„Hæfum aðilum“ boðið að sækja um hlutverk talsmanna hælisleitenda

Hagsmunagæsla fólks sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd verður frá og með byrjun maí hjá einstökum lögfræðingum en ekki Rauða krossinum eins og verið hefur. Útlendingastofnun hefur auglýst eftir umsóknum.

Mótmæli við Hörpu – Palestína-Ísrael maí 2021
Auglýsing

Dóms­mála­ráðu­neytið hefur ákveðið að fara þá leið að bjóða „hæfum aðil­u­m“, líkt og það er orðað í aug­lýs­ingu Útlend­inga­stofn­unar, að skila inn umsóknum til að sinna hlut­verki tals­manna þeirra sem hingað leita alþjóð­legrar vernd­ar. Tals­manna­þjón­ustan var áður á hendi Rauða kross Íslands sam­kvæmt samn­ingi við ráðu­neytið og Útlend­inga­stofn­un, samn­ingi sem und­ir­rit­aður var í kjöl­far útboðs, en sá samn­ingur var ekki end­ur­nýj­aður og aðeins fram­lengdur um tvo mán­uði og rennur því út í lok næsta mán­að­ar.

16.500 kr. á tím­ann

Lög­fræð­ing­ar, hvort sem þeir starfa sjálf­stætt eða á lög­manns­stofum geta sótt um og er greitt sam­kvæmt fyr­ir­fram ákveð­inni verð­skrá úr rík­is­sjóði, 16.500 krónur fyrir hverja „byrj­aða klukku­stund“, líkt og segir í aug­lýs­ing­unni, að við­bættum virð­is­auka­skatti. Hámarks­fjöldi tíma er áætl­aður í hvert mál. Sem dæmi þá er for­gangs­með­ferð full­orð­ins ein­stak­lings hjá Útlend­inga­stofnun áætluð sjö klukku­stundir og efn­is­með­ferð fimmtán klukku­stund­ir. Ef um fylgd­ar­laust barn er að ræða eru áætl­aðir fimmtán klukku­tímar fyrir for­gangs­með­ferð og jafn margir tímar fyrir efn­is­með­ferð.

­Sam­kvæmt útlend­inga­lögum ber Útlend­inga­stofnun að tryggja umsækj­endum um alþjóð­lega vernd tals­mann við með­ferð máls hjá stjórn­völd­um. Tals­maður er sá sem talar máli umsækj­anda um alþjóð­lega vernd hér á landi og gætir hags­muna hans við með­ferð máls gagn­vart íslenskum stjórn­völdum á meðan mál hans er til með­ferðar hjá Útlend­inga­stofnun og eftir atvikum kæru­nefnd útlend­inga­mála. Tals­maður sinnir rétt­ar­að­stoð og tals­manna­þjón­ustu vegna umsóknar um alþjóð­lega vernd á lægra og æðra stjórn­sýslu­stigi í sam­ræmi við vilja umsækj­anda. Hlut­verk tals­manns hefst við skipun hans og lýkur við end­an­lega ákvörðun á stjórn­sýslu­stigi.

Auglýsing

Ljóst varð í febr­úar að dóms­mála­ráðu­neytið ætl­aði ekki að bjóða lög­fræði­þjón­ustu við hæl­is­leit­endur út líkt og það hafði í sam­tölum við Rauða kross­inn fram að því ítrekað sagt að stæði til. Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra greindi frá ákvörð­un­inni í fjöl­miðla­við­tali og sagði jafn­framt að tals­manna­þjón­ustan væri ekki útboðs­skyld. Þar sem samn­ing­ur­inn við Rauða kross­inn var aðeins fram­lengdur um tvo mán­uði varð að segja upp öllum fimmtán lög­fræð­ing­unum sem þar höfðu unnið að tals­manna­þjón­ust­unni.

Aftur á svip­aðar slóðir

Með þessu breytta fyr­ir­komu­lagi, að þjón­ustan verði hjá ein­stökum lög­fræð­ing­um, er hún komin á svip­aðan stað og hún var fyrir árið 2014. Það fyr­ir­komu­lag hefur Rauði kross­inn gagn­rýnt, m.a. í við­tölum við Kjarn­ann, og sagt að sjálf­stætt starf­andi lög­menn með mis­mikla þekk­ingu á mál­efnum flótta­fólks hafi séð um þjón­ust­una sem Útlend­inga­stofnun greiddi fyrir ákveðið marga klukku­tíma – oft án sam­hengis við eðli og umfang máls.

Í aug­lýs­ingu Útlend­inga­stofn­unar kemur fram að umsækj­endur skulu vera lög­fræð­ingar með þekk­ingu á málum er lúta að alþjóð­legri vernd og flótta­fólki. Þeir þurfa auk þess að hafa reynslu og hald­bæra þekk­ingu af stjórn­sýslu­rétti og þegar um er að ræða fylgd­ar­laust barn skulu tals­menn hafa sér­þekk­ingu á mál­efnum barna.

Upp­fylli lög­fræð­ingur hæf­is­skil­yrði er honum raðað á lista með öðrum tals­mönnum sem verður aðgengi­legur á heima­síðu Útlend­inga­stofn­un­ar.

Tryggja verði órofna þjón­ustu

Rauði kross­inn hefur einnig gagn­rýnt hversu stuttur tími á til­færslu þjón­ust­unnar sé til stefnu. Hund­ruð ein­stak­linga nýti sér tals­manna­þjón­ustu Rauða kross­ins núna.

„Við verðum að vona að dóms­mála­ráðu­neytið og rík­is­stjórnin hafi und­ir­búið þetta vel þótt okkur sé algjör­lega ókunn­ugt um það,“ sagði Atli Viðar Thorsten­sen, sviðs­stjóri á alþjóða­sviði Rauða kross­ins, við Kjarn­ann nýverið „og að umsækj­endur um vernd, fólk sem oft er ber­skjaldað og þolir ekki mikið rask, fái þá þjón­ustu sem þeir eiga rétt á.“

Hverjir eiga rétt á alþjóð­legri vernd?

Þeir sem sæta ofsóknum í heima­landi sínu eða eiga þar á hættu dauða­refs­ingu, pynd­ingar eða ómann­úð­lega eða van­virð­andi með­ferð eða refs­ingu eiga rétt á alþjóð­legri vernd sem flótta­menn hér á landi, segir á vef Útlend­inga­stofn­un­ar.

Rík­is­fangs­lausir ein­stak­lingar eiga rétt á alþjóð­legri vernd á grund­velli rík­is­fangs­leys­is.

Að auki er heim­ilt að veita umsækj­anda um alþjóð­lega vernd, sem ekki telst flótta­maður eða rík­is­fangs­laus, dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða standi til þess ríkar ástæður á borð við alvar­leg veik­indi eða erf­iðar aðstæður í heima­landi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent