Gerir ráð fyrir meiri verðbólgu

Seðlabankinn telur að verðbólgan muni aukast á næstu mánuðum og hjaðna hægt. Hann segir óvissuna um framvindu efnahagsmála í náinni framtíð hafa aukist, meðal annars vegna hættu á stríðsátökum í Evrópu.

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Auglýsing

Verð­bólgan gæti auk­ist enn frekar á þessum árs­fjórð­ungi og tekið langan tíma að hjaðna, en Seðla­bank­inn gerir ekki ráð fyrir að hún nái undir fjórum pró­sentum fyrr en á næsta ári. Enn fremur nefnir hann að hætta á stríðs­á­tökum í Evr­ópu hafi aukið óviss­una um efna­hags­horfur á næstu miss­er­um. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Pen­inga­mála, sem kom út í morg­un.

Seðla­bank­inn gerir ráð fyrir að verð­bólgan verði 5,8 pró­sent að með­al­tali á yfir­stand­andi árs­fjórð­ungi. Gangi sú spá upp mun hún því aukast annað hvort í febr­úar eða mars, en hún nam 5,7 pró­sentum í jan­ú­ar.

Auglýsing

Hann segir að fram­lag hækk­unar hús­næð­is­verðs til verð­bólgu áfram vera mikið og skýra tæp­lega helm­ing af verð­bólg­unni, en bætir þó við að verð­bólga án hús­næðis hafi einnig auk­ist og mælist nú 3,7 pró­sent, sem er rúmu pró­sentu­stigi yfir verð­bólgu­mark­miði.

Ekki bara hús­næð­is­verð

Bank­inn telur að verð­bólgan verði tölu­vert meiri á næstu miss­erum en spáð var í nóv­em­ber og býst við að hún verði 5,6 pró­sent á öðrum fjórð­ungi þessa árs. Þar spila vænt­ingar um áfram­hald­andi verð­hækk­anir á hús­næð­is­mark­aði stórt hlut­verk, en einnig er búist við að inn­flutt verð­bólga muni aukast á næstu mán­uð­um.

Alþjóð­leg verð­bólga hefur nú þegar verið meiri en gert var ráð fyr­ir, en Seðla­bank­inn segir það meðal ann­ars vera vegna hækk­unar olíu- og hrá­vöru­verðs. Sam­kvæmt bank­anum mun lengri tíma taka að vinda ofan af fram­boðs­hnökrum vegna afleið­inga far­sótt­ar­inn­ar, en hann telur þó flutn­ings­kostnað hafa náð hámarki.

Þar að auki nefnir Seðla­bank­inn að útlit sé fyrir mikla launa­hækk­ana í ár vegna svo­kall­aðs hag­vaxt­ar­auka kjara­samn­inga. Á sama tíma er ekki gert ráð fyrir miklum fram­leiðni­vexti starfs­fólks, svo bank­inn býst við að launa­kostn­aður á fram­leidda ein­ingu hækki tölu­vert. Þetta, ásamt alþjóð­legri verð­bólgu, segir bank­inn gera það að verkum að verð­bólga hjaðnar hægt í mark­mið.

Hætta á stríði nefnd í fyrsta skiptið

Líkt og áður nefnir Seðla­bank­inn að óvissa sé um fram­vindu efna­hags­mála og að spár hans byggj­ast á þeirri for­sendu að hvorki verði alvar­legt bakslag í bar­átt­unni við far­sótt­ina né óbreyttar fram­boðs­trufl­anir á heims­vísu.

Bank­inn nefnir einnig hættu á stríðs­á­tökum í Evr­ópu sem annan óvissu­þátt um efna­hags­þróun á heims­vísu, en líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um hefur tölu­vert her­lið Rússa safn­ast saman við landa­mæri Úkra­ínu. Þetta er í fyrsta skiptið sem bank­inn gerir grein fyrir þessum óvissu­þætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent