Hillary Clinton býður sig fram til forseta Bandaríkjanna

h_51881783-1.jpg
Auglýsing

Hill­ary Clinton hefur ákveðið að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Banda­ríkj­anna, og mun form­lega sækj­ast eftir því að verða for­seta­fram­bjóð­andi Demókrata í for­seta­kosn­ing­unum á næsta ári.

Þar með er eitt verst varð­veitta leynd­ar­málið í Was­hington orðið opin­bert, en yfir­vof­andi fram­boð Clinton hefur verið á hvers manns vit­orði vestan hafs und­an­farin tvö ár.

Í umfjöllun The New York Times er greint frá því að til­kynn­ing frá Clinton hafi fyrst borist vel­gjörð­ar­mönnum hennar í tölvu­pósti í dag. Kosn­inga­stjóri henn­ar, John Podesta, skrif­aði tölvu­póst­inn, en í honum stóð: „Ég vildi tryggja að þið mynduð heyra þetta fyrst frá mér - það er opin­bert, Hill­ary ætlar að bjóða sig fram til for­seta.“

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er tap­aði Clinton fyrir Barack Obama, sitj­andi Banda­ríkja­for­seta, í bar­átt­unni um útnefn­ingu Demókrata-­flokks­ins árið 2008. Hljóti hún útnefn­ingu flokks­ins nú, verður hún fyrsta konan sem hlýtur slíka útnefn­ingu frá öðrum af stóru stjórn­mála­flokk­unum í Banda­ríkj­un­um. Flestir eru þó á því að hún eigi útnefn­ing­una vísa, enda nýtur Clinton mik­illa vin­sælda vestan hafs, og þá sér­stak­lega á meðal kvenna, svo mik­illa í raun að Obama sá sig til­neyddan til að gera hana að utan­rík­is­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn sinni.

Hill­ary Clint­on, sem er 67 ára göm­ul, er að sjálf­sögðu öllum hnútum kunn í Hvíta hús­inu eftir að hafa búið þar í átta ár, eða á meðan eig­in­maður hennar Bill Clinton gegndi emb­ætti Banda­ríkja­for­seta á árunum 1993 til 2001.

Sjá spá­nýtt kosn­inga­mynd­band Hill­ary Clint­on, sem birt var á Youtube í dag.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None