Guðmundur og Birna Eik leiða lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi

Sósíalistaflokkur Íslands hefur nú birt þrjá af sex framboðslistum flokksins fyrir komandi kosningar. Oddvitinn í Suðurkjördæmi segir að hið „óréttláta samfélag sem öfgakapítalismi nýfrjálshyggjunnar hefur troðið upp á almenning“ riði til falls.

Efstu frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi.
Efstu frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi.
Auglýsing

Guð­mundur Auð­uns­son stjórn­mála­hag­fræð­ingur skipar fyrsta sæti á lista Sós­í­alista­flokks Íslands í Suð­ur­kjör­dæmi fyrir kom­andi kosn­ing­ar, en list­inn var opin­ber­aður í morg­un. Hann hefur starfað í fram­kvæmda­stjórn flokks­ins í tvö ár. Guð­mundur lauk fram­halds­námi í alþjóða­hag­fræði og alþjóða­stjórn­mála­fræði í Banda­ríkj­unum en hefur lengst af búið í London.

Í öðru sæti er Birna Eik Bene­dikts­dóttir fram­halds­skóla­kenn­ari og sex barna móð­ir. Hún er ættuð af suð­ur­landsund­ir­lend­inu og að vest­an. Birna hefur starfað innan flokks­ins frá stofnun hans með ýmsum hætti og situr nú í fram­kvæmda­stjórn hans. Birna flutt­ist til Dan­merkur 18 ára gömul en sneri heim til Íslands með börn og buru fyrir fimm árum og býr nú á Sel­fossi.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn, sem býður nú fram til Alþingis í fyrsta sinn, hefur þar með kynnt þrjá af sex fram­boðs­listum sín­um. Í lok síð­ustu viku var list­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi opin­ber­aður og á þriðju­dag listi flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Fyrir liggur að Gunnar Smári Egils­son, stofn­andi flokks­ins og for­maður fram­kvæmda­stjórnar hans, ætlar að gefa kost á sér á lista fyrir kom­andi kosn­ing­ar, en hann er ekki á þeim þremur sem hafa þegar birst. Lík­legt verður að telja verði stað hann Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Öllum list­unum er stillt um af slembivöldum hópi meðal félaga flokks­ins.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu sem send var út vegna list­ans í Suð­ur­kjör­dæmi segir Guð­mund­ur, odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu, að honum þyki Ísland standa á tíma­mót­um. „Hið órétt­láta sam­fé­lag sem öfga­kap­ít­al­ismi nýfrjáls­hyggj­unnar hefur troðið upp á almenn­ing riðar til falls. Samt halda auð­valds­flokk­arnir áfram með þá stefnu sína að einka­væða eignir almenn­ings og almanna­þjón­ust­una og ætla að halda því áfram þvert á vilja þorra almenn­ings. Við getum stoppað þetta.“

Listi Sós­í­alista­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi

 1. Guð­mundur Auð­uns­son, stjórn­mála­hag­fræð­ingur
 2. Birna Eik Bene­diks­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari
 3. Ást­þór Jón Ragn­heið­ar­son, þjálf­ari og vara­for­maður ASÍ-UNG
 4. Arna Þór­dís Árna­dótt­ir, verk­efna­stjóri
 5. Unnur Rán Reyn­is­dótt­ir, hárgsnyrti­meist­ari og -kenn­ari
 6. Þór­bergur Torfa­son, sjó­maður
 7. Einar Már Atla­son, sölu­maður
 8. Þór­dís Bjarn­leifs­dótt­ir, nemi
 9. Arn­grímur Jóns­son, sjó­maður
 10. Guð­mundur Eyjólfur Jóels­son, bif­reiða­stjóri
 11. Bjartey Her­manns­dótt­ir, mót­töku­rit­ari
 12. Pawel Adam Lopat­ka, land­vörður
 13. Sig­urður Erlends Guð­bjarg­ar­son, raf­í­þrótta­þjálf­ari
 14. Þór­dís Guð­bjarts­dótt­ir, öryrki
 15. Kári Jóns­son, verka­maður
 16. Berg­ljót Dav­íðs­dótt­ir, blaða­maður
 17. Elín­borg Stein­unn­ar­dótt­ir, öryrki
 18. Stefán Helgi Helga­son, atvinnu­rek­andi
 19. Finn­björg Guð­munds­dótt­ir, eft­ir­launa­kona
 20. Viðar Stein­ars­son, bóndi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent