Hróarskelduhátíðin: „Við viljum ekki þvinga konur upp á sviðið“

rf_orange_scene_pr__christian_hjorth.jpg
Auglýsing

Aðeins 18 pró­sent þeirra hljóm­sveita sem troða upp á Hró­arskeldu­há­tíð­inni í sum­ar, eru skip­aðar kon­um. Danski frétta­mið­ill­inn Information greinir frá þessarri athygl­is­verðu stað­reynd.

Jafn­rétt­is­mið­stöð Dan­merk­ur, KVINFO, blés til óform­legs fundar vegna þessa á dög­un­um, þar sem staðan var skegg­rædd. Þar full­yrti for­stöðu­kona mið­stöðv­ar­inn­ar, Nina Groes, að það geti ekki stað­ist að karlar séu fimm sinnum betri en konur að búa til tón­list.

Sam­kvæmt áður­nefndri umfjöllun Information virð­ist lítil þróun eiga sér stað í tón­list­ar­sen­unni þegar kemur að jafn­rétti. Eins og fyrr greinir eru konur í miklum minni­hluta á meðal flytj­enda sem stíga munu á stokk á Hró­arskeldu­há­tíð­inni þetta árið. Þær eru þó örlítið fleiri en í fyrra, þegar um 15 pró­sent flytj­enda voru kven­kyns.

Auglýsing

End­ur­speglar stöð­una í tón­list­ar­brans­anumHaft er eftir tón­list­ar­stjóra Hró­arskeldu­há­tíð­ar­inn­ar, And­ers Wahrén, að kynja­hlut­fallið end­ur­spegli stöðu mála í tón­list­ar­brans­an­um. Konur verði ekki þving­aðar til að spila á hátíð­inni, þar ráði ein­ungis gæði tón­list­ar­innar um hverjum sé boðið að stíga á stokk. Þar skipti kyn, kyn­þáttur eða trú engu máli. Sjálfur seg­ist hann fylgj­andi öllum mögu­legum aðgerðum sem lúti að því að rétta hlut kvenna í tón­list­ar­brans­an­um. „Í fyrra fengum við tvo með­limi hljóm­sveit­ar­innar Pussy Riot til að halda fyr­ir­lestur á hátíð­inni sem lukk­að­ist afar vel. Það kemur vel til greina að gera eitt­hvað svipað aftur núna, en ekk­ert hefur þó verið ákveðið í þeim efn­um,“ hefur Information eftir tón­list­ar­stjóra Hró­arskeldu­há­tíð­ar­inn­ar.

Anders Wahrén, tónlistarstjóri Hróarskelduhátíðarinnar. Mynd: Julie Hjort And­ers Wahrén, tón­list­ar­stjóri Hró­arskeldu­há­tíð­ar­inn­ar. Mynd: Julie Hjort

Hen­rik Mar­stals, tón­list­ar­maður og rit­höf­und­ur, sem hefur hvað mest látið sig varða ójafnt kynja­hlut­fall í tón­list­ar­brans­an­um, segir í umfjöllun Information: „Það eru bara nokkur rót­tæk dag­blöð sem eru á þeirri skoðun að við séum á rangri braut í þessum efn­um, og þetta sé eitt­hvað sem beri að taka alvar­lega. Hró­arskeldu­há­tíðin er á mörgum sviðum frum­kvöð­ull og fyr­ir­mynd ann­arra tón­list­ar­há­tíða og gæti vakið vit­und ann­arra hátíða með því að setja þetta mál­efni á odd­inn.“

Hró­arskeldu­há­tíðin hefur í gegnum tíð­ina stært sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð sinni, hvort sem kemur að kyni, kyn­þáttum eða mann­rétt­ind­um.

roskilde-festival-2015-poster-edit Hér má sjá plakat hátíð­ar­innar þar sem er búið að taka út karl­kyns flyt­end­ur. Í umfjöllun Information er plakatið gagn­virkt.

 

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None