Harðari verkfallsaðgerðir í uppsiglingu

14317521740_8a320556ce_z.jpg
Auglýsing

Starfs­greina­sam­bandið (SGS) boðar nú harð­ari verk­falls­að­gerð­ir, sem bresta munu á í lok mán­að­ar­ins og í maí­mán­uði, hafi ekki nást samn­ingar fyrir þann tíma. Um er að ræða mun harð­ari og umfangs­meiri aðgerðir en áður höfðu verið boð­að­ar, en í stað stað­bund­inna vinnu­stöðv­ana hefj­ast alls­herj­ar­verk­föll.

Aðgerð­irnar ná til yfir tíu þús­und félags­manna aðild­ar­fé­laga SGS og munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnu­staða um land allt. Atkvæða­greiðsla vegna verk­falls­boð­un­ar­innar hefst á mánu­dag­inn og lýkur á mið­nætti 20. apr­íl. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá SGS sem barst fjöl­miðlum nú fyrir skemmstu.

Þar seg­ir: „Ástæðan fyrir þessu fyr­ir­hug­uðu hertu verk­falls­að­gerðum Starfs­greina­sam­bands­ins eru m.a. til­raunir Sam­taka atvinnu­lífs­ins til að tefja fyrir atkvæða­greiðslum laun­þega­sam­taka og mik­ill bar­áttu­vilji meðal félags­manna aðild­ar­fé­laga Sam­bands­ins. Upp­haf­lega var áætlað að hefja vinnu­stöðv­anir um miðjan þennan mánuð en vegna úrskurðar Félags­dóms varð að hefja atkvæða­greiðslu um aðgerð­irnar upp á nýtt.“

Auglýsing

Meg­in­krafan SGS hefur verið hækkun grunn­launa sem liggja nú í rúmum 200 þús­und krónum fyrir fulla vinnu og að lág­marks­laun fari þannig upp í 300 þús­und krónur innan þriggja ára. Krafan er sett fram meðal ann­ars í ljósi mik­ils hagn­aðar fyr­ir­tækja og hækk­ana til hinna hæst laun­uðu í þjóð­fé­lag­inu, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu frá Starfs­greina­sam­band­inu.

Þar er haft eftir Birni Snæ­björns­syni, for­manni SGS: „Fólk er bara orðið reitt. Það er ekki hægt að lifa sóma­sam­legu lífi á þessum laun­um. Þegar við bæt­ast hækk­anir á mat­ar­skatti og hærri hús­næð­is­kostn­aður þá er ljóst að staða verka­fólks er orðin óvið­un­andi og það nær ein­fald­lega ekki að fram­fleyta fjöl­skyldum sín­um. [...] Miðað við for­sendur þær sem atvinnu­rek­endur hafa sett fram þá er verið að bjóða þessu fólki upp á nokkra þús­und kalla í hækk­un. Það sættir sig eng­inn við í okkar hópi og við erum því nauð­beygð að grípa til þess­ara aðgerða. Við vonum auð­vitað í lengstu lög að það megi forða verk­föll­um. Þau eiga alltaf að vera neyð­ar­úr­ræði. Það er hins vegar eng­inn bil­bugur á okkar fólki og við erum búin undir að þetta geti orðið löng orr­usta."

Skipu­lag verk­falls­að­gerð­anna:

30. apríl 2015 - Alls­herjar vinnu­stöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til mið­nættis sama dag.

6. maí 2015 - Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 6. maí).

7. maí 2015 - Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 7. maí).

19. maí 2015 - Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 19. maí).

20. maí 2015 - Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 20. maí).

26. maí 2015 - Ótíma­bundin vinnu­stöðvun hefst á mið­nætti aðfara­nótt 26. maí 2015.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None