Helga leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi

Árni Múli Jónasson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi og fyrrverandi oddviti Bjartrar framtíðar, er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Aldís Schram er einnig á lista.

Sjö efstu í NV.jpg
Auglýsing

Helga Thor­berg, leik­kona og garð­yrkju­fræð­ing­ur, leiðir fram­boðs­lista Sós­í­alista­flokks Íslands í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, en hann var kynntur í dag. Þar með hefur flokk­ur­inn kynnt alla fram­boðs­lista sína fyrir kom­andi kosn­ing­ar, sem fara fram 25. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Í öðru sæti á list­anum er Árni Múli Jón­as­son, mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur sem starfar sem fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar. Árni Múli er ekki ókunn­ugur stjórn­mála­starfi en hann starf­aði um tíma sem póli­tískur ráð­gjafi þing­flokks Bjartrar fram­tíðar og aðstoð­ar­maður for­manns flokks­ins þegar sá flokkur átti full­trúa á Alþingi. Þá leiddi hann lista Bjartar fram­tíðar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi árið 2013 en náði ekki inn á þing. Árni Múli var einnig í heið­ur­sæti á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu í kosn­ing­unum 2016. Þá starf­aði hann um tíma sem bæj­ar­stjóri Akra­ness og sem fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar Tran­sparency International.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu frá Sós­í­alista­flokknum er haft eftir Helgu, odd­vita flokks­ins í kjör­dæm­inu, að græðgi, taum­laus neysla og virð­ing­ar­leysi við móðir jörð sé á góðri leið með að útrýma öllu lífi á jörð­inni „Það er á ábyrgð stjórn­valda að grípa til aðgerða til að sporna við eyði­legg­ing­unni. Það er hins vegar okkar ábyrgð að velja þá sem fara með vald­ið. Þess vegna þurfum við stjórn­völd sem eru til­búin til að fara í þær rót­tæku breyt­ing­ar, stjórn­völd sem eru ekki að þjóna auð­vald­inu heldur almenn­ingi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sós­í­alista­flokks­ins, veljum við efna­hags­kerfi sem byggir á líf­væn­legum gildum fyrir fjöld­ann – en ekki sér­hags­munum fárra. Rót­tækra aðgerða er þörf – ég ætla að leggja því lið.“

Hún segir að það sé okkar að tryggja að börnin okkar og barna­börn eigi líf­væn­lega fram­tíð. „Það verður að grípa til rót­tækra aðgerða til að koma í veg fyrir hörmu­legar afleið­ingar af þeim lífsmáta sem kap­ít­al­ism­inn hefur leitt yfir heims­byggð­ina og birt­ast okkur í fréttum á hverjum degi. Ég hef tíma, brenn­andi áhuga og bar­áttu­vilja.“

Í þriðja sæti er Sig­urður Jón Hreins­son, véla­hönn­uður og bæj­ar­full­trúi og í fjórða sæti er Aldís Schram lög­fræð­ing­ur. List­anum er, líkt og öðrum fram­boðs­listum Sós­í­alista­flokks­ins, stillt upp af slembivöldum hópi meðal félaga flokks­ins.

Listi Sós­í­alista­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi:

 1. Helga Thor­berg, leik­kona og garð­yrkju­fræð­ingur
 2. Árni Múli Jón­as­son, mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri Þroska­hjálpar
 3. Sig­urður Jón Hreins­son, véliðn­fræð­ingur og bæj­ar­full­trúi
 4. Aldís Schram, lög­fræð­ingur og kenn­ari
 5. Berg­vin Eyþórs­son, þjón­ustu­full­trúi og vara­for­maður Verka­lýðs­fé­lags Vest­fjarða
 6. Guðni Hann­es­son, ljós­mynd­ari
 7. Ágústa Anna Ómars­dótt­ir, lyfja­tæknir
 8. Sig­ur­björg Magn­ús­dótt­ir, eft­ir­launa­kona
 9. Jónas Þor­valds­son, sjó­maður
 10. Valdi­mar Arn­þór And­ers­sen, heima­vinn­andi hús­faðir
 11. Guð­rún Berg­mann Leifs­dótt­ir, lista­kona
 12. Magnús A. Sig­urðs­son, minja­vörður vest­ur­lands
 13. Dröfn Guð­munds­dótt­ir, kenn­ari
 14. Ind­riði Aðal­steins­son, bóndi
 15. Fjóla Heið­dal Stein­ars­dótt­ir, háskóla­nemi
 16. Finnur Torfi Hjör­leifs­son, lög­fræð­ing­ur, eft­ir­launa­maður

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent