Hróarskelduhátíðin: „Við viljum ekki þvinga konur upp á sviðið“

rf_orange_scene_pr__christian_hjorth.jpg
Auglýsing

Aðeins 18 pró­sent þeirra hljóm­sveita sem troða upp á Hró­arskeldu­há­tíð­inni í sum­ar, eru skip­aðar kon­um. Danski frétta­mið­ill­inn Information greinir frá þessarri athygl­is­verðu stað­reynd.

Jafn­rétt­is­mið­stöð Dan­merk­ur, KVINFO, blés til óform­legs fundar vegna þessa á dög­un­um, þar sem staðan var skegg­rædd. Þar full­yrti for­stöðu­kona mið­stöðv­ar­inn­ar, Nina Groes, að það geti ekki stað­ist að karlar séu fimm sinnum betri en konur að búa til tón­list.

Sam­kvæmt áður­nefndri umfjöllun Information virð­ist lítil þróun eiga sér stað í tón­list­ar­sen­unni þegar kemur að jafn­rétti. Eins og fyrr greinir eru konur í miklum minni­hluta á meðal flytj­enda sem stíga munu á stokk á Hró­arskeldu­há­tíð­inni þetta árið. Þær eru þó örlítið fleiri en í fyrra, þegar um 15 pró­sent flytj­enda voru kven­kyns.

Auglýsing

End­ur­speglar stöð­una í tón­list­ar­brans­anumHaft er eftir tón­list­ar­stjóra Hró­arskeldu­há­tíð­ar­inn­ar, And­ers Wahrén, að kynja­hlut­fallið end­ur­spegli stöðu mála í tón­list­ar­brans­an­um. Konur verði ekki þving­aðar til að spila á hátíð­inni, þar ráði ein­ungis gæði tón­list­ar­innar um hverjum sé boðið að stíga á stokk. Þar skipti kyn, kyn­þáttur eða trú engu máli. Sjálfur seg­ist hann fylgj­andi öllum mögu­legum aðgerðum sem lúti að því að rétta hlut kvenna í tón­list­ar­brans­an­um. „Í fyrra fengum við tvo með­limi hljóm­sveit­ar­innar Pussy Riot til að halda fyr­ir­lestur á hátíð­inni sem lukk­að­ist afar vel. Það kemur vel til greina að gera eitt­hvað svipað aftur núna, en ekk­ert hefur þó verið ákveðið í þeim efn­um,“ hefur Information eftir tón­list­ar­stjóra Hró­arskeldu­há­tíð­ar­inn­ar.

Anders Wahrén, tónlistarstjóri Hróarskelduhátíðarinnar. Mynd: Julie Hjort And­ers Wahrén, tón­list­ar­stjóri Hró­arskeldu­há­tíð­ar­inn­ar. Mynd: Julie Hjort

Hen­rik Mar­stals, tón­list­ar­maður og rit­höf­und­ur, sem hefur hvað mest látið sig varða ójafnt kynja­hlut­fall í tón­list­ar­brans­an­um, segir í umfjöllun Information: „Það eru bara nokkur rót­tæk dag­blöð sem eru á þeirri skoðun að við séum á rangri braut í þessum efn­um, og þetta sé eitt­hvað sem beri að taka alvar­lega. Hró­arskeldu­há­tíðin er á mörgum sviðum frum­kvöð­ull og fyr­ir­mynd ann­arra tón­list­ar­há­tíða og gæti vakið vit­und ann­arra hátíða með því að setja þetta mál­efni á odd­inn.“

Hró­arskeldu­há­tíðin hefur í gegnum tíð­ina stært sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð sinni, hvort sem kemur að kyni, kyn­þáttum eða mann­rétt­ind­um.

roskilde-festival-2015-poster-edit Hér má sjá plakat hátíð­ar­innar þar sem er búið að taka út karl­kyns flyt­end­ur. Í umfjöllun Information er plakatið gagn­virkt.

 

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None