Game of Thrones eru mest „stolnu“ sjónvarpsþættir sögunnar

Game.of_.Thrones.Leadership.2.jpg
Auglýsing

Sjón­varps­þátta­röðin Game of Thro­nes snýr aftur á skjá­inn hjá HBO sjón­varps­stöð­inni í kvöld, en Stöð 2 hefur þætt­ina til sýn­inga hér á landi. Sam­kvæmt umfjöllun frétta­mið­ils­ins Quartz, tróna þætt­irnir efst á vafasömum lista yfir mest nið­ur­hal­að­asta sjón­varps­efni sög­unn­ar.

Til þess að bregð­ast við ólög­legu nið­ur­hali á þátt­unum hefur HBO brugðið á það ráð að frum­sýna fyrsta þátt­inn í fimmtu seríu Game of Thro­nes sam­tímis í mörgum lönd­um, og er Ísland þar á með­al. Fyrsti þátt­ur­inn verður sýndur á Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Við­bragð HBO má rekja til óþol­in­mæði fjöl­margra aðdá­enda þátt­anna að bíða eftir sýn­ingu þeirra í sínu heima­landi. Fram­vegis verða svo þættir ser­í­unnar sýndir á sama tíma og í lönd­unum og í Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt umfjöllun Quartz hefur sjón­varps­þátt­unum verið nið­ur­halað í yfir 200 löndum víðs vegar um heim­inn. Þá hefur þáttum úr fyrri fjórum ser­íum þátt­anna verið nið­ur­halað meira en 7 milljón sinnum á síð­ast­liðnum tveimur mán­uð­um. Aðdá­endur þátt­anna í Bras­ilíu voru þar sér­flokki, en þar var þátt­unum nið­ur­halað ólög­lega í hátt í milljón skipti. Frakkar voru næst dug­leg­astir við að nið­ur­hala sjón­varp­þáttum Game of Thro­nes ólög­lega á eftir Bras­il­íu­mönn­um,

Auglýsing

Til sam­an­burðar má nefna tölur yfir nið­ur­hal á öðrum vin­sælum sjón­varps­þáttum sem hafa notið alþjóð­legrar hylli sjón­varps­á­horf­enda á sama tíma­bili. Á síð­ast­liðnum tveimur mán­uðum hefur þáttum í sjón­varps­þátta­röð­inni The Walking Dead verið nið­ur­halað 5,7 millj­ónum sinn­um. Þá hefur þátt­unum um Walter White og Jesse Pink­man í Break­ing Bad sjón­varp­þátta­röð­inn­i verið nið­ur­halað í 3,8 millj­ónir skipta, sjón­varps­þætt­irnir Vik­ings koma þar á eftir með 3,4 millj­ónir nið­ur­höl, og þátt­unum vin­sælu um Frank Und­erwood, House of Cards, var nið­ur­halað í 2,8 millj­ónir skipta á síð­ast­liðnum tveimur mán­uð­um.

Til marks um eft­ir­vænt­ing­una sem ríkir eftir nýj­ustu þátta­röð Game of Thro­nes var greint frá því í fjöl­miðlum í dag að fyrstu fjórir þætt­irnir í ser­í­unni hafi nú þegar lekið á net­ið, og séu meðal ann­ars aðgengi­legir ólög­lega í gegnum Popcorn-Time deiliskrár­for­rit­ið, sem margir álíta að sé ein helsta ógn gegn höf­unda­vörðu sjón­varps­efni í heim­inum í dag.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None