„Hæfum aðilum“ boðið að sækja um hlutverk talsmanna hælisleitenda

Hagsmunagæsla fólks sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd verður frá og með byrjun maí hjá einstökum lögfræðingum en ekki Rauða krossinum eins og verið hefur. Útlendingastofnun hefur auglýst eftir umsóknum.

Mótmæli við Hörpu – Palestína-Ísrael maí 2021
Auglýsing

Dóms­mála­ráðu­neytið hefur ákveðið að fara þá leið að bjóða „hæfum aðil­u­m“, líkt og það er orðað í aug­lýs­ingu Útlend­inga­stofn­unar, að skila inn umsóknum til að sinna hlut­verki tals­manna þeirra sem hingað leita alþjóð­legrar vernd­ar. Tals­manna­þjón­ustan var áður á hendi Rauða kross Íslands sam­kvæmt samn­ingi við ráðu­neytið og Útlend­inga­stofn­un, samn­ingi sem und­ir­rit­aður var í kjöl­far útboðs, en sá samn­ingur var ekki end­ur­nýj­aður og aðeins fram­lengdur um tvo mán­uði og rennur því út í lok næsta mán­að­ar.

16.500 kr. á tím­ann

Lög­fræð­ing­ar, hvort sem þeir starfa sjálf­stætt eða á lög­manns­stofum geta sótt um og er greitt sam­kvæmt fyr­ir­fram ákveð­inni verð­skrá úr rík­is­sjóði, 16.500 krónur fyrir hverja „byrj­aða klukku­stund“, líkt og segir í aug­lýs­ing­unni, að við­bættum virð­is­auka­skatti. Hámarks­fjöldi tíma er áætl­aður í hvert mál. Sem dæmi þá er for­gangs­með­ferð full­orð­ins ein­stak­lings hjá Útlend­inga­stofnun áætluð sjö klukku­stundir og efn­is­með­ferð fimmtán klukku­stund­ir. Ef um fylgd­ar­laust barn er að ræða eru áætl­aðir fimmtán klukku­tímar fyrir for­gangs­með­ferð og jafn margir tímar fyrir efn­is­með­ferð.

­Sam­kvæmt útlend­inga­lögum ber Útlend­inga­stofnun að tryggja umsækj­endum um alþjóð­lega vernd tals­mann við með­ferð máls hjá stjórn­völd­um. Tals­maður er sá sem talar máli umsækj­anda um alþjóð­lega vernd hér á landi og gætir hags­muna hans við með­ferð máls gagn­vart íslenskum stjórn­völdum á meðan mál hans er til með­ferðar hjá Útlend­inga­stofnun og eftir atvikum kæru­nefnd útlend­inga­mála. Tals­maður sinnir rétt­ar­að­stoð og tals­manna­þjón­ustu vegna umsóknar um alþjóð­lega vernd á lægra og æðra stjórn­sýslu­stigi í sam­ræmi við vilja umsækj­anda. Hlut­verk tals­manns hefst við skipun hans og lýkur við end­an­lega ákvörðun á stjórn­sýslu­stigi.

Auglýsing

Ljóst varð í febr­úar að dóms­mála­ráðu­neytið ætl­aði ekki að bjóða lög­fræði­þjón­ustu við hæl­is­leit­endur út líkt og það hafði í sam­tölum við Rauða kross­inn fram að því ítrekað sagt að stæði til. Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra greindi frá ákvörð­un­inni í fjöl­miðla­við­tali og sagði jafn­framt að tals­manna­þjón­ustan væri ekki útboðs­skyld. Þar sem samn­ing­ur­inn við Rauða kross­inn var aðeins fram­lengdur um tvo mán­uði varð að segja upp öllum fimmtán lög­fræð­ing­unum sem þar höfðu unnið að tals­manna­þjón­ust­unni.

Aftur á svip­aðar slóðir

Með þessu breytta fyr­ir­komu­lagi, að þjón­ustan verði hjá ein­stökum lög­fræð­ing­um, er hún komin á svip­aðan stað og hún var fyrir árið 2014. Það fyr­ir­komu­lag hefur Rauði kross­inn gagn­rýnt, m.a. í við­tölum við Kjarn­ann, og sagt að sjálf­stætt starf­andi lög­menn með mis­mikla þekk­ingu á mál­efnum flótta­fólks hafi séð um þjón­ust­una sem Útlend­inga­stofnun greiddi fyrir ákveðið marga klukku­tíma – oft án sam­hengis við eðli og umfang máls.

Í aug­lýs­ingu Útlend­inga­stofn­unar kemur fram að umsækj­endur skulu vera lög­fræð­ingar með þekk­ingu á málum er lúta að alþjóð­legri vernd og flótta­fólki. Þeir þurfa auk þess að hafa reynslu og hald­bæra þekk­ingu af stjórn­sýslu­rétti og þegar um er að ræða fylgd­ar­laust barn skulu tals­menn hafa sér­þekk­ingu á mál­efnum barna.

Upp­fylli lög­fræð­ingur hæf­is­skil­yrði er honum raðað á lista með öðrum tals­mönnum sem verður aðgengi­legur á heima­síðu Útlend­inga­stofn­un­ar.

Tryggja verði órofna þjón­ustu

Rauði kross­inn hefur einnig gagn­rýnt hversu stuttur tími á til­færslu þjón­ust­unnar sé til stefnu. Hund­ruð ein­stak­linga nýti sér tals­manna­þjón­ustu Rauða kross­ins núna.

„Við verðum að vona að dóms­mála­ráðu­neytið og rík­is­stjórnin hafi und­ir­búið þetta vel þótt okkur sé algjör­lega ókunn­ugt um það,“ sagði Atli Viðar Thorsten­sen, sviðs­stjóri á alþjóða­sviði Rauða kross­ins, við Kjarn­ann nýverið „og að umsækj­endur um vernd, fólk sem oft er ber­skjaldað og þolir ekki mikið rask, fái þá þjón­ustu sem þeir eiga rétt á.“

Hverjir eiga rétt á alþjóð­legri vernd?

Þeir sem sæta ofsóknum í heima­landi sínu eða eiga þar á hættu dauða­refs­ingu, pynd­ingar eða ómann­úð­lega eða van­virð­andi með­ferð eða refs­ingu eiga rétt á alþjóð­legri vernd sem flótta­menn hér á landi, segir á vef Útlend­inga­stofn­un­ar.

Rík­is­fangs­lausir ein­stak­lingar eiga rétt á alþjóð­legri vernd á grund­velli rík­is­fangs­leys­is.

Að auki er heim­ilt að veita umsækj­anda um alþjóð­lega vernd, sem ekki telst flótta­maður eða rík­is­fangs­laus, dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða standi til þess ríkar ástæður á borð við alvar­leg veik­indi eða erf­iðar aðstæður í heima­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent