Gunnar Smári alltaf við stjórnarborðið í spilakassa Samtaka skattgreiðenda

Félag sem heitir Samtök skattgreiðenda hefur kynnt til sögunnar stjórnarskiptarúllettu á netinu. Formaður félagsins segir það ekki hafa kostað krónu að setja vefinn í loftið og að tilgangurinn með honum sé að láta fólk hugsa um skattahækkanir.

Draumastjórnin
Auglýsing

Sam­tök skatt­greið­enda, félaga­sam­tök sem berj­ast fyrir lægri skött­um, hafa sett upp vef þar sem leið­togum allra ann­arra flokka en Sjálf­stæð­is­flokks­ins er stillt upp í spila­kassa­leik. Með því að ýta á einn takka kemur síðan upp ein­hver sam­setn­ing af fimm leið­togum stjórn­mála­flokka, undir yfir­skrift­inni „5 flokka drauma­stjórnin þín!“.

Ekk­ert á vef­síð­unni gefur til kynna hver stendur fyrir þessum leik nema lén­ið, sem er undir hatti síð­unnar skatt­greið­end­ur.­is. Sú síða hefur ekki verið upp­færð síðan skömmu fyrir kosn­ing­arnar árið 2016, þá með tengli á aug­lýs­ingu sem var­aði við því að vinstri stjórn kæm­ist til valda á Íslandi.

Á síð­unni kemur fram að Skafti Harð­ar­son rekstr­ar­stjóri á Sel­tjarn­ar­nesi sé for­maður Sam­taka skatt­greið­enda. Hann játar því í sam­tali við Kjarn­ann að sam­tökin hafi ákveðið að setja þennan leik í loftið til að vekja athygli á sínum mál­stað fyrir kosn­ing­ar.

Auglýsing

„Þetta er fyrst og fremst gert til að hafa gaman af,“ segir Skafti í sam­tali við blaða­mann, spurður um ástæð­una. „Þarna erum við að setja saman þá rík­is­stjórn sem lofar hvað mestum skatta­hækk­unum og sjá hvernig fólki lík­ar,“ bætir hann við.

Hann seg­ist telja það eðli­legt að sam­tökin reyni að vekja athygli á sínum mál­stað fyrir kosn­ingar rétt eins og aðilar á borð við ASÍ, BSRB og fleiri hafi gert. Hann segir 2-300 manns styrkja sam­tökin með frjálsum fram­lögum á hverju ári, en segir þó sömu­leiðis við Kjarn­ann að upp­setn­ing vef­síð­unnar með stjórn­ar­skipta-­spila­kass­anum hafi ekki kostað neitt fé.

Gunnar Smári birt­ist alltaf

Sam­kvæmt athugun Kjarn­ans á þessum leik er ekki hægt að snúa hjól­inu án þess að Gunnar Smári Egils­son for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks­ins sé einn af stjórn­mála­leið­tog­unum fimm sem koma upp á hjóli spila­kass­ans.

Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.

„Er það ekki bara af því að þú hefur ekki verið nógu lengi fyrir framan rúl­lett­una?“ spyr Skafti þegar blaða­maður nefnir þetta. Síðan bætir hann því við að mark­miðið hafi verið að setja fram þá rík­is­stjórn sem lík­leg­ust væri til þess að hækka skatta mest og þar horfi hann á sós­í­alista fremsta í flokki.

Aug­lýs­ingar á vegum Sam­taka skatt­greið­enda í aðdrag­anda kosn­inga hafa áður vakið athygli, en fyrir kosn­ing­arnar árið 2017 keyptu sam­tökin aug­lýs­ingar bæði í útvarpi og á sam­fé­lags­miðlum þar sem varað var við skatta­til­lögum nokk­urra stjórn­mála­flokka sem þá buðu fram.

Í sam­tali við Vísi eftir kosn­ing­arnar 2017 sagði Skafti að sam­tökin sem hann stýrir og stofnuð voru árið 2012 hefðu engin tengsl við stjórn­mála­flokka, þrátt fyrir að hann sjálfur væri flokks­bund­inn sjálf­stæð­is­maður og hinir stjórn­ar­menn­irnir tveir í sam­tök­unum væru sömu­leiðis stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Í takti við var­úð­ar­orð frá for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Skila­boðin sem fel­ast í rúl­lettu Sam­taka skatt­greið­enda ríma ágæt­lega við mál­flutn­ing for­ystu­fólks í Sjálf­stæð­is­flokknum þessa dag­ana, um að flokkar séu of margir og vanda­samt geti orðið að mynda stöðuga rík­is­stjórn eftir kosn­ing­ar.

Bjarni Bene­dikts­son for­maður flokks­ins var­aði til dæmis við því að gera þyrfti miklar mála­miðl­anir við stjórn lands­ins í við­tali í Dag­málum á vef mbl.is, sem birt­ist í gær.

„Þetta er bara sundr­ung, þetta er ákveð­inn glund­roði. Það er til mik­ils tjóns, eins og ég horfi á hlut­ina, að það þurfi að gera jafn­miklar mála­miðl­anir við stjórnun lands­ins eins og stefnir í. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Bjarni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent