kimwendt-28703.jpg
Auglýsing

Flestir hafa glugga fyrir augum dag­lega, horfa út um þá, eða inn, virða þá fyrir sér úr fjar­lægð.  Flestum finnst það aum vist­ar­vera þar sem ekki er ein­hver glugga­bora (kannski að Bakka­bræðrum und­an­skild­um) . Glugg­a­rnir eru sem sé mik­il­vægur þáttur í dag­legu lífi nútíma­fólks þótt ekki hafi þótt ástæða til að byggja yfir þá sér­stakt safn fyrr en nú. Á nýju glugga­safni í Söborg, norðan við Kaup­manna­höfn eru 300 gluggar til sýn­is.

Það var árið 2006 sem maður að nafni Lars Kann-Rasmus­sen ákvað að koma upp glugga­safni. Stundum er sagt að skylt sé skeggið hök­unni og það á sann­ar­lega við í þessu til­viki. Lars þessi Rasmus­sen, sem nú er 76 ára, var um ára­bil fram­kvæmda­stjóri Velux fyr­ir­tæk­is­ins, sem er mjög þekkt fyr­ir­tæki í "glugga­heim­in­um". Faðir hans, Villum Rasmus­sen, var bygg­inga­verk­fræð­ingur og hafði, að eigin sögn, oft velt því fyrir sér hvernig á því stæði að háa­loft (sem bæði eru mörg og stór í Dan­mörku) væru svo lítið not­uð. Hann komst að þeirri nið­ur­stöðu að þetta væri vegna þess að á dönskum háa­loftum væri sama ástandið og forðum hjá bræðr­unum á Bakka, glugg­ana vant­aði. Hann lét ekki þar við sitja heldur stofn­aði árið 1941 fyr­ir­tæki gagn­gert til að smíða glugga fyrir ofan­ljós (þak­glugga). Ári síðar var glugga­smiðj­an  skírð Velux.

Með glugga á heil­an­um                                                                          



Villum Rasmus­sen (1909 -1993) var hug­mynda­ríkur og fékk sam­tals 55 einka­leyfi sem flest eða öll tengd­ust glugg­um. Fyrsta einka­leyfið var útbún­aður sem gerði kleyft að velta við opn­an­lega hluta glugg­ans, til þess að auð­velda þrif­in. Hann sagði ein­hverju sinni í við­tali að hann væri með glugga á heil­anum og sér þætti það bara allt í lagi. "Þegar maður hugsar svona mikið um eitt­hvað, eins og til dæmis glugga, fær maður alls kyns hug­mynd­ir, sumar snjallar aðrar ekki," sagði Villum Rasmus­sen í þessu sama við­tali.

Það var árið 2006 sem maður að nafni Lars Kann-Rasmussen ákvað að koma upp gluggasafni. MYND:villumwindowcollection.com Það var árið 2006 sem maður að nafni Lars Kann-Rasmus­sen ákvað að koma upp glugga­safni. MYND: vill­u­mwindowcollect­ion.com

Auglýsing

Son­ur­inn stofn­aði glugga­safn                                                                                                           



Hér verður ekki rakin saga þessa fyr­ir­tækis sem nú er 74 ára gam­alt.  Starfs­menn­irnir voru í upp­hafi örfá­ir, fjórir eða fimm, en eru í dag rúm­lega tíu þús­und. Í Dan­mörku eru starfs­menn tvö þús­und og sex hund­ruð en starf­semin fer fram í fjöl­mörgum löndum víða um heim.

Þótt Villum Rasmus­sen dytti margt í hug hvarfl­aði þó aldrei að honum að gluggar ættu sér­stakt erindi á safn. Son­ur­inn Lars hafði fyrir um það bil tutt­ugu árum, skömmu eftir dauða föður síns, fengið þá hug­mynd að koma upp sér­stöku glugga­safni. Það var þó ekki fyrr en árið 2006 að ákvörð­unin um safnið var tekin og þá var haf­ist handa við að safna glugg­um. Lars vildi að safnið yrði alþjóð­legt en ekki "eitt­hvert Velux safn" eins og hann orð­aði það. Hann lagði líka mikla áherslu á að safnið myndi eign­ast (eða fá að láni) sem fjöl­breytt­ast úrval glugga, bæði hvað varð­aði tíma og staði. Það reynd­ist bæði flókið og tíma­frekt að afla sýn­ing­ar­grip­anna, oftar en ekki hefur það nefni­lega orðið hlut­skipti glugga að enda á haug­un­um, eða sem eldi­við­ur, þegar hús hafa verið rifin eða end­ur­byggð.

Elstu glugg­a­rnir frá því um 1600                                                                                     



Glugga­safnið í Söborg var opnað 15. apríl síð­ast­lið­inn. Þar eru til sýnis um það bil þrjú hund­ruð glugg­ar, þeir elstu frá því um 1600, þeir yngstu frá þessu ári. Sumir eru sýndir í veggj­um, eins og þeim þar sem þeir voru upp­haf­lega, aðrir standa á gólfi eða bara einir og sér, enn aðrir hanga niður úr loft­inu. Suma er hægt að opna og þessir sýn­ing­ar­gripir eru ólíkir mörgum öðrum að þarna má snerta.

Á safn­inu er eins­konar tíma­gangur þar sem hægt er að ferð­ast um tím­ann og fylgja þannig breyt­ingum sem orðið hafa í áranna og ald­anna rás. Sagt er frá útlits­breyt­ing­um, gömlum og nýjum efni­við sem not­aður hefur verið í glugga og tísku­sveiflum í glugga­gerð.  Þegar safnið var opnað greindi stofn­and­inn, Lars Rasmus­sen, frá því að þessir þrjú hund­ruð gluggar sem nú eru í safn­inu væru aðeins byrj­un­in. "Stefnum á þús­und" sagði hann.

Á dönsku heitir gluggi vindue, á ensku window.  Þessi orð eru dregin af gömlu nor­rænu orði sem við Íslend­ingar þekkjum vel en notum í annarri merk­ingu. Nefni­lega vind­auga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None