Helmingur Íslendinga á 750 þúsund eða minna

kronurVef.jpg
Auglýsing

Helm­ingur fólks á Íslandi á 750 þús­und krónur eða minna, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem lesa má útúr gögnum frá Rík­is­skatt­stjóra. Þar af eru 30 pró­sent þjóð­ar­innar sem eiga minna en ekk­ert, en RÚV gerði að umtals­efni í umfjöllun sinn í gær að eitt pró­sent þjóð­ar­innar ætti tæp­lega fjórð­ung af öllum auði þjóð­ar­inn­ar, og setti meðal ann­ars í sam­hengi við rann­sókn mann­úð­ar­sam­tak­anna Oxfam, sem kynnt var árlegum fundi í Davos í Sviss þar sem rík­asta fólkið í heim­inum fundar með þjóð­ar­leið­tögum og fleirum, á þriggja daga fund­i um stöðu mála í heim­in­um. Sam­kvæmt henni á rík­asta eitt pró­sent jarðar um helmn­ing auðs í heim­in­um, og 80 rík­ustu ein­stak­ling­arnir eiga meira en fátæk­asti helm­ingur jarð­ar­búa.

Í frétt RÚV frá í gær kom fram að rík­asta eitt pró­sentið á Íslandi, um 1.900 skatt­greið­end­ur, á að með­al­tali 244 millj­ónir króna umfram skuld­ir. Hið ríka eina pró­sent á því tæp­lega 23% alls auðs lands­manna.

Þessi mynd var birt í frétt Tryggva Aðalbjörnssonar fréttamanns, í fréttatíma RÚV í gær. Hún sýnir skiptingu auðs þjóðarinnar. Þessi mynd var birt í frétt Tryggva Aðal­björns­sonar frétta­manns, í frétta­tíma RÚV í gær. Hún sýnir skipt­ingu auðs þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Sú fjöl­skylda eða sá ein­stak­lingur sem er akkúrat í miðj­unni á um 750 þús­und krónur umfram skuld­ir.

Í frétt RÚV, frá því í gær, kom fram að sam­kvæmt gögn­unum sá hluti eigna sem væri í verð­bréfum væri skráður á nafn­virði, sem oft er aðeins hluti af raun­veru­legu verð­mæti þeirra. Að  teknu til­liti til þess getur mun­ur­inn á eigna­stöðu hinna rík­ustu og þeirra sem minnst eiga, verið enn meiri. Upp­lýs­ingar um eigna­stöðu fólks, eftir því hvort það á hús­næði eða ekki, má sjá hér í gögnum sem Páll Kol­beins tók saman fyrir Alþingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – The Societal Impact of a Pandemic
Kjarninn 1. apríl 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Comparative Sociology is Sociology
Kjarninn 1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Kristbjörn Árnason
Mannlegir kingsarar vikunnar.
Leslistinn 31. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None