„Harmleikurinn í þessu er að frú Holmes er bráðgáfuð“

Elizabeth Holmes, sem ætlaði að bjarga heiminum með byltingarkenndri blóðskimunartækni, var dæmd í 11 ára fangelsi á föstudag. Hún er ólétt af sínu öðru barni og á að hefja afplánun í lok apríl, skömmu eftir að barnið kemur í heiminn.

Elizabeth Holmes mætti í dómsal á föstudag í fylgd móður sinnar og eiginmanns. Holmes er komin um sex til sjö mánuði á leið með annað barn þeirra hjóna. Hún var dæmd í ellefu ára fangelsi og á að hefja afplánun 27. apríl.
Elizabeth Holmes mætti í dómsal á föstudag í fylgd móður sinnar og eiginmanns. Holmes er komin um sex til sjö mánuði á leið með annað barn þeirra hjóna. Hún var dæmd í ellefu ára fangelsi og á að hefja afplánun 27. apríl.
Auglýsing

„Ég er nið­ur­brotin vegna mis­gjörða minna,“ sagði tár­vot Eliza­beth Holmes í dóm­sal í Kali­forníu á föstu­dag þegar hún var dæmd til 11 ára fang­els­is­vistar fyrir að svíkja fjár­festa.

Dóm­ur­inn markar ákveðin kafla­skil í ára­langri umræðu um menn­ingu í Kís­ildalnum sem snýr að ýkjum og öfgum í frum­kvöðla­heim­in­um. Nið­ur­staða dóms­ins sendir skýr skila­boð til Kís­ildals­ins: Það eru afleið­ingar af því að ljúga að fjár­­­festum.

Holmes þráði frá unga aldri að „upp­götva eitt­hvað sem mann­kynið vissi ekki að væri mögu­leg­t“, eins og hún orð­aði það níu ára gömul í bréfi sem hún skrif­aði föður sín­um. Hún var sann­færð um að henni hefði tek­ist það þegar hún hætti í námi í efna­verk­fræði við Stan­for­d-há­skóla árið 2003 og stofn­aði líf­tækni­fyr­ir­tækiið Thera­nos, þá 19 ára göm­ul.

13 árum síðar kom hún af krafti inn í Kís­­ildal­inn þegar hún hélt því fram að hafa þróað bylt­ing­­ar­­kennda blóð­­skimun­­ar­­tækni sem gæti greint hund­ruð sjúk­­dóma, líkt og krabba­­mein og syk­­ur­­sýki, með örfáum blóð­­­drop­­um. Með þess­­ari bylt­ing­­ar­­kennda nýju tækni yrðu nálar úr sög­unni.

Það reynd­ist ekki rétt.

Auglýsing
En Holmes náði að sann­færa marga valda­­mikla ein­stak­l­inga til að fjár­­­festa í fyr­ir­tæk­inu eða sitja í stjórn þess. Eða hvort tveggja. Þeirra á meðal eru fjöl­miðla­jöf­­ur­inn Rupert Mur­doch og tækniris­inn Larry Elli­­son. Þá áttu tveir áhrifa­­miklir stjórn­­­mála­­menn sæti í stjórn Ther­a­nos, Henry Kis­s­in­­ger fyrr­ver­andi utan­­­rík­­is­ráð­herra og James Mattis fyrr­ver­andi varn­­ar­­mála­ráð­herra.

Metið á níu millj­arða doll­ara þegar best lét

Þegar best lét var Ther­a­nos metið á níu millj­­arða doll­­ara eða sem nemur rúm­lega 1.300 millj­­örðum króna. Árið 2015 fór að halla undan fæti þegar upp­­­ljóstr­­ari innan fyr­ir­tæk­is­ins steig fram og sagð­ist efast um grein­ing­­ar­tæki fyr­ir­tæk­is­ins.

The Wall Street Journal skrif­aði ítar­­legar frétta­­skýr­ingar um fyr­ir­tækið þar sem í ljós kom að helsta rann­sókn­ar­tæki Ther­a­nos, Edi­son-­vél­in, byggði á tækni og tækjum sem þegar voru aðgeng­i­­leg á mark­aði. Fljót­­lega kom í ljós að um stærð­­ar­innar blekk­ing­­ar­­leik var að ræða. Starfs­­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins var aft­­ur­­kallað árið 2016 og tveimur árum síðar var Ther­a­nos leyst upp.

Elizabeth Holmes og eiginmaður hennar, Billy Evans. Samband þeirra hófst eftir að starfsemi Theranos var lögð niður. Mynd: EPA

Holmes var hand­­tekin í júní 2018, sökuð um að hafa svikið fjár­­­festa um 945 millj­­ónir doll­­ara, sem nemur rúm­­lega 123 millj­­örðum króna. Holmes var látin laus gegn trygg­ingu og árið 2019 gift­ist hún William Evans, 27 ára erf­ingja Evans-hót­­el­keðj­unn­­ar. Þau eign­uð­ust son í júlí í fyrra. Nýtil­komið móð­­ur­hlut­verk Holmes var talið geta haft áhrif á ákvörðun kvið­­dóms­ins en svo virð­ist ekki hafa ver­ið.

Holmes var sak­felld í byrjun jan­úar en dómur var kveð­inn upp fyrir helgi. Hol­mes, sem er 38 ára, er ólétt af öðru barni þeirra hjóna. Aftur var þeirri spurn­ingu velt upp hvort barn­eignir myndu hafa áhrif á afstöðu dóm­ara þegar dómur var kveð­inn upp fyrir helgi. Óljóst er hversu langt hún er geng­in, og er það lík­lega af ásettu ráði sem Holmes gefur það ekki upp.

Afplánun hefst í lok apríl

Holmes á að hefja afplánun 27. apr­íl. Talið er að hún sé komin um sex til sjö mán­uði á leið sem þýðir að hún mun geta varið nokkrum vikum með nýfædda barn­inu áður en hún verður aðskilin frá fjöl­skyldu sinni meira og minna næstu ell­efu árin. Mögu­lega lengur þar sem í dómnum er fyr­ir­vari um áfram­hald­andi þriggja ára, en skil­orðs­bund­inn, dóm eftir að 11 ára afplánun lýk­ur.

Fast­lega er gert ráð fyrir að Holmes áfrýi nið­ur­stöðu dóms­ins en það ferli mun taka marga mán­uði. Lög­fræð­ingar hennar fóru fram á 18 mán­aða stofu­fang­elsi en sak­sókn­ari fór fram á 15 ára fang­els­is­vist, auk 800 millj­óna Banda­ríkja­dala í skaða­bætur til fjár­festa.

Áður en dóm­ar­inn, Edward Dav­ila, kvað upp dóm sinn á föstu­dag ávarp­aði Holmes dóm­sal­inn tár­vot og bað fjár­festa, starfs­fólk Thera­nos og þau sem höfðu nýtt sér tækn­ina afsök­un­ar.

„Það veldur mér djúpum sárs­auka að sjá hvað fólk gekk í gegnum af því að ég brást því,“ sagði Holmes.

Dóm­ar­inn sagði Holmes „bráð­gáf­að­an“ frum­kvöðul. Harm­leik­ur­inn í þessu máli, að mati dóm­ar­ans, er að Eliza­beth Holmes er bráð­gáf­uð.

„Mi­s­tök eru eðli­leg. En að mis­takast með því að svíkja fé út úr fólki er ekki í lag­i,“ sagði Dav­ila í beinu ávarpi til Holmes.

Dómur yfir “Sunn­y”Balwani kveð­inn upp í des­em­ber

Mál Holmes hefur vakið athygli um allan heim, ekki bara í Kís­ildaln­um. Hlað­varp og sjón­varps­þátta­röð að nafni „The Dropout“ hafa notið mik­illa vin­sælda. Í þátt­unum er farið yfir ferlið og þar spilar Ramesh “Sunny” Balwani, fyrr­ver­andi kær­asti og við­skipta­fé­lagi Hol­mes, stórt hlut­verk.

Amanda Seyfried og Naveen Andrews fara með hlutverk ELizabeth og Sunny í sjónvarpsþáttaröðinni The Dropout sem fjallar um ris og fall Theranos. Mynd: EPA

Í rétt­ar­höld­unum í jan­úar sak­aði Holmes Balwani um and­­legt ofbeldi og kyn­­ferð­is­­lega mis­­­notkun sem átti sér stað á þeim tíma sem hún á að hafa svikið fjár­­­festa. Holmes segir að ofbeldið hafi haft áhrif á and­­legt ástand hennar á þessum tíma.

Balwani, sem er 19 árum eldri en Hol­­mes, hefur neitað ásök­un­unum Holmes og sagt þær sví­virð­i­­leg­­ar. Balwani var, líkt og Hol­mes, sak­felldur fyrir að svíkja fjár­festa í sumar en dómur verður kveð­unn upp yfir honum í des­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent