Gylfi Þór sagður til rannsóknar fyrir meint kynferðisbrot gegn barni

Besti knattspyrnumaður Íslands er sagður til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester og nágrenni vegna meints kynferðisbrots gegn barni. Lið hans Everton staðfesti í gærkvöldi að leikmaður félagsins hefði verið sendur í leyfi vegna lögreglurannsóknar.

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður er sagður til rannsóknar hjá lögreglu í Bretlandi.
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður er sagður til rannsóknar hjá lögreglu í Bretlandi.
Auglýsing

Gylfi Þór Sig­urðs­son, skærasta knatt­spyrnu­stjarna Íslands og leik­maður Everton í ensku úrvals­deild­inni, er sagður til rann­sóknar hjá lög­regl­unni í Manchester á Englandi vegna meints kyn­ferð­is­brots gegn barni. mbl.is sagði frá þessu í morg­un, fyrst íslenskra fjöl­miðla og vís­aði til heim­ilda sinna.

Knatt­spyrnu­fé­lagið Everton stað­festi í gær­kvöldi að leik­maður liðs­ins væri til rann­sóknar og hefði verið sendur í leyfi frá lið­inu á meðan lög­reglu­rann­sókn stæði yfir, en breskir fjöl­miðlar hafa að svo komnu máli ekki nafn­greint leik­mann­inn og vísa til laga­legra ástæðna.

Sam­kvæmt fréttum breskra miðla er þó um að ræða 31 árs gamlan giftan mann, sem leikur reglu­lega með lands­liði sínu. Get­gátur voru í gær uppi um að Everton-­leik­mað­ur­inn, sem þá var enn ónefnd­ur, gæti ef til vill einnig verið verið enski knatt­spyrnu­mað­ur­inn Fabian Delph, sem einnig er 31 árs. Delph, öfugt við Gylfa, lék hins vegar með Everton í æfinga­leik um helg­ina, en Gylfi Þór tók engan þátt í því verk­efni.

Sögu­sagnir hófust um helg­ina

Sögu­sagnir um að Gylfi Þór hefði verið hand­tek­inn á föstu­dag hafa farið um á sam­fé­lags­miðlum án stað­fest­ingar yfir helg­ina, en í gær stað­festi lög­reglan í Manchester og nágrenni að 31 árs karl­maður hefði verið hand­tek­inn á föstu­dag í þágu rann­sóknar máls­ins. Í kjöl­farið var fjallað um málið í bresku press­unni og hafa miðlar á borð við Mir­ror, The Sun, Daily Mail sagt frá mál­inu. Síðar hefur verið fjallað um málið í fleiri miðlum til dæmis bæði Guar­dian og BBC.

Ekk­ert hefur komið fram í breskum fjöl­miðlum um hvers eðlis meint brot er, eða hvenær það á að hafa átt sér stað, en þó vísar fleiri en einn mið­ill í ónafn­greinda heim­ild­ar­menn sem segja ásak­an­irnar alvar­leg­ar.

Lög­gjöf um kyn­ferð­is­brot gegn börnum er ströng í Bret­landi. Þannig geta til­raunir full­orð­inna til þess að hafa sam­band við barn undir 16 ára aldri í kyn­ferð­is­legum til­gangi verið sak­næmar, jafn­vel þó sam­skiptin nái aldrei lengra en yfir net­ið.

Auglýsing

Fleiri fót­bolta­menn á Bret­landi hafa á síð­ustu árum verið til rann­sóknar vegna sam­skipta við börn undir lög­aldri. Nú síð­ast var það Leigh Griffiths, þrí­tugur fram­herji Celtic í Skotlandi, en hann var sendur í leyfi frá liði sínu í upp­hafi júlí­mán­aðar á meðan lög­regla rann­sak­aði skila­boð sem hann sendi 15 ára stúlku á Instagram. Þau skila­boð voru ekki eins­dæmi. Skoska lög­reglan skoð­aði mál hans og komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekk­ert sak­næmt væri að finna í skila­boð­un­um.

Það mál sem hefur þó vakið mesta athygli á umliðnum árum en mál fyrr­ver­andi enska lands­liðs­manns­ins Adam John­son. Hann var árið 2016, er hann var 28 ára gam­all og spil­aði með Sund­er­land, sak­felldur fyrir kyn­ferð­is­leg sam­skipti við 15 ára gamla stúlku, en hann ját­aði fyrir dómi að hafa kysst stúlk­una. Hann neit­aði því að sam­skipti þeirra hefðu gengið lengra.

John­son var dæmdur í sex ára fang­elsi. Hann afplán­aði þriggja ára dóm og losn­aði úr fang­elsi árið 2019.

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands fylgist með

Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, hefur rætt málið við fjöl­miðla hér á landi í morg­un. Hún segir við mbl.is að hún hafi ekki fengið neina stað­fest­ingu á því að málið snú­ist um Gylfa.

„Það sem við lít­um á sem stað­fest­ar upp­­lýs­ing­ar er frétta­til­kynn­ing frá ensku lög­­regl­unni og svo Evert­on, þar sem ekki er nafn­­greind­ur leik­mað­ur. Þannig við bíðum eft­ir frek­­ari upp­­lýs­ing­um,“ sagði Klara við mbl.­is.

Rík­is­út­varpið seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að mikil umræða sé málið innan for­ystu KSÍ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent