Guðmundur og Birna Eik leiða lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi

Sósíalistaflokkur Íslands hefur nú birt þrjá af sex framboðslistum flokksins fyrir komandi kosningar. Oddvitinn í Suðurkjördæmi segir að hið „óréttláta samfélag sem öfgakapítalismi nýfrjálshyggjunnar hefur troðið upp á almenning“ riði til falls.

Efstu frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi.
Efstu frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi.
Auglýsing

Guð­mundur Auð­uns­son stjórn­mála­hag­fræð­ingur skipar fyrsta sæti á lista Sós­í­alista­flokks Íslands í Suð­ur­kjör­dæmi fyrir kom­andi kosn­ing­ar, en list­inn var opin­ber­aður í morg­un. Hann hefur starfað í fram­kvæmda­stjórn flokks­ins í tvö ár. Guð­mundur lauk fram­halds­námi í alþjóða­hag­fræði og alþjóða­stjórn­mála­fræði í Banda­ríkj­unum en hefur lengst af búið í London.

Í öðru sæti er Birna Eik Bene­dikts­dóttir fram­halds­skóla­kenn­ari og sex barna móð­ir. Hún er ættuð af suð­ur­landsund­ir­lend­inu og að vest­an. Birna hefur starfað innan flokks­ins frá stofnun hans með ýmsum hætti og situr nú í fram­kvæmda­stjórn hans. Birna flutt­ist til Dan­merkur 18 ára gömul en sneri heim til Íslands með börn og buru fyrir fimm árum og býr nú á Sel­fossi.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn, sem býður nú fram til Alþingis í fyrsta sinn, hefur þar með kynnt þrjá af sex fram­boðs­listum sín­um. Í lok síð­ustu viku var list­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi opin­ber­aður og á þriðju­dag listi flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Fyrir liggur að Gunnar Smári Egils­son, stofn­andi flokks­ins og for­maður fram­kvæmda­stjórnar hans, ætlar að gefa kost á sér á lista fyrir kom­andi kosn­ing­ar, en hann er ekki á þeim þremur sem hafa þegar birst. Lík­legt verður að telja verði stað hann Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Öllum list­unum er stillt um af slembivöldum hópi meðal félaga flokks­ins.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu sem send var út vegna list­ans í Suð­ur­kjör­dæmi segir Guð­mund­ur, odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu, að honum þyki Ísland standa á tíma­mót­um. „Hið órétt­láta sam­fé­lag sem öfga­kap­ít­al­ismi nýfrjáls­hyggj­unnar hefur troðið upp á almenn­ing riðar til falls. Samt halda auð­valds­flokk­arnir áfram með þá stefnu sína að einka­væða eignir almenn­ings og almanna­þjón­ust­una og ætla að halda því áfram þvert á vilja þorra almenn­ings. Við getum stoppað þetta.“

Listi Sós­í­alista­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi

 1. Guð­mundur Auð­uns­son, stjórn­mála­hag­fræð­ingur
 2. Birna Eik Bene­diks­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari
 3. Ást­þór Jón Ragn­heið­ar­son, þjálf­ari og vara­for­maður ASÍ-UNG
 4. Arna Þór­dís Árna­dótt­ir, verk­efna­stjóri
 5. Unnur Rán Reyn­is­dótt­ir, hárgsnyrti­meist­ari og -kenn­ari
 6. Þór­bergur Torfa­son, sjó­maður
 7. Einar Már Atla­son, sölu­maður
 8. Þór­dís Bjarn­leifs­dótt­ir, nemi
 9. Arn­grímur Jóns­son, sjó­maður
 10. Guð­mundur Eyjólfur Jóels­son, bif­reiða­stjóri
 11. Bjartey Her­manns­dótt­ir, mót­töku­rit­ari
 12. Pawel Adam Lopat­ka, land­vörður
 13. Sig­urður Erlends Guð­bjarg­ar­son, raf­í­þrótta­þjálf­ari
 14. Þór­dís Guð­bjarts­dótt­ir, öryrki
 15. Kári Jóns­son, verka­maður
 16. Berg­ljót Dav­íðs­dótt­ir, blaða­maður
 17. Elín­borg Stein­unn­ar­dótt­ir, öryrki
 18. Stefán Helgi Helga­son, atvinnu­rek­andi
 19. Finn­björg Guð­munds­dótt­ir, eft­ir­launa­kona
 20. Viðar Stein­ars­son, bóndi

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent