HSBC í stórfelldum skattaundanskotum með heimsþekktu fólki

hsbc_1015660b.jpg
Auglýsing

Sviss­neski bank­inn HSBC aðstoð­aði þús­undir manna um allan heim, en þó einkum í gegnum útibú í Bret­landi, við að skjóta fé undan skatti með því að fela pen­inga­legar eignir fyrir skatta­yf­ir­völd­um. Þetta sýna ítar­leg frum­gögn úr við­skipta­manna­gagna­grunni bank­ans, sem tölv­un­ar­fræð­ing­ur­inn Hervé Falci­ani, sem starf­aði sem sér­fræð­ingur hjá HSBC, komst yfir og lak til val­inna fjöl­miðla auk alþjóða­sam­taka um rann­sókn­ar­blaða­mennsku (International Consortium of Investigative Journa­lists). Hann komst yfir gögnin haustið 2007, flúði til Frakk­lands með lög­regl­una á hæl­unum og hefur síðan dvalið í Frakk­landi undir vernd yfir­valda þar. Árið 2010 beitti þáver­andi fjár­mála­ráð­herra Frakk­lands og núver­andi fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, Christine Lag­ar­de, sér fyrir því að gögnin yrðu notuð til þess að koma upp um franska skattsvik­ara. Ákveðið var að höfða ekki mál gegn Falci­ani eftir að gögnin höfðu verið skoðuð og greind, og nýtur hann verndar á þeim for­send­um.

Á meðal fjöl­miðla sem hafa birt ítar­legar umfjall­anir úr gögn­unum eru The Guar­dian, Bild, Le Monde og rann­sókn­ar­blaða­mennsku­þátt­ur­inn BBC Panorama. Meðal þess sem fram kemur í gögn­unum er að sterk­efnað þekkt fólk, ekki síst sem teng­ist afþrey­ing­ar- og tísku­iðn­aði, For­múlu 1 kappakstri og stjórn­mál­um, hafi kerf­is­bundið svikið undan skatti með leyni­legum reikn­ingum sem HSBC aðstoð­aði við að koma upp og reka. Meðal þeirra sem þetta gerðu voru spænski For­múlu 1 öku­þór­inn Fern­ando Alonso, fyr­ir­sætan Elle McP­her­son, tón­list­ar­mað­ur­inn Phil Coll­ins, leik­ar­inn Christan Sla­ter og Hosnai Mubarak, fyrr­ver­andi ein­ræð­is­herra Egypta­lands, að því er fram kemur í Bild. Tug­þús­undir ann­arra við­skipta­vina HSBC í London gerðu slíkt hið sama.

Phil Collins, tónlistmaðurinn þekkti, er einn þeirra sem skaut háum fjárhæðum undan skatti með hjálp HSBC. Phil Coll­ins, tón­list­mað­ur­inn þekkti, er einn þeirra sem skaut háum fjár­hæðum undan skatti með hjálp HSBC.

Auglýsing

Lög­reglu­yf­ir­völd í Sviss, Frakk­landi, Bret­landi og víð­ar, eru nú að rann­saka þessi kerf­is­bundnu skattaund­an­skot HSBC og við­skipta­vina bank­ans, en í yfir­lýs­ingu sem bank­inn sendi frá sér í gær, kemur fram að öll starf­semi bank­ans á sviði einka­banka­þjón­ustu hafi verið breytt frá því sem var, og ekk­ert þessu líkt sé nú gert. Þá hafi bank­inn minnkað hóp­inn sem sé í þess­ari teg­und einka­banka­þjón­ustu úr um 30 þús­und við­skipta­vinum í 10 þús­und.

Nýir stjórn­endur bank­ans hafi einnig tekið þessa þjón­ustu­þætti til gagn­gerðar end­ur­skoð­unar á und­an­förnum árum, eftir að yfir­völd fóru að spyrja spurn­inga sem byggð­ust á fyrr­nefndum gögn­um, og hefur eigna­stýr­ing við­skipta­vina í einka­banka­þjón­ustu verið minnkuð úr 78 millj­örðum punda í 45 millj­arða punda, sem jafn­gildir rúm­lega 8.900 millj­örðum króna.

 

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None