Grímur draga úr hættu á COVID-smiti

Stærsta rannsókn hingað til á gagnsemi gríma í baráttunni við COVID-19 hefur litið dagsins ljós. Niðurstaðan: Grímunotkun er árangursrík vörn gegn smiti.

Til að grímur dragir úr hættu á smiti verður að nota þær rétt.
Til að grímur dragir úr hættu á smiti verður að nota þær rétt.
Auglýsing

Nið­ur­staða stærstu rann­sóknar hingað til á því hvort grímur gagn­ist raun­veru­lega til að hefta útbreiðslu kór­ónu­veirunnar sem veldur COVID-19 er sú að jú, þær gera það og einnota grímur enn meira en þær sem eru úr taui. Rann­sóknin gekk einnig út á að kanna áhrif hvatn­ingar til grímunotk­unar og fræðslu. Slíkt inn­grip skilar sér, að sögn höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar, og getur þar með aukið lýð­heilsu í sam­fé­lög­um.

Rann­sóknin náði til yfir 340 þús­und manns í um 600 þorpum í Bangla­dess. Íbúum þorp­anna var ýmist boðið að fá að gjöf einnota grím­ur, taugrímur eða engar grímur yfir höf­uð.

Vís­inda­menn­irnir rann­sök­uðu svo áhrifin á hegðun fólks í marg­menni, m.a. í moskum, á mörk­uðum og stöðum þar sem fólk kemur saman til að drekka te. Þátt­tak­end­urnir voru spurðir um COVID-19 ein­kenni sín og þeir sem þau höfðu fóru í frek­ari rann­sókn­ir.

Auglýsing

Nið­ur­staðan var sú að í þorp­unum þar sem grímum hafði verið dreift voru ein­kenna­smit 9,3 pró­sent færri en í við­mið­un­ar­þorp­unum þar sem engum grímum var dreift. Hlut­fallið var enn lægra meðal þorps­búa sem höfðu fengið einnota skurð­grímur eða 11 pró­sent.

Eldra fólk hafði mestan ábata af því að nota grím­ur. Fjöldi sýk­inga sex­tugra og eldri sem báru einnota grímur var 35 pró­sent minni en sam­bæri­legs ald­urs­hóps þar sem engum grímum hafði verið dreift.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var birt af mann­úð­ar­sam­tök­unum Innovations for Poverty Act­ion nýverið en hana á enn eftir að rit­rýna. Aðal­höf­undar hennar eru Laura Kwong, aðstoð­ar­pró­fessor við Berkel­ey-há­skóla, Jason Abaluck og Mus­hfiq Mobarak í Yale-há­skóla og Steve Luby og Ashley Styczynski frá Stan­for­d-há­skóla.

Nið­ur­stöð­urnar eru sagðar sér­stak­lega mik­il­vægar fyrir þau lönd sem enn þurfa fyrst og fremst að reiða sig á sam­fé­lags­legar tak­mark­anir í bar­átt­unni við COVID-19 þar sem bólu­efni er þeim ekki enn almennt aðgengi­legt. En þær ættu líka að gagn­ast öðrum sam­fé­lögum til að taka ákvarð­anir um hvort og þá hvar eigi að hafa grímu­skyldu eða að minnsta kosti hvetja fólk til að bera þær.

„Spurn­ingin sem við vorum að reyna að svara var: Ef þú dreifir grímum og færð fólk til að nota þær, gagn­ast þær?“ segir Mus­hfiq Mobarak, hag­fræði­pró­fessor við Yale-há­skóla, sem er einn aðal­höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar.

Mobarak og sam­starfs­menn hans hófu rann­sókn sína í Bangla­dess í nóv­em­ber í fyrra. Þeir völdu þorp af handa­hófi þar sem grímur voru gefn­ar, rétt notkun þeirra kennd og hvatt var til grímunotk­unar almennt í sam­fé­lag­inu.

Meðal þeirra rúm­lega 178 þús­und ein­stak­linga sem voru hvattir til að nota grímur jókst notk­unin um 30 pró­sent og sú hegðun hélst í að minnsta kosti tíu vik­ur. Mobarak segir að þótt árang­ur­inn af grímunotk­un­inni sem í ljós kom við rann­sókn­ina kunni að virð­ast lít­ill verði að muna að hann fékkst með því að auka grímunotkun um 30 pró­sent. „Ímyndið ykkur ef hún myndi aukast um 100 pró­sent,“ segir hann í sam­tali við NBC sjón­varps­stöð­ina um mál­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent