HSBC í stórfelldum skattaundanskotum með heimsþekktu fólki

hsbc_1015660b.jpg
Auglýsing

Sviss­neski bank­inn HSBC aðstoð­aði þús­undir manna um allan heim, en þó einkum í gegnum útibú í Bret­landi, við að skjóta fé undan skatti með því að fela pen­inga­legar eignir fyrir skatta­yf­ir­völd­um. Þetta sýna ítar­leg frum­gögn úr við­skipta­manna­gagna­grunni bank­ans, sem tölv­un­ar­fræð­ing­ur­inn Hervé Falci­ani, sem starf­aði sem sér­fræð­ingur hjá HSBC, komst yfir og lak til val­inna fjöl­miðla auk alþjóða­sam­taka um rann­sókn­ar­blaða­mennsku (International Consortium of Investigative Journa­lists). Hann komst yfir gögnin haustið 2007, flúði til Frakk­lands með lög­regl­una á hæl­unum og hefur síðan dvalið í Frakk­landi undir vernd yfir­valda þar. Árið 2010 beitti þáver­andi fjár­mála­ráð­herra Frakk­lands og núver­andi fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, Christine Lag­ar­de, sér fyrir því að gögnin yrðu notuð til þess að koma upp um franska skattsvik­ara. Ákveðið var að höfða ekki mál gegn Falci­ani eftir að gögnin höfðu verið skoðuð og greind, og nýtur hann verndar á þeim for­send­um.

Á meðal fjöl­miðla sem hafa birt ítar­legar umfjall­anir úr gögn­unum eru The Guar­dian, Bild, Le Monde og rann­sókn­ar­blaða­mennsku­þátt­ur­inn BBC Panorama. Meðal þess sem fram kemur í gögn­unum er að sterk­efnað þekkt fólk, ekki síst sem teng­ist afþrey­ing­ar- og tísku­iðn­aði, For­múlu 1 kappakstri og stjórn­mál­um, hafi kerf­is­bundið svikið undan skatti með leyni­legum reikn­ingum sem HSBC aðstoð­aði við að koma upp og reka. Meðal þeirra sem þetta gerðu voru spænski For­múlu 1 öku­þór­inn Fern­ando Alonso, fyr­ir­sætan Elle McP­her­son, tón­list­ar­mað­ur­inn Phil Coll­ins, leik­ar­inn Christan Sla­ter og Hosnai Mubarak, fyrr­ver­andi ein­ræð­is­herra Egypta­lands, að því er fram kemur í Bild. Tug­þús­undir ann­arra við­skipta­vina HSBC í London gerðu slíkt hið sama.

Phil Collins, tónlistmaðurinn þekkti, er einn þeirra sem skaut háum fjárhæðum undan skatti með hjálp HSBC. Phil Coll­ins, tón­list­mað­ur­inn þekkti, er einn þeirra sem skaut háum fjár­hæðum undan skatti með hjálp HSBC.

Auglýsing

Lög­reglu­yf­ir­völd í Sviss, Frakk­landi, Bret­landi og víð­ar, eru nú að rann­saka þessi kerf­is­bundnu skattaund­an­skot HSBC og við­skipta­vina bank­ans, en í yfir­lýs­ingu sem bank­inn sendi frá sér í gær, kemur fram að öll starf­semi bank­ans á sviði einka­banka­þjón­ustu hafi verið breytt frá því sem var, og ekk­ert þessu líkt sé nú gert. Þá hafi bank­inn minnkað hóp­inn sem sé í þess­ari teg­und einka­banka­þjón­ustu úr um 30 þús­und við­skipta­vinum í 10 þús­und.

Nýir stjórn­endur bank­ans hafi einnig tekið þessa þjón­ustu­þætti til gagn­gerðar end­ur­skoð­unar á und­an­förnum árum, eftir að yfir­völd fóru að spyrja spurn­inga sem byggð­ust á fyrr­nefndum gögn­um, og hefur eigna­stýr­ing við­skipta­vina í einka­banka­þjón­ustu verið minnkuð úr 78 millj­örðum punda í 45 millj­arða punda, sem jafn­gildir rúm­lega 8.900 millj­örðum króna.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None