öðrum vin­sælum sjón­varps­þáttum sem hafa notið alþjóð­legrar hylli sjón­varps­á­horf­enda á sama tíma­bili. Á síð­ast­liðnum tveimur mán­uðum hefur þáttum í sjón­varps­þátta­röð­inni The Walking Dead verið nið­ur­halað 5,7 millj­ónum sinn­um. Þá hefur þátt­unum um Walter White og Jesse Pink­man í Break­ing Bad sjón­varp­þátta­röð­inn­i verið nið­ur­halað í 3,8 millj­ónir skipta, sjón­varps­þætt­irnir Vik­ings koma þar á eftir með 3,4 millj­ónir nið­ur­höl, og þátt­unum vin­sælu um Frank Und­erwood, House of Cards, var nið­ur­halað í 2,8 millj­ónir skipta á síð­ast­liðnum tveimur mán­uð­um.

Til marks um eft­ir­vænt­ing­una sem ríkir eftir nýj­ustu þátta­röð Game of Thro­nes var greint frá því í fjöl­miðlum í dag að fyrstu fjórir þætt­irnir í ser­í­unni hafi nú þegar lekið á net­ið, og séu meðal ann­ars aðgengi­legir ólög­lega í gegnum Popcorn-Time deiliskrár­for­rit­ið, sem margir álíta að sé ein helsta ógn gegn höf­unda­vörðu sjón­varps­efni í heim­inum í dag.

Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None