Hátíðarræður skili sér ekki alltaf í aðgerðir

Ýmsir þingmenn töluðu um jafnrétti á þingi í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þingmaður Pírata sagði m.a. að hátíðarræðurnar skiluðu sér ekki alltaf í aðgerðirnar sem þyrfti að grípa til í þessum málefnaflokki.

Mótmæli í Madríd á Spáni 7. nóvember 2016 Mynd: EPA
Auglýsing

Alþjóð­legur bar­áttu­dagur kvenna er í dag, 8. mars, og nýttu margir þing­menn tæki­færið og fjöll­uðu um jafn­rétti í ræðum sínum undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Margt bar á góma, til að mynda hræði­legar aðstæður kvenna í Úkra­ínu, líf­eyr­is­rétt­indi fátækra kvenna á Íslandi, öryggi þeirra í heil­brigð­is­kerf­inu og sam­hengi jafn­réttis og lofts­lags­mála.

Jódís Skúla­dóttir þing­maður Vinstri grænna reið á vaðið og sagði í sinni ræðu að jafn­rétt­is­bar­áttan næði til allra sviða sam­fé­lags­ins.

„Hvort sem við horfum til kyn­bund­ins ofbeld­is, launa­mun­ar, á vinnu­mark­að­inn eða fjöl­skyldu­líf eigum við víða langt í land. Mig langar að fjalla hér aðeins um einn afmark­aðan þátt er varðar stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu. Konur eiga oft og tíðum erfitt upp­dráttar í heil­brigð­is­kerf­inu, á þær er síður hlustað og kven­sjúk­dómar fá minna vægi en aðrir sjúk­dóm­ar. Kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu í stórri kanadískri rann­sókn að konur sem voru skornar upp af karl­kyns skurð­læknum væru 15 pró­sent lík­legri til að hljóta slæma útkomu miðað við konur sem voru skornar upp af kven­kyns skurð­lækn­i,“ sagði hún.

Auglýsing

Benti Jódís á að sami munur hefði ekki komið upp milli kyns læknis þegar útkomur karla voru skoð­að­ar. „Konur undir fimm­tugu voru lík­legri til að deyja ára­tug­inn eftir hjarta­á­fall en karl­ar. Mögu­legar ástæður eru mis­mun­andi með­ferðir í kjöl­far áfall­anna. Í Bret­landi eru 28,1 pró­sent botn­langa­skurða kvenna óþarfir miðað við 12 pró­sent hjá körl­um. Talið er að hægt væri að lækka þessa tölu veru­lega með því að skoða fyrst aðrar orsakir, til dæmis tíða­verki, blöðrur á eggja­stokkum og fleira.“

Jódís Skúladóttir Mynd: Bára Huld Beck

Greindi hún frá því að á dög­unum hefði ung kona fallið frá hér á landi sem ekki fékk áheyrn fyrr en of seint. „Hún er ekki sú fyrsta og verður ekki sú síð­asta. Í dag er Alþjóða­dagur kvenna en jafn­framt er þetta afmæl­is­dagur Rót­ar­inn­ar, félags um vel­ferð og lífs­gæði kvenna, sem fagnar níu ára afmæli. Við eigum að styðja við rann­sókn­ir, heyra í konum og tryggja jafna og örugga heil­brigð­is­þjón­ustu óháð kyn­i.“

Hætta á bakslagi

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata fjall­aði næst um jafn­rétt­is­mál og sagði að rétt væri að þakka fyrir þá bar­áttu sem hefði skilað sam­fé­lag­inu á þann stað sem það væri í dag.

„Ára­tuga­bar­átta fyrir jafn­rétti og bættu sam­fé­lagi hefur skilað – ja, ég er ekki stærð­fræð­ingur en ég myndi segja svona milljón sinnum betra sam­fé­lagi en ella. Vand­inn er hins vegar að bar­átta fyrir mann­rétt­indum er þannig að um leið og okkur finnst við vera komin í höfn þá hættir okkur við bakslagi. Okkur hættir til að halda að rétt­inum sé náð og þar með þurfi ekki að berj­ast leng­ur,“ sagði hann.

Þannig telur hann til að mynda að það sé tví­eggjað sverð að Ísland mælist alltaf efst á jafn­rétt­is­vísi World Economic Forum af því að það geti tamið þeim sem halda um stjórn­ar­taumana ákveðna væru­kærð. Hér sé jafn­réttispara­dís. Það segi þeir yfir­leitt á erlendri grundu og trúi því kannski þegar heim er kom­ið.

Andrés Ingi Jónsson Mynd: Bára Huld Beck

„En hátíð­ar­ræð­urnar skila sér ekki alltaf í aðgerð­irnar sem við þurfum að grípa til. Ég fletti í gegnum hvað gert var á síð­asta kjör­tíma­bili og fann til dæmis þings­á­lyktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleið­ingum þess, fram­kvæmda­á­ætlun í jafn­rétt­is­málum og þings­á­lyktun um for­varnir meðal barna og ung­menna gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi og áreitni.

Allt fínar áætl­anir en, eins og fram kom í sam­ráðs­ferli áður en málin komu til þings­ins, ekki nógu metn­að­ar­fullar og ekki nægi­lega fjár­magn­að­ar. Rík­is­stjórnin brást ekki við þessum ábend­ingum á sam­ráðs­stigi heldur skil­aði hún til þings­ins ein­hverju moð­volgu áætl­ana­dóti sem þingið lag­aði stundum og stundum ekki,“ sagði Andrés Ingi.

Velti hann að end­ingu því fyrir sér hvort ekki væri kom­inn tími til þess að bar­áttan fyrir jafn­rétti skil­aði sér, ekki bara í hátíð­ar­ræðum ráða­manna heldur einnig í þeim aðgerðum sem þeir legðu til á þing­inu.

„Leggjum okkar á vog­ar­skál­arnar til að styðja úkra­ínskar kon­ur“

Líneik Anna Sæv­ars­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sagði að á alþjóð­legum bar­áttu­degi kvenna væri til­efni til að fagna árangri í jafn­rétt­is­málum og benda á verk sem þarf að vinna.

„Jafn­rétti kemur ekki af sjálfu sér, það er stöðug vinna að við­halda árangri og berj­ast fyrir frekara jafn­rétti. Það er fjöl­breytt sam­fé­lags­legt verk­efni á heims­vísu og því miður eru ekki ein­ungis stigin fram­fara­skref, stundum förum við mörg skref til baka.

Stríðið í Úkra­ínu er slíkt bakslag. Það bitnar á venju­legu fólki og þar með á jafn­rétti. Fjöl­skyldur sundrast, konur og börn verða illa úti. Það er því vel við hæfi að UN Women á Íslandi beini sjónum að stöðu kvenna og stúlkna í Úkra­ínu í til­efni dags­ins. Hjá UN Women er unnið að því alla daga árs­ins að tryggja rétt­indi kvenna og stúlkna um allan heim og þrýsta á aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna að virða sátt­mála sem varðar rétt­indi kvenna og stúlkna. Stríði fylgja auknar líkur á kyn­bundnu ofbeldi, man­sali og almennri neyð. Það eru því miður farnar að ber­ast fréttir af því að lík­amar kvenna séu orðnir vett­vangur stríðs­á­taka í Úkra­ínu eins og alla tíð hefur tíðkast í stríði. Konur neyð­ast til að flýja heim­ili sín með ung börn, skilja eftir syni og maka, syni sem þær höfðu von­ast eftir að fylgj­ast með í íþrótt­um, námi og starfi en ekki í stríðs­á­tök­um, maka og bræður sem þær vita ekki hvort þær sjá aft­ur,“ sagði hún.

Líneik Anna Sævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Telur Líneik Anna að stuðn­ingur mið­aður að þörfum kvenna sé brýnn, ekki síst til þeirra jað­ar­settu. „Leggjum okkar á vog­ar­skál­arnar til að styðja úkra­ínskar konur og stuðlum að því að þær fái tæki­færi til að vinna að friði, fái að koma að borð­inu. Friður er grund­völlur jafn­rétt­is.“

Hópur kvenna unnið sér inn lítil eða engin rétt­indi til greiðslna úr líf­eyr­is­sjóðum

Oddný G. Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði að þegar mik­il­vægar ákvarð­anir eru teknar væri nauð­syn­legt að við borðið sætu bæði karlar og konur og raddir allra heyrð­ust vel.

„Borðin geta verið marg­vís­leg: rík­is­stjórn­ar­borð­ið, fund­ar­borð sveit­ar­stjórna, borðið þar sem samið er um kaup og kjör og eld­hús­borðið þar sem verkum er skipt á fjöl­skyldu­með­limi. Þetta á líka við um borðið þar sem reynt er að semja um frið á milli stríð­andi fylk­inga. Á myndum af þeim sem sitja við samn­inga­borðið og reyna að semja um frið í stríði rúss­neska hers­ins í Úkra­ínu sjást engar kon­ur, sem sýnir okkur mjög skýrt að við eigum langt í land að ná jafn­vægi í þessum efn­um. Og á fleiri sviðum eigum við langt í land.

Launa­munur hér á landi er enn mik­ill á milli karla og kvenna sem er mis­munun sem fylgir konum ævina út. Lægri laun og hluta­störf gefa lægri líf­eyri við starfs­lok. Það er aug­ljóst mál.“

Oddný Harðardóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún vildi við til­efnið sér­stak­lega ræða um fátækar konur á Íslandi. „Á lág­marks­launum búa þær við mjög kröpp kjör og þær sem þurfa að treysta á greiðslur Trygg­inga­stofn­unar eru í enn verri mál­um. Um 70 pró­sent líf­eyr­is­þega sem búa við lök­ustu kjörin eru konur sem voru í hluta­störfum eða heima­vinn­andi á árum áður. Meðal þeirra sem eru allra verst settar eru konur af erlendum upp­runa. Þessi hópur kvenna hefur unnið sér inn lítil eða engin rétt­indi til greiðslna úr líf­eyr­is­sjóðum og þær hafa mjög tak­mörkuð efni og úrræði til fram­færslu. En stjórn­völd virð­ast ekki hafa frétt af þeirra vanda. Bar­áttan gegn tekju­ó­jöfn­uði og kynja­mis­munun stendur yfir og Sam­fylk­ingin mun ótrauð halda jafn­rétt­is­bar­átt­unni áfram,“ sagði Odd­ný.

Getum ekki unnið með lofts­lags­mál án þess að vinna líka með jafn­rétti kynj­anna

Eva Dögg Dav­íðs­dóttir þing­maður Vinstri grænna fannst vert að staldra við skörun lofts­lags­breyt­inga og kynja­jafn­réttis á bar­áttu­degi kvenna.

„Lofts­lags­breyt­ingar eru, eins og við þekkj­um, ekki rétt­lát­ar. Þótt þurrkar, flóð og aftaka­veður hafi áhrif á alla jörð­ina er stað­reyndin sú að fátæk­ustu og jað­ar­sett­ustu svæði heims, sem bera í raun minnsta ábyrgð á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu, verða verst fyrir barð­inu á áhrifum lofts­lags­vár­inn­ar. Konur eru sér­stak­lega jað­ar­settar í þessu sam­hengi. Rann­sóknir hafa sýnt að á heims­vísu eru konur lík­legri til að verða fyrir nei­kvæðum áhrifum vegna lofts­lags­breyt­inga og á sama tíma ná lofts­lags­að­gerðir oft ekki til þeirra.

Það er orðið deg­inum ljós­ara að við getum ekki unnið með lofts­lags­mál án þess að vinna líka með jafn­rétti kynj­anna og öfugt, því að þó að konur séu að mörgu leyti fórn­ar­lömb lofts­lags­breyt­inga eru þær líka hluti af lausn­inni. Rann­sóknir sýna að lofts­lags­að­gerðir á við­kvæmum svæðum styrkj­ast undir for­ystu kvenna og eru lík­legri til lang­tíma­ár­ang­urs. Að sama skapi getur virk þátt­taka kvenna verið vald­efl­andi fyrir þær í sam­fé­lag­inu og þannig aukið jafn­rétt­i,“ sagði hún.

Eva Dögg Davíðsdóttir Mynd: Skjáskot/Alþingi

Nefndi hún skýrsla milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál, sem kom út í síð­ustu viku, og benti á að þar væri mikil áhersla lögð á þátt­töku kvenna í lofts­lags­að­gerð­um. Hún sagði að hlut­verk kvenna sem frum­kvöðlar þegar kemur að aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum á jað­ar­settum svæðum myndi skipta lyk­il­máli nú þegar afleið­ingar lofts­lags­vár­innar raun­ger­ast í auknum mæli.

„Þetta er nokkuð sem við hér á Íslandi þurfum að halda á lofti og getum stutt við, til dæmis í gegnum þró­un­ar­að­stoð. Lofts­lags­málin munu setja mark sitt á þró­un­ar­að­stoð næstu árin. Það er mik­il­vægt að vest­rænar þjóðir styðji jað­ar­sett­ari svæði í aðlög­un­ar­að­gerðum og í því sam­hengi er gríð­ar­lega mik­il­vægt að við gætum þess að þessar aðgerðir taki mið af jafn­rétt­i,“ sagði Eva Dögg.

Konur beittar grófu kyn­ferð­is­of­beldi – allt í þágu valds, ofbeldis og stríðs

„Til ham­ingju með dag­inn, alþjóð­legan bar­áttu­dag kvenna sem helg­aður er bar­áttu kvenna fyrir jafn­rétti, jöfn­uði og friði svo að eitt­hvað sé nefn­t,“ sagði Helga Vala Helga­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í ræðu sinni á þingi í dag. „Já, konur hafa verið í far­ar­broddi öldum saman þegar kemur að bar­áttu fyrir jöfn­uði, jafn­rétti, vel­ferð og friði. Það eru ekki konur sem leiða þjóðir í stríð. Það eru hins vegar konur sem leiða vinnu við að veita skjól.“

Hún vildi vekja athygli á þeirri hræði­legu stað­reynd að það þyrfti ekki viku af inn­rás­ar­stríði Rússa í Úkra­ínu þar til kven­lík­am­inn væri orð­inn að víg­velli í því hrylli­lega stríði.

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Bára Huld

„Konur og stúlkur eru beittar grófu kyn­ferð­is­of­beldi og lim­lest­ing­um, allt í þágu valds, ofbeldis og stríðs og gert til að veikja varnir full­valda þjóð­ar. Þetta er því miður órjúf­an­legur fylgi­fiskur stríðs­á­taka þar sem vopnum er beitt en einnig ráð­ist með mik­illi grimmd gagn­vart því allra heilag­asta. Sví­virðan er algjör. Það virð­ist allt leyfi­legt í þessum grimmi­lega hern­aði brjál­aðs manns. Við skulum muna þetta. Við skulum alltaf hafa það í huga, þegar við erum að ræða stríðið í Úkra­ínu, að einskis er svif­ist. Við eigum að gera allt til að stöðva þetta stríð, við eigum að gera allt sem í okkar valdi stend­ur,“ sagði Helga Vala.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent