Hollywood 2014

Screen-Shot-2014-12-29-at-2.56.12-1.png
Auglýsing

Það má mögu­lega vera að Sony-­lek­inn sé enn þá svo fersk frétt að hún virð­ist vera við fyrsta yfir­lit sú stærsta úr Hollywood í ár. Ég er búin að fara laus­lega yfir árið og það voru nokkur atriði sem svo sann­ar­lega stóðu upp úr á árinu en Sony lek­inn er stærsta mál­ið. Helsta ástæða þess að þetta er stærsta fréttin er það sem við vitum ekki um lek­ann.

Rekjum málið í grófum drátt­um. 17.des­em­ber síð­ast­liðin gáfu banda­rísk stjórn­völd í skyn að Norð­ur­-Kórea hafi átt lyk­il­þátt í Sony „hakk­in­u“. Strax dag­inn eftir stígur Josh Ear­nest, fjöl­miðla­full­trúi Hvíta húss­ins, fram og kallar „hakk­ið“ alvar­legt þjóðar­ör­ygg­is­mál. Was­hington Post stuttu síðar segir að Norður Kórea hafi á prjón­unum hryðju­verka­hót­anir og muni ógna bíófar­endum sem voga sér að fara á mynd­ina „The Intervi­ew“. Um er að ræða kjána­lega grín­mynd þar sem Kim Jong Un er ráð­inn af dögum og er megin ástæða reiði vegna hennar að baki lek­ans, svo er talið þegar þetta er rit­að. Norður Kórea neitar allri sök opin­ber­lega en alrík­is­lög­reglan FBI seg­ist geta stað­fest að „hakk­ið“ sé sann­ar­lega frá þeim kom­ið.

Allir topp­arnir hjá Sony skulfu í bux­unum og hvert bíó­húsið á fætur öðru hætti við að sýna mynd­ina. Þetta end­aði með ákvörðun um að taka mynd­ina af dag­skrá alfarið en áætl­aður frum­sýn­ing­ar­dagur var 25.des­em­ber. Ótti bíó­hús­anna var rök­studdur þannig að ef ein­hver slys yrðu á bíó­gestum þá færu þeir í mál við bíó­húsið og bíó­húsið færi þá í mál við Sony fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir hryðju­verka­árás­ir. Hlut­irnir æxl­uð­ust mjög hratt og Obama sá sig til­neyddan til að gefa út yfir­lýs­ingu þar sem hann lýsti yfir von­brigðum sínum á Sony fyrir að hafa tekið mynd­ina af dag­skrá. Hann hefði viljað að þeir hefðu talað við sig fyrst því að Banda­ríkin lúffa ekki fyrir hryðju­verka­hót­unum og semja ekki við glæpa­menn með hót­un­um.

Auglýsing

Umræðan um að sýna mynd­ina eða ekki náði hæstu hæðum sem end­aði með því að hún var sýnd og fólk mætti með amer­íska fán­ann og sýndi sam­stöðu með mynd­inni. Myndin gat vænt­an­lega ekki fengið betri ókeypis aug­lýs­ingu og áður en hún kom út var hún orðin að eins konar frels­is­hetju, hold­gerv­ings frels­ins. Fyrir vikið er núna önnur umræða komin í gang sem er: Var þetta allt plan­að? Var þessi leki alvöru hótun frá Norður Kóreu eða massíf fjöl­miðla­á­hætta sem Sony tók? Ég hall­ast sjálf að því að þetta hafi verið „hakk“ og árás á Sony kvik­mynda­verið því að vand­ræða­legir raf­póstar frá Amy Pascal, yfir­manni Sony, til ann­arra toppa og leik­ara hafa sann­ar­lega ekki hjálpað neinum þar inn­an­húss og hrein­lega orðið til þess að fólk var látið fjúka.

Það er vitað mál í verk­færa­kassa blaða­full­trú­ans hérna að smella inn fréttum af skiln­aði skjól­stæð­inga sinna um jólin.

Ég á bágt með að trúa því að þeir myndu taka slíka áhættu enda miklir fjár­munir í húfi fyrir að sýna mynd­ina ekki og mikið högg á almenn­ings­á­liti gagn­vart Sony. Annað sem er verið að ræða er að mögu­lega sé þetta fyrr­ver­andi starfs­maður Sony og er stað­fest að kona sem var hátt sett í tölvu­deild þeirra hafi verið rekin á árinu. Sam­kvæmt sögu­sögnum var hún feiki­lega fær og algjör­lega búin þeim hæfi­leikum og starfs­reynslu til að leka út raf­póst­unum til að koma höggi á sinn gamla vinnu­stað. Ef þetta er hins vegar „stunt“ frá A-Ö og það kemst upp er víst að það sé skaði sem Sony kvik­mynda­verið mun aldrei geta heilt frá gegn­ið.

Skiln­aðir á árinu



Skiln­að­ar­aldan er sjaldan stök hérna í borg englanna og eng­inn sem sleppur undan henni að manni virð­ist. Flest hjóna­bönd stjarn­anna enda í skiln­aði og þau örfáu sem halda verða að ævin­týr­an­legum fyr­ir­myndum eins og Paul Newman og frú. Það er vitað mál í verk­færa­kassa blaða­full­trú­ans hérna að smella inn fréttum af skiln­aði skjól­stæð­inga sinna um jól­in. Þetta er gert vilj­andi til að drekkja frétt­inni í súp­unni af jóla­fréttum og fári. Og árið í ár er engin und­an­tekn­ing.

Clint Eastwood og frú skildu núna í des eftir 19 ára hjóna­band. Kannski var það stóla ræðan hans á þingi Repu­blik­ana sem gerði úts­lagið hjá Dinu. Íslands­vin­ur­inn, Neil Young skildi við Pegi Young eftir 37 ára hjóna­band og hopp­aði beint í glæ­nýtt sam­band með leikkon­unni Darryl Hannah, en á milli þeirra er nú reyndar ekki nema 15 ár. Söng­fugl­inn Mariah Carey og Nick Cannon skildu líka þetta árið en þau höfðu nán­ast lifað í sundur í lengri tíma enda Nick ofsa­lega upp­tek­inn af því að vinna í Amer­ica´s got talent. Saman eiga þau tví­burana Mari­lyn og Mor­rocan, jebb strák­ur­inn heitir Mor­roc­an.

Sér­stakasti skiln­aður árs­ins er “hug­læga afpör­un­in” hjá leikkon­unni Gwy­neth Pal­trow og Chris Martin úr Cold­play. Hún skellti fram þessu hug­taki „af­pör­un“ þar sem þeim þætti ógur­lega vænt um hvort annað og ætla að eiga fjöl­skyld­una sína áfram án þess að þau tvö séu par leng­ur. Hann grét ekki lengi í kodd­ann sinn og fór að hitta Jenni­fer Lawrence. Ant­onio Band­eras og Mel­enie Griffith skildu eftir 18 ár af hjóna­bandi en það lifði mun lengur en flest alla grun­aði en hjóna­bandið þeirra hefur verið hund­elt af fjöl­miðlum og sögu­sögnum um að enda­lokin væru nálægt. Allra nýjasta parið sem sem féll í val­inn rétt fyrir jól eru þau Hel­ena Bon­ham Carter og Tim Burton en þau voru saman í 13 ár en giftu sig aldrei.

Elevator Gate



Skandall árs­ins sam­kvæmt mínum stöðlum er lyftu­óperan á Met gala góð­gerð­ar­kvöld­inu í New York í maí­mán­uði á árinu sem er að líða. Við nátt­úru­lega erum ekk­ert að tala um neina for­sendu­bresti, afsagnir ráð­herra eða neitt slíkt heldur erum við að tala um Solange Know­les, systir Beyoncé.

Draumaparið Beyoncé og Jay Z fóru á þetta fína ball og eftir að því var lokið fara þau 3 í lyftu ásamt líf­verði bless­un­ar­lega. Eitt­hvað hefur Jay Z sagt við Solange því hún tromp­að­ist og réð­ist á hann sparkandi, garg­andi og kýlandi. Myndir náð­ust af þeim vand­ræða­lega bros­andi trítlandi út úr lyft­unni út í glæsi­bið­reiðar þar sem þær systur fóru saman í bíl og Jay fór einn í bíl. Þetta hefði lík­lega ekki kviss­ast út nema að örygg­is­vörður á hót­el­inu sem þau voru á seldi mynd­bandið úr lyft­unni til slúð­ur­miðla fyrir um 250.000 doll­ara eða um 31 milljón íslenskra króna.

Úr varð skandall sem skók popp heim­inn og sögu­sagnir um að hjóna­band Bey og Jay Z stæði á brauð­fótum náðu hæstu hæð­um. Þau stóðu af sér mesta stór­sjó­inn og í raun komment­uðu sem minnst um þetta mál. Eina útskýr­ingin sem kom fram var að þau væru venju­legt fólk og sem fjöl­skylda kæmu upp hita­mál sem færu úr bönd­un­um. Reyndar sagði Beyoncé í end­ur­hljóð­blöndun á Flawless lagi sínu að „...þegar þú ert með billjón doll­ara í lyftu þá mun allt verða vit­laust“. En þetta virð­ist ekki hafa skaðað Bey og Jay þar sem þau fóru á einn stærsta túr á ferl­inum sínum í sumar og miða­salan stóð ekki á sér. Þar spil­uðu þau á skiln­að­ar­sög­urnar með drama­tík og laga­vali og héldu okkur aðdá­endum í andnauð, ósk­andi að þau myndu aldrei skilja. En svo virð­ist sem að allt hafi bless­ast hjá þeim ef maður dæmir af mynd­unum frá nýaf­stað­inni Íslands­för þeirra þá virð­ast þau voða­lega ham­ingju­söm að sjá. Vonandi ná þau fram­hjá næstu jólum skiln­að­ar­laust.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None