Herskáir Talíbanar drápu 145, þar af 132 börn

000-TS-Del6378968.jpg
Auglýsing

Her­skáir Talí­banar í Pakistan gerðu árás á skóla í Pes­hawar í Pakistan í morgun sem kost­aði 145 líf­ið, þar af 132 börn. Ekki er ólík­legt að tala lát­inna muni hækka, sam­kvæmt frá­sögnum fjöl­miðla. Sam­tals eru 114 slas­aðir og særðir en árás­ar­menn­irnir voru vopn­aðir skot­vopnum með sprengju­vesti um sig og strá­felldu börn, kenn­ara og starfs­fólk með skot­hríð. Þeir færðu sig á milli skóla­stofa og reyndu að skjóta alla sem þeir sáu, sam­kvæmt frá­sögn vitna og eft­ir­lif­enda sem BBC ræðir við í umfjöllun sinni.

Samtals voru 132 börn drepin í miskunnarlausri árás byssumana úr röðum Talíbana í Pakistan. Mynd: AFP Sam­tals voru 132 börn drepin í mis­kunn­ar­lausri árás byssumana úr röðum Talí­bana í Pakist­an. Mynd: AFP

Her­inn í Pakistan hefur nú fellt alla þá sem að árásinni stóðu eftir átta tíma bar­daga, sam­kvæmt frá­sögn breska rík­is­út­varps­ins BBC. Mikil ringul­reið er á staðn­um, einkum á sjúkra­hús­um, þar sem skelf­ing­ar­lostnir for­eldrar barna í skól­anum reyna að ná sam­bandi við börn sín eða kom­ast að því hvort þau eru á meðal þeirra sem lét­ust. Lík hafa verið borin út í kistum af sjúkra­hús­inu í Pes­hawar, en mikið öng­þveiti hefur skap­ast við spít­al­ann.

Auglýsing

Þetta er mann­skæð­asta hryðju­verka­árás Talí­bana til þessa í Pakist­an. For­sæt­is­ráð­herra Pakistan, Nawaz Sharif, hefur þegar lýst yfir þjóð­ar­sorg og þjóð­ar­leið­togar um allan heim hafa for­dæmt voða­verk­in.

Upp­fært: New York Times greinir frá því að tala lát­inna sé komin upp í 145, og mögu­legt sé að hún hækki enn þar sem margir þeirra særðu eru með lífs­hættu­lega áverka. Í fyrstu útgáfu frétt­ar­innar var frá því greint að 141 væri lát­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None