Heiða Björg nýr skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu.

Heiða Björg Pálmadóttir
Heiða Björg Pálmadóttir
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálma­dóttur í emb­ætti skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu inn­viða heil­brigð­is­þjón­ustu í ráðu­neyt­inu.

Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Alls bár­ust 18 umsóknir um emb­ættið en umsókn­ar­frestur rann út þann 21. júní síð­ast­lið­inn. Ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd um skipun í emb­ættið mat Heiðu „mjög vel hæfa til að gegna emb­ætt­in­u“. Skipað verður í emb­ættið til fimm ára.

Auglýsing

„Heiða Björg lauk emb­ætt­is­prófi í lög­fræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og hlaut leyfi til starfa sem hér­aðs­dóms­lög­maður árið 2008 og leggur nú stund á dokt­ors­nám í lög­fræði við Háskól­ann í Reykja­vík. Hún hefur gegnt emb­ætti for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu frá árinu 2018. Áður starf­aði hún um ára­bil sem yfir­lög­fræð­ingur á sömu stofn­un. Hún hefur starfað sem stunda­kenn­ari við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík og við félags­vís­inda­svið Háskóla Íslands, starf­aði sem lög­fræð­ingur hjá Umboðs­manni alþingis 2006-2008 og gegndi lög­fræði­störfum á sjúkra­trygg­inga­sviði Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins 2005-2008,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Í umsögn ráð­gef­andi nefndar segir að Heiða Björg hafi afburða þekk­ingu á sviði opin­berrar stjórn­sýslu. Þá hafi hún sem for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu og yfir­lög­fræð­ingur á stofn­un­inni þar sem starfa rúm­lega 100 starfs­menn við flókna og við­kvæma starf­semi, öðl­ast góða stjórn­un­ar­reynslu, auk þekk­ingar og reynslu í opin­berum fjár­málum og rekstri. Jafn­framt er bent á að hún hafi borið ábyrgð á og stýrt stefnu­mótun stofn­un­ar­innar á tímum mik­illa breyt­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent