Gríðarleg fylgisaukning Pírata milli kannana - 22 prósenta fylgi

Helgi.Hrafn_.8.jpg
Auglýsing
P­íratar mæl­ast með 22 pró­sent fylgi sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallups, sem RÚV greindi frá í útvarps­fréttum klukkan 18. Þetta er nærri helm­ings­aukn­ing frá síð­ustu mæl­ingu Gallups.

Sam­kvæmt könn­un­inni var frekar ­lítil hreyf­ing á fylgi flokk­anna frá því í lok febr­úar og undir miðjan mars.

Þá varð mikil breyt­ing og ­fylgi við Pírata jókst mik­ið, úr sextán pró­sentum þá, í 22 pró­sent. Á sama tíma fór fylgi ann­arra flokka að dala, hlut­falls­lega lang­mest hjá Vinstri Græn­um, sem fóru úr 12 pró­sentum í átta.

Auglýsing


Allt mæl­ing­ar­tíma­bilið var frá 26. febr­úar til 30. mars. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fór úr 26 pró­sentum í síð­ustu könnun í 25 %, Sam­fylk­ingin úr 17 í 16, Björt fram­tíð úr 13 í ell­efu, Fram­sókn heldur sínum ell­efu, en VG fer úr ell­efu í tíu pró­sent, sam­kvæmt frétt RÚV.

Fylgi við rík­is­stjórn­ina minnkar um tvö pró­sent úr 37 pró­sentum í 35.

Píratar hlutu 5,1 pró­sent atkvæða í Alþing­is­kosn­ing­unum 2013 og eiga þrjá þing­menn á Alþingi. Flokk­ur­inn hefur í síð­ustu könn­unum á undan Þjóð­ar­púls­inum (MMR og Frétta­blað­inu) mælst með mest fylgi þeirra sex flokka sem sitja á Alþingi nú. Í nýj­ustu könn­un­inni mæld­ist flokk­ur­inn með 29,1 ­pró­sent fylgi sem myndi duga þeim til að næla í 19 þing­menn. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem ítrekað hefur mælst stærstur í fylgiskönn­unum frá kosn­ingum 2013, mæld­ist næst stærstur eða með 23,4 pró­sent.

Í takt við kosn­inga­spáÍ síð­ustu viku leit­aði Kjarn­inn til Bald­urs Héð­ins­son­ar, stærð­fræð­ings, og bað hann að keyra spálíkan fyrir Alþing­is­kosn­ingar byggða á síð­ustu könn­unum sem birtar höfðu verið þá. Þær kann­anir sem reikn­aðar eru með og gefið vægi eru könnun Capacent sem gerð var 29. jan­úar til 25. febr­ú­ar, könnun Frétta­blaðs­ins dag­ana 10. til 11. mars, könnun MMR dag­ana 13. til 18. mars og könnun Frétta­blaðs­ins 18. til 19. mars.Aug­ljóst er af nið­ur­stöðum kosn­inga­spár­innar að Píratar eru á góðri sigl­ingu þessa dag­ana. Kann­anir MMR ofmát­u ­fylgi Pírata nokkuð veru­lega fyrir síð­ustu Alþing­is- og borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Það gerði Frétta­blaðið líka, þó ekki eins mik­ið.

Við gerð lík­ans­ins gat Baldur þess að það yrði áhuga­vert að sjá næsta Þjóð­ar­púls, hann myndi gefa góða vís­bend­ingu um stöðu Pírata.Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None