Gríska stjórnin afgreiðir samkomulag - 13 milljarða evra niðurskurður í vændum

h_52047049-1.jpg
Auglýsing

Gríska rík­is­stjórnin sam­þykkti á neyð­ar­fundi undir kvöld drög að sam­komu­lagi við kröfu­hafa sína. The Guar­dian greinir frá því að þar sé gert ráð fyrir frek­ari 13 millj­arða evra nið­ur­skurði í rík­is­fjár­mál­un­um, en að Grikkir muni óska eftir 50 millj­arða evra neyð­ar­láni. Hér er hægt að fylgj­ast með umfjöllun Guar­di­an.

Ljóst er að nið­ur­skurð­ur­inn mun koma hart niður á hag­kerfi lands­ins, sem hefur verið í mik­illi kreppu um ára­bil, og þá hefur lokun gríska banka­kerf­is­ins ekki hjálpað til. Þá er talið að nið­ur­skurð­ur­inn í rík­is­fjár­mál­unum verði svo blóð­ugur og muni koma svo hart niður á þegnum Grikk­lands að til greina komi að veita land­inu frek­ari fjár­hags­að­stoð í mann­úð­ar­skyni.

Sam­kvæmt heim­ildum The Guar­dian er stefnt að því að kynna sam­komu­lagið fyrir kröfu­höfum gríska rík­is­ins í kvöld, en frest­ur­inn sem Grikkjum var gef­inn til að koma fram með raun­hæfa áætlun og sam­komu­lag rennur út á næstu klukku­stund­um.

Auglýsing

Þá hefur grískum þing­mönnum verið sagt að vera í við­bragðs­stöðu, því að öllum lík­indum muni gríska þingið þurfa að koma saman á morgun til að sam­þykkja sam­komu­lag­s­pakk­ann við kröfu­haf­ana.

Sam­kvæmt áætlun verða tækni­leg atriði samn­ings­drag­anna yfir­farin af Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inum (AGS), Evr­ópu­sam­band­inu og Seðla­banka Evr­ópu á föstu­dag, fjár­mála­ráð­herrar evru­ríkj­anna munu yfir­fara samn­ing­inn á laug­ar­dag og leið­togar evru­ríkj­anna funda á sunnu­dag.

 

 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None