Herferð til að koma í veg fyrir ofbeldi og gera borgir öruggari

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) hófst í dag og stendur yfir næstu daga. Mark­mið verk­efn­is­ins er að skapa kon­um, ung­lingum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi.

Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women. Inga Dóra Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra UN Women.

Hjarta her­ferð­ar­innar eru þrjú gagn­virk mynd­bönd sem segja þrjár stuttar sögur úr íslenskum raun­veru­leika. Mynd­böndin sýna þrjár konur á mis­mun­andi aldri í mis­mun­andi aðstæður sem verða fyrir mis­mun­andi kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Sá sem horfir á mynd­bandið sér atburð­ar­rás­ina á tölvu­skjánum sínum og með því að para snjall­sím­ann sinn saman við mynd­bandið getur við­kom­andi einnig séð sjón­ar­horn ger­and­ans í mynd­bönd­unum þrem­ur. Sím­inn og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Tjarn­ar­gatan fram­leiddu mynd­bönd­in.

Auglýsing

Hægt er að horfa á mynd­bandið á heima­síðu her­ferð­ar­innar hér.

Hægt er að styrkja her­ferð­ina með því að senda sms-ið orugg­borg í síma­núm­erið 1900.

Ofbeldi gegn konum er heims­far­aldurÍ til­kynn­ingu vegna her­ferð­ar­innar segir Inga Dóra Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra UN Women, að ofbeldi gegn konum sé heims­far­ald­ur. „Ó­hætt er að segja að það ríki neyð­ar­á­stand í stór­borgum víðs­vegar um heim­inn þar sem konur og stúlkur eiga erfitt með að ferð­ast til og frá vinnu eða sækja skóla vegna ótta við ofbeldi og áreitni í almenn­ings­rým­um. Meira að segja í örugg­ustu borgum heims eins og Reykja­vík verða konur fyrir ofbeldi af ýmsu tag­i.“

Orri Hauksson, forstjóri Símans. Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans.

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, tekur í sama streng og segir að ofbeldi gegn konum sé alþjóð­legt vanda­mál sem við­gengst í öllum sam­fé­lög­um. „­Með þessu átaki tökum við hjá Sím­anum höndum saman við UN Women við að vekja athygli á því að þetta er sam­fé­lags­legt mein hér á Íslandi, ekki síður en ann­ars stað­ar. Afrakst­ur­inn rennur svo þangað sem hans er mest þörf.“

Reykja­vík­ur­borg mun í næstu viku skrifa undir samn­ing um að höf­uð­borg lands­ins verði örugg borg. Þar með gengur hún í hóp 18 borga víðs­vegar um heim­inn sem hafa heitið hinu sama.

Á meðan að her­ferðin stendur yfir munu fjöl­margir pistlar um öruggar borgir birt­ast á heima­síðu Kjarn­ans. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­lega verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á  heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None