HSBC í stórfelldum skattaundanskotum með heimsþekktu fólki

hsbc_1015660b.jpg
Auglýsing

Sviss­neski bank­inn HSBC aðstoð­aði þús­undir manna um allan heim, en þó einkum í gegnum útibú í Bret­landi, við að skjóta fé undan skatti með því að fela pen­inga­legar eignir fyrir skatta­yf­ir­völd­um. Þetta sýna ítar­leg frum­gögn úr við­skipta­manna­gagna­grunni bank­ans, sem tölv­un­ar­fræð­ing­ur­inn Hervé Falci­ani, sem starf­aði sem sér­fræð­ingur hjá HSBC, komst yfir og lak til val­inna fjöl­miðla auk alþjóða­sam­taka um rann­sókn­ar­blaða­mennsku (International Consortium of Investigative Journa­lists). Hann komst yfir gögnin haustið 2007, flúði til Frakk­lands með lög­regl­una á hæl­unum og hefur síðan dvalið í Frakk­landi undir vernd yfir­valda þar. Árið 2010 beitti þáver­andi fjár­mála­ráð­herra Frakk­lands og núver­andi fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, Christine Lag­ar­de, sér fyrir því að gögnin yrðu notuð til þess að koma upp um franska skattsvik­ara. Ákveðið var að höfða ekki mál gegn Falci­ani eftir að gögnin höfðu verið skoðuð og greind, og nýtur hann verndar á þeim for­send­um.

Á meðal fjöl­miðla sem hafa birt ítar­legar umfjall­anir úr gögn­unum eru The Guar­dian, Bild, Le Monde og rann­sókn­ar­blaða­mennsku­þátt­ur­inn BBC Panorama. Meðal þess sem fram kemur í gögn­unum er að sterk­efnað þekkt fólk, ekki síst sem teng­ist afþrey­ing­ar- og tísku­iðn­aði, For­múlu 1 kappakstri og stjórn­mál­um, hafi kerf­is­bundið svikið undan skatti með leyni­legum reikn­ingum sem HSBC aðstoð­aði við að koma upp og reka. Meðal þeirra sem þetta gerðu voru spænski For­múlu 1 öku­þór­inn Fern­ando Alonso, fyr­ir­sætan Elle McP­her­son, tón­list­ar­mað­ur­inn Phil Coll­ins, leik­ar­inn Christan Sla­ter og Hosnai Mubarak, fyrr­ver­andi ein­ræð­is­herra Egypta­lands, að því er fram kemur í Bild. Tug­þús­undir ann­arra við­skipta­vina HSBC í London gerðu slíkt hið sama.

Phil Collins, tónlistmaðurinn þekkti, er einn þeirra sem skaut háum fjárhæðum undan skatti með hjálp HSBC. Phil Coll­ins, tón­list­mað­ur­inn þekkti, er einn þeirra sem skaut háum fjár­hæðum undan skatti með hjálp HSBC.

Auglýsing

Lög­reglu­yf­ir­völd í Sviss, Frakk­landi, Bret­landi og víð­ar, eru nú að rann­saka þessi kerf­is­bundnu skattaund­an­skot HSBC og við­skipta­vina bank­ans, en í yfir­lýs­ingu sem bank­inn sendi frá sér í gær, kemur fram að öll starf­semi bank­ans á sviði einka­banka­þjón­ustu hafi verið breytt frá því sem var, og ekk­ert þessu líkt sé nú gert. Þá hafi bank­inn minnkað hóp­inn sem sé í þess­ari teg­und einka­banka­þjón­ustu úr um 30 þús­und við­skipta­vinum í 10 þús­und.

Nýir stjórn­endur bank­ans hafi einnig tekið þessa þjón­ustu­þætti til gagn­gerðar end­ur­skoð­unar á und­an­förnum árum, eftir að yfir­völd fóru að spyrja spurn­inga sem byggð­ust á fyrr­nefndum gögn­um, og hefur eigna­stýr­ing við­skipta­vina í einka­banka­þjón­ustu verið minnkuð úr 78 millj­örðum punda í 45 millj­arða punda, sem jafn­gildir rúm­lega 8.900 millj­örðum króna.

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None