Hanna Björg býður sig fram til formennsku í KÍ

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í sambandinu.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir.
Auglýsing

„Ef kennarar veita mér traust og þá er ég fús, viljug og áhugasöm um að leiða kennarastéttina næstu fjögur árin,“ skrifar Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambandsins, á Facebook-síðu sína í dag þar sem hún tilkynnir um þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til formanns sambandsins.

Auglýsing

Ragnar Þór Pétursson, formaður til fjögurra ára, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Það tilkynnti hann á föstudag og sagðist ætla að snúa aftur til kennslu.

Hanna Björg hefur vakið athygli í samfélaginu síðustu vikur eftir pistil sem hún skrifaði á Vísi í ágúst undir fyrirsögninni: Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Í kjölfar hans hófst mikil umræða í samfélaginu um ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni liðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta og viðbrögð KSÍ við þeim.

„Ég hef starfað með forystu framhaldsskólakennara lengur en ég man – farið í gegnum samninga, ósætti, sigra og ósigra,“ skrifar Hanna Björg í framboðstilkynningu sinni. „Sú reynsla og þekking á Kennarasambandinu er dýrmæt og ég tel að hún muni nýtast mér í frekara starf innan sambandsins og í þágu kennara. Allir kennarar á öllum skólastigum eru mikilvægir og ég mun sannarlega gera mér far um að vera málsvari allra.

Frá því ég hóf störf sem kennari hef ég haft áhuga og metnað fyrir bæði menntun í landinu og kjaramálum stéttarinnar. Það verður leiðarstef mitt ef kennarar treysta mér til forystu. Grundvöllur kraftmikillar kjarabaráttu er sterk sjálfsmynd stéttarinnar og rík fagvitund. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið.“

Frestur til að bjóða sig fram til formanns Kennarasambandsins rennur út 4. október.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent