Helmingi færri viðvaranir vegna veðurs

Veðurstofan gaf út um helmingi færri viðvaranir vegna veðurs frá fyrsta degi vetrar og til sumardagsins fyrsta í ár en á sama tímabili í fyrra. Á nýliðnum vetri voru viðvaranirnar 189 talsins en óveðursveturinn 2019-2020 voru þær 354.

Gervitunglamynd tekin í apríl á síðasta ári. Falskir litir, eins og það er kallað, eru notaðir til að gera greinarmun á ís og snjó annars vegar og skýjum hins vegar.
Gervitunglamynd tekin í apríl á síðasta ári. Falskir litir, eins og það er kallað, eru notaðir til að gera greinarmun á ís og snjó annars vegar og skýjum hins vegar.
Auglýsing

Á nýliðnum vetri gaf Veðurstofa Íslands út 189 viðvaranir vegna veðurs. Er þá miðað við tímabilið frá og með fyrsta vetrardegi og til hins fyrsta sumardags samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Á sama tíma í fyrra voru viðvaranirnar mun fleiri eða 354. Þá voru því gefnar út tæplega 50 prósent fleiri viðvaranir en á þeim vetri sem nú er nýliðinn. Ef horft er til vetrarins 2018-2019 voru viðvaranirnar 211 talsins.

Auglýsing

Í gögnum sem Veðurstofan tók saman fyrir Kjarnann kemur fram að flestar viðvaranir í vetur voru gefnar út á spásvæðinu Austfjörðum eða 23. Þar urðu gríðarlegar rigningar í desember sem ollu miklum skriðuföllum á Seyðisfirði. Í fyrra voru þær 25, lítið eitt fleiri en þegar horft er til annarra landsvæða kemur meiri staðbundinn munur í ljós. Þannig voru átján viðvaranir vegna veðurs gefna út á höfuðborgarsvæðinu veturinn 2019-2020 en aðeins sex í ár.

Enn meiri munur sést á t.d. Suðurlandi þar sem 38 viðvaranir voru gefnar út í fyrra en fimmtán í ár og á Norðurlandi vestra voru þær 38 í fyrra en 22 í ár. Vestfirðirnir skera sig einnig úr en þar var gefin út 41 viðvörun í fyrra en 22 í ár. Undangengna þrjá vetur hafa flestar veðurviðvaranir einmitt verið gefnar út þar eða samtals 83. Suðausturland fylgir þar fast á eftir með 81 viðvörun.

Færir fjallvegir

[Veturinn sem við höfum nýverið kvatt var að mörgu leyti nokkuð sérstæður. Fyrst ber að nefna hina sögulegu úrkomu á Seyðisfirði sem kom á „rakafæribandi“ með austanáttinni – eins og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og ritstjóri Bliku.is lýsti því í samtali við Kjarnann nýverið.

Þá voru fyrstu mánuðir ársins nær snjólausir í Reykjavík og víðar á suðvestanverðu landinu var snjólétt. Hellisheiði var til dæmis aldrei ófær í fyrravetur en henni var lokað tólf sinnum í sex klukkutíma eða lengur í senn í fyrravetur. Sömu sögu er að segja af Mosfellsheiðinni. Vegagerðin þurfti aldrei að loka henni en hins vegar sextán sinnum í fyrra – illviðraveturinn 2019-2020. Holtavörðuheiðinni var lokað sjö sinnum á nýliðnum vetri en sautján sinnum í fyrra og Steingrímsfjarðarheiði var lokað fimmtán sinnum en í fyrravetur 35 sinnum.

En þegar austar dregur kemur upp önnur mynd. Vegagerðin lokaði til að mynda Fjarðarheiði tuttugu sinnum í vetur eða lítið eitt sjaldnar en í fyrravetur þegar hún var ófær 26 sinnum.

Svalt vor eftir mildan vetur

Kyrrlátir vordagar hafa einkennt veðrið suðvestanlands síðustu daga en engu að síður hefur verið kalt í veðri. Kalt loft liggur enda yfir landinu sem valdið hefur næturfrosti, jafnvel um allt land. Horfurnar eru í svipuðum dúr: á miðvikudag, fimmtudag og föstudag spáir Veðurstofan áfram bjartviðri á Suður- og Vesturlandi en stöku éljum við suðurströndina. Hiti verður frá frostmarki og upp í átta stig þegar litið er til alls landsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent