Hataði gyðinga og vildi fara til Sýrlands og berjast

h_51801522-1.jpg
Auglýsing

Omar Abdel Hamid El-Hussein, mað­ur­inn sem skaut tvo menn til bana í Kaup­manna­höfn um helg­ina, hataði gyð­inga. Hann hafði einnig lýst yfir að hann vildi fara til Sýr­lands og berj­ast með liðs­mönnum ISIS, íslamska rík­is­ins. Tveir menn, grun­aðir um að hafa aðstoðað Omar Hussein voru í morgun úrskurð­aðir í tíu daga gæslu­varð­hald.

Rann­sókn dönsku lög­regl­unnar á morð­unum í Kaup­manna­höfn er komin í fullan gang. Fyrir utan að afla upp­lýs­inga um ferðir Omars Hussein dag­inn og nótt­ina örlaga­ríku kannar lög­reglan líka for­tíð hans, vina­tengsl og hvað eina sem varpað gæti ljósi á hvað það var sem leiddi til voða­verk­anna.

Omar Hussein var fæddur og upp­al­inn í Dan­mörku, af palen­stínsku bergi brot­inn og á einn yngri bróð­ur, for­eldr­arnir skildu. Hann var prýði­legur náms­maður og faðir hans sagði í stuttu við­tali við danskan fjöl­miðil að í æsku hefði ekk­ert bent til ann­ars en Omar yrði góður og gegn þjóð­fé­lags­þegn. Hann dvald­ist í Jórdaníu í þrjú ár, lauk aldrei dönsku grunn­skóla­prófi en stund­aði árið 2013 und­ir­bún­ings­nám við fram­halds­skól­ann í Hvidovre við Kaup­manna­höfn með það fyrir augum að kom­ast í háskóla­nám.

Auglýsing

Varð æstur ef minnst var á gyð­inga



Ekki liggur ljóst fyrir hvenær og hvernig hann leidd­ist út í afbrot en skóla­fé­lagar hans í Hvidovre segja að hann hafi lítt blandað geði við aðra nem­endur án þess þó að vera bein­línis utan­veltu. Hann hafi hatað gyð­inga og ef þau mál bar á góma varð hann æstur og óða­mála að sögn skóla­fé­lag­anna.

Í nóv­em­ber 2013 stakk hann mann í lærið með hnífi og fékk þá fang­els­is­dóm og var jafn­framt rek­inn úr skól­an­um. Hann losn­aði úr fang­els­inu fyrir nokkrum vikum en hafði iðu­lega talað um, meðan hann sat inni, að hann vildi gjarna fara til Sýr­lands og berj­ast með liðs­mönnum íslamska rík­is­ins.

Eftir að Omar losn­aði úr fang­els­inu bjó hann á Nørrebro í Kaup­manna­höfn en hafði ekki fasta vinnu. Hann hafði áður en hann hlaut dóm­inn fyrir hnífstung­una kom­ist nokkrum sinnum í kast við lögin og hlotið dóm fyr­ir.

Fang­els­is­mála­ráð til­kynnti lög­reglu um Omar Hussein



Fang­els­is­mála­ráð, sem fylgist með föngum í dönskum fang­elsum, hafði greint lög­reglu frá Omari Hussein. Ástæður þess voru ekki hvað síst öfga­fullar skoð­anir á gyð­ing­um. Ekki var þó talin ástæða til að fylgj­ast með honum enda slíkt ekki gert nema brýn ástæða sé til.

Fram hefur komið að þegar Omar Hussein gerði atlög­una að bæna­húsi gyð­inga var hann ekki með sama vopnið og þegar hann réðst að sam­komu­hús­inu á Aust­ur­brú. Vopnið sem hann not­aði í fyrra skiptið hefur fund­ist, það er mjög öfl­ugur hríð­skotariff­ill sömu gerðar og danski her­inn not­ar. Ekki er vitað hvernig mað­ur­inn komst yfir riffil­inn en hugs­an­legt er talið að honum hafi verið stolið úr geymslum hers­ins í Ant­vorskov á Vest­ur­-­Sjá­landi árið 2009. Þá var 44 rifflum af þess­ari gerð stolið það­an, ásamt fleiri vopnum og skot­fær­um.  Þjófarnir náð­ust og fengu þunga dóma en ein­ungis hluti vopn­anna fannst. Rann­sókn leiðir vænt­an­lega í ljós hvort riffl­inum hefur verið stolið frá hern­um. Lög­reglan hefur ekki látið neitt uppi um vopnið sem notað var í seinna skipt­ið.

Blómvöndur sem lagður hefur verið fyrir framan samkomuhúsið á Austurbrú, þar sem fyrri árásin átti sér stað. Blóm­vöndur sem lagður hefur verið fyrir framan sam­komu­húsið á Aust­ur­brú, þar sem fyrri árásin átti sér stað.

Hafði fata­skipti eftir fyrra til­ræðið



Tals­maður lög­reglu sagði á frétta­manna­fundi að Omar Hussein hefði greini­lega verið búinn að skipu­leggja vel þau ódæð­is­verk sem hann ætl­aði sér að fremja. Honum hefði verið full­kunn­ugt um að hann myndi sjást á eft­ir­lits­mynda­vélum sem eru mjög víða og fljót­lega eftir fyrra til­ræðið myndu birt­ast myndir sem sýndu dökkklædd­ann mann með rauða áber­andi húfu. Þess vegna hefði hann haft fata­skipti í milli­tíð­inni og klædd­ist þá ljós­grárri hettu­úlpu.

Fólk sem sá Omar Hussein á leið til sam­komu­húss­ins þekkti hann strax þegar mynd­irnar birt­ust ekki síst vegna húf­unn­ar. Lög­reglan átt­aði sig hins­vegar strax á því, eftir að hafa séð mynd­ir, úr eft­ir­lits­mynda­vél, af mann­inum í gráu hettu­úlp­unni að þarna var sami mað­ur­inn á ferð, þessar myndir birti lög­reglan í dag og lýsti jafn­framt eftir fleiri vitn­um.

Tveir úrskurð­aðir í gæslu­varð­hald



Eins og fram hefur komið fór Omar Hussein í íbúð­ar­hús á Nørrebro fljót­lega eftir fyrra til­ræð­ið. Þar stopp­aði hann stutt en fór síðan í annað hús skammt frá. Lög­regla sat svo fyrir honum og skaut hann til bana að morgni sunnu­dags. Fjórir menn voru síðar hand­teknir í íbúð­un­um, annarri eða báðum, en tveimur þeirra var sleppt eftir yfir­heyrsl­ur. Hinir tveir voru í dag úrskurð­aðir í tíu daga gæslu­varð­hald. Lög­regla telur að þeir hafi aðstoðað Omar Hussein við að kom­ast yfir áður­nefndan riffil (og ef til vill hitt vopnið líka) og þeir hafi skotið yfir hann skjóls­húsi, vit­andi hvað hann hafði aðhafst fyrr um dag­inn.

Vera má að lög­reglan hafi fleiri upp­lýs­ingar um menn­ina tvo þótt það hafi ekki verið látið uppi enn sem komið er. Verði þeir ákærðir og fundnir sekir um að taka þátt í hryðju­verkum bíða þeirra þungir dóm­ar. Verði nið­ur­staðan sú að þeir hafi aðstoðað hryðju­verka­mann, eða menn, er refs­ingin væg­ari en eigi að síður margra ára fang­elsi.

Á net­kaffi áður en hann réðst að bæna­hús­inu.



Meðal þess sem rann­sókn lög­reglu bein­ist að er hvar Omar Hussein hélt sig seinni part laug­ar­dags­ins, eftir fyrra til­ræðið og áður en hann fór niður í Krystal­gade og réðst að bæna­hús­inu. Fyrr í dag greindi lög­regla frá því að hann hefði verið á net­kaffi á Nørrebro í að minnsta kosti hálfa klukku­stund á laug­ar­dags­kvöld­ið. Hvort hann var þar einn á ferð eða ekki liggur ekki fyrir enn sem komið er.

Búast má við að lög­reglu­rann­sókn taki marga mán­uði. Tals­maður lög­reglu hefur ekki viljað segja neitt um það annað en að þar sé mikið verk fyrir hönd­um. Hann gat þess líka að það væri sér­stakt rann­sókn­ar­efni að kom­ast að því hvað það væri sem fengi unga menn til voða­verka eins og hér hefðu verið fram­in.

Minn­ing­ar­stundir



Mörg þús­und manns lögðu í gær leið sína að sam­komu­hús­inu á Aust­ur­brú og að bæna­hús­inu við Krystal­ga­de.

Minn­ing­ar­stundir fara fram í kvöld á all­mörgum stöðum í Dan­mörku. Búist er við miklu fjöl­menni á Aust­ur­brú en verða danskir þing­menn og ráð­herr­ar, sendi­herrar erlendra ríkja og fjöl­margir erlendir gest­ir. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra og Dagur B. Egg­erts­son verða við­stadd­ir. Danski fán­inn hefur verið í hálfa stöng á opin­berum bygg­ingum og stofn­unum um allt land í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None