Gátu ekki sætt sig við breytingar Frosta og sögðu sig úr starfshópi um peningamál

frosti-715x320.jpg
Auglýsing

Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, gerði breyt­ingar á skýrslu starfs­hóps um skipan pen­inga­mála sem hinir nefnd­ar­menn­irnir gátu ekki sætt sig við. Þess vegna fór það svo að Frosti skil­aði skýrslu um málið einn til stjórn­valda í gær. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu Kristrúnar Frosta­dóttur hag­fræð­ings, sem sat í upp­haf­lega starfs­hópn­um. Hún sendi yfir­lýs­ing­una til Kast­ljóss vegna umfjöll­unar þátt­ar­ins um mál­ið.

Yfir­lýs­ing Kristrúnar er eft­ir­far­andi:

"Ég tók að mér að taka saman skýrslu um val­kosti við brota­forða­kerfi að höfðu sam­ráði við starfs­hóp­inn sem Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður hóps­ins, ég og Davíð Stef­áns­son vorum skipuð í af for­sæt­is­ráð­herra í byrjun síð­asta árs. Var áætlað að vinnan tæki um sex mán­uði. Þegar samn­ing­ur­inn rann út í byrjun ágúst 2014 var skýrslan ekki end­an­lega frá­geng­in.  Efn­is­lega töldum við Davíð þó litla vinnu vanta upp á, einkum þurfti að lag­færa upp­setn­ingu og skipu­lag. Lagt var til við for­mann hóps­ins að ráð­inn yrði starfs­maður í stað mín þar sem ég var á leið í nám erlend­is. For­mað­ur­inn tók hins vegar þá ákvörðun að slíkt væri óþarfi og að hann myndi sjálfur ganga frá skýrsl­unni og senda okkur til skoð­unar áður en hún yrði gefin út.

Auglýsing

Í byrjun febr­úar sl. sendi for­mað­ur­inn okkur skýrsl­una eftir að hann hafði farið höndum um ágústút­gáf­una. Ljóst var að hann hafði gert efn­is­legar breyt­ingar á skýrsl­unni sem við gátum ekki sætt okkur við. Þar sem við töldum að ekki myndi nást sam­staða um nið­ur­stöðu og efn­is­tök skýrsl­unnar í kjöl­far þess­ara breyt­inga tókum við Davíð þá ákvörðun að segja okkur úr hópnum í síð­asta mán­uð­i."

Hér má lesa um skýrslu Frosta um pen­inga­mál.

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None