HSBC í stórfelldum skattaundanskotum með heimsþekktu fólki

hsbc_1015660b.jpg
Auglýsing

Sviss­neski bank­inn HSBC aðstoð­aði þús­undir manna um allan heim, en þó einkum í gegnum útibú í Bret­landi, við að skjóta fé undan skatti með því að fela pen­inga­legar eignir fyrir skatta­yf­ir­völd­um. Þetta sýna ítar­leg frum­gögn úr við­skipta­manna­gagna­grunni bank­ans, sem tölv­un­ar­fræð­ing­ur­inn Hervé Falci­ani, sem starf­aði sem sér­fræð­ingur hjá HSBC, komst yfir og lak til val­inna fjöl­miðla auk alþjóða­sam­taka um rann­sókn­ar­blaða­mennsku (International Consortium of Investigative Journa­lists). Hann komst yfir gögnin haustið 2007, flúði til Frakk­lands með lög­regl­una á hæl­unum og hefur síðan dvalið í Frakk­landi undir vernd yfir­valda þar. Árið 2010 beitti þáver­andi fjár­mála­ráð­herra Frakk­lands og núver­andi fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, Christine Lag­ar­de, sér fyrir því að gögnin yrðu notuð til þess að koma upp um franska skattsvik­ara. Ákveðið var að höfða ekki mál gegn Falci­ani eftir að gögnin höfðu verið skoðuð og greind, og nýtur hann verndar á þeim for­send­um.

Á meðal fjöl­miðla sem hafa birt ítar­legar umfjall­anir úr gögn­unum eru The Guar­dian, Bild, Le Monde og rann­sókn­ar­blaða­mennsku­þátt­ur­inn BBC Panorama. Meðal þess sem fram kemur í gögn­unum er að sterk­efnað þekkt fólk, ekki síst sem teng­ist afþrey­ing­ar- og tísku­iðn­aði, For­múlu 1 kappakstri og stjórn­mál­um, hafi kerf­is­bundið svikið undan skatti með leyni­legum reikn­ingum sem HSBC aðstoð­aði við að koma upp og reka. Meðal þeirra sem þetta gerðu voru spænski For­múlu 1 öku­þór­inn Fern­ando Alonso, fyr­ir­sætan Elle McP­her­son, tón­list­ar­mað­ur­inn Phil Coll­ins, leik­ar­inn Christan Sla­ter og Hosnai Mubarak, fyrr­ver­andi ein­ræð­is­herra Egypta­lands, að því er fram kemur í Bild. Tug­þús­undir ann­arra við­skipta­vina HSBC í London gerðu slíkt hið sama.

Phil Collins, tónlistmaðurinn þekkti, er einn þeirra sem skaut háum fjárhæðum undan skatti með hjálp HSBC. Phil Coll­ins, tón­list­mað­ur­inn þekkti, er einn þeirra sem skaut háum fjár­hæðum undan skatti með hjálp HSBC.

Auglýsing

Lög­reglu­yf­ir­völd í Sviss, Frakk­landi, Bret­landi og víð­ar, eru nú að rann­saka þessi kerf­is­bundnu skattaund­an­skot HSBC og við­skipta­vina bank­ans, en í yfir­lýs­ingu sem bank­inn sendi frá sér í gær, kemur fram að öll starf­semi bank­ans á sviði einka­banka­þjón­ustu hafi verið breytt frá því sem var, og ekk­ert þessu líkt sé nú gert. Þá hafi bank­inn minnkað hóp­inn sem sé í þess­ari teg­und einka­banka­þjón­ustu úr um 30 þús­und við­skipta­vinum í 10 þús­und.

Nýir stjórn­endur bank­ans hafi einnig tekið þessa þjón­ustu­þætti til gagn­gerðar end­ur­skoð­unar á und­an­förnum árum, eftir að yfir­völd fóru að spyrja spurn­inga sem byggð­ust á fyrr­nefndum gögn­um, og hefur eigna­stýr­ing við­skipta­vina í einka­banka­þjón­ustu verið minnkuð úr 78 millj­örðum punda í 45 millj­arða punda, sem jafn­gildir rúm­lega 8.900 millj­örðum króna.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None