Gátu ekki sætt sig við breytingar Frosta og sögðu sig úr starfshópi um peningamál

frosti-715x320.jpg
Auglýsing

Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, gerði breyt­ingar á skýrslu starfs­hóps um skipan pen­inga­mála sem hinir nefnd­ar­menn­irnir gátu ekki sætt sig við. Þess vegna fór það svo að Frosti skil­aði skýrslu um málið einn til stjórn­valda í gær. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu Kristrúnar Frosta­dóttur hag­fræð­ings, sem sat í upp­haf­lega starfs­hópn­um. Hún sendi yfir­lýs­ing­una til Kast­ljóss vegna umfjöll­unar þátt­ar­ins um mál­ið.

Yfir­lýs­ing Kristrúnar er eft­ir­far­andi:

"Ég tók að mér að taka saman skýrslu um val­kosti við brota­forða­kerfi að höfðu sam­ráði við starfs­hóp­inn sem Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður hóps­ins, ég og Davíð Stef­áns­son vorum skipuð í af for­sæt­is­ráð­herra í byrjun síð­asta árs. Var áætlað að vinnan tæki um sex mán­uði. Þegar samn­ing­ur­inn rann út í byrjun ágúst 2014 var skýrslan ekki end­an­lega frá­geng­in.  Efn­is­lega töldum við Davíð þó litla vinnu vanta upp á, einkum þurfti að lag­færa upp­setn­ingu og skipu­lag. Lagt var til við for­mann hóps­ins að ráð­inn yrði starfs­maður í stað mín þar sem ég var á leið í nám erlend­is. For­mað­ur­inn tók hins vegar þá ákvörðun að slíkt væri óþarfi og að hann myndi sjálfur ganga frá skýrsl­unni og senda okkur til skoð­unar áður en hún yrði gefin út.

Auglýsing

Í byrjun febr­úar sl. sendi for­mað­ur­inn okkur skýrsl­una eftir að hann hafði farið höndum um ágústút­gáf­una. Ljóst var að hann hafði gert efn­is­legar breyt­ingar á skýrsl­unni sem við gátum ekki sætt okkur við. Þar sem við töldum að ekki myndi nást sam­staða um nið­ur­stöðu og efn­is­tök skýrsl­unnar í kjöl­far þess­ara breyt­inga tókum við Davíð þá ákvörðun að segja okkur úr hópnum í síð­asta mán­uð­i."

Hér má lesa um skýrslu Frosta um pen­inga­mál.

 

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None