Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra

Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.

Pósturinn
Auglýsing

Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar meðal annars af því að dreifing pakkasendinga frá útlöndum hefur reynst félaginu kostnaðarsöm og samdráttur í bréfsendingum hefur ekki fengist að fullu bættur með hækkun á gjaldskrá. Auk þess voru heildarfjárfestingar félagsins á árinu 2018 of miklar miðað við greiðslugetu þess. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst til Alþingis sem birt var í dag.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir í viðbrögðum sínum við skýrslunni að það blasi við að ef fyrirtækið hefði ekki farið í fjárfestingar á sama tíma og metfækkun varð í bréfasendingum og aukning á tapi í pakkasendingum þá hefði félagið líklega haft getu til að fá lán hjá viðskiptabanka til að leysa bráðalausafjárvandafélagsins í fyrra.

Fjárfestingar of miklar

Íslandspóstur hefur átt við fjárhagserfiðleika að stríða. Fjárhagsvandi fyrirtækisins á árinu 2018 leiddi til þess að félagið stefndi í greiðsluvanda þegar viðskiptabanki þess lokaði fyrir frekari lánveitingar. Í kjölfarið fékk ríkissjóður heimild frá Alþingi í lok síðasta árs til að veita fyrirtækinu einn og hálfan milljarð í neyðarlán. Lánið var háð þeim skilyrðum að fyrirtækið standi við fjárhagslega endurskipulagningu og haldi þingheimi upplýstum um gang mála.;

Auglýsing

Fjár­­­­laga­­­­nefnd Alþingis sam­­­­þykkti í kjölfarið jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­tekt á starf­­­­semi Íslands­­­­­­­póst­s. Sú skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar var rædd á sameiginlegumfundi fjár­laga­nefndar og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspóst segir að á undanförnum árum hafi rekstrargrundvöllur af kjarnastarfsemi Íslandspósts veikst og reynst nauðsynlegt að grípa til ráðstafana þar að lútandi. Að mati ríkisendurskoðanda var ekki nægilega markvisst brugðist við þeim breyttu aðstæðum fyrr en félagið var lent í fjárhagsvanda.

Í fyrra var rekstrarafkomu Íslandspósts neikvæð um 287 miljónir króna. Í heildina var tap fyrirtæksins á árunum 2013 til 2018 246 milljónir.Samkvæmt Ríkisendurskoðun stafar fjárhagsvandi Íslandspósts af því að dreifingpakkasendinga frá útlöndum hefur reynst félaginu kostnaðarsöm, samdráttur í bréfsendingum hefur ekki fengist að fullu bættur með hækkun á gjaldskrá. Auk þess segir í skýrslunni að ásamt því hafi heildarfjárfestingar félagsins á árinu 2018 verið of miklar miðað við greiðslugetu þess. Til viðbótar bendir Ríkisendurskoðun á að fjárfestingar í dóttur- og hlutdeildarfélögum hafi svo ekki skilað félaginu þeirri samlegð og arði sem að var stefnt. 

Bjartsýni einkennt rekstraráætlanir Íslandspósts

Fjárfesting Íslandspósts í varanlegum rekstrarfjármunum jókst um 506 milljónir árið 2018 frá árinu á undan. Það skýrist einkum af framkvæmdum við póstmiðstöð og byggingu pósthúss á Selfossi sem er svipað og gert var ráð fyrir í fjárfestingaáætlun. Stærsta fjárfestingin var í viðbyggingu við póstmiðstöð fyrirtækisins við Stórhöfða í Reykjavík á árinu 2018. Í skýrslunni segir að hvatinn að þessari fjárfestingu var sá að póstmiðstöðin var of lítil fyrir starfsemina.

Fjármögnun framkvæmdarinnar með bankaláni var frágengin en gert var ráð fyrir að rekstur félagsins skilaði nægu fé til að standa undir öðrum fjárfestingum á árinu að frátalinni endurnýjun ökutækja. Sjóðstreymisyfirlit ársins 2018 sýnir að hisnvegar fjármögnun fjárfestinga gekk ekki eftir eins og ætlað var. Handbært fé frá rekstri var minna en félagið áætlaði og því náði það ekki að standa undir nema litlum hluta fjárfestinga með fjármögnun frá rekstri. Þá var 500 milljóna lán frá ríkissjóði ekki hluti af tryggðri langtímafjármögnun.

Mynd: Ríkisendurskoðun

Í skýrslunni segir að fullyrða megi að að talsverð bjartsýni hafi í gegnum tíðina einkennt rekstraráætlanir Íslandspósts. Frá árinu 2010 hefur alltaf verið gert ráð fyrir að reksturinn skilaði hagnaði eða að meðaltali um 170 milljónir krona. Eins og fram hefur komið að ofan er langur vegur frá því að þessar áætlanir félagsins hafi gengið eftir.

Blasir við að félagið hefði líklega getað fengið lán hjá banka ef ekki hefði verið fyrir fjárfestingar

Í viðbrögðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fer með eignarhlut ríksins í Íslandspóst og skipar stjórn félagsins, við skýrslunni segir að ráðuneytið vilji benda á að fjárfestingar hafi bein áhrif á sjóðsstreymi og að lán, sem félag hefur fjárhagslegan styrk til að taka, megi bæði nota til fjárfestinga og til reksturs. „Því blasir við ef ekki hefði verið farið í fjárfestingar á sama tíma og metfækkun varð í bréfasendingum og aukning á tapi á pakkasendingum, þá hefði félagið líklega haft getu til að fá lán hjá banka til að styðja við bráðalausafjárvanda félagsins sem fram kom 2018.“

Aftur á móti segir að ráðuneytið hafi litlar forsendur til að meta það hvort félagið hefði átt að sjá þessa þróun fyrir og tímasetja fjárfestingar á annan hátt og áhrif þess á reksturinn. Auk þess bendir ráðuneytið á í þessu samhengi að þrátt fyrir aðvaranir félagsins um að félagið þyrfti að fá bætur fyrir alþjónustubyrði, sé það ekki fyrr en um áramótin 2018-2019 sem félagið sækir formlega um bætur til jöfnunarsjóðs alþjónustu og þá afturvirkt fyrir árin 2013 til 2017.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið taldi ekki þörf á að leita eftir áliti Samkeppniseftirlitsins

Ríkisendurskoðun segir jafnframt að forstjóri félagsins hafi leitt stefnumótun og rekstur félagsins en stjórn félagsins hefur lítið frumkvæði haft að því að setja fram á stjórnarfundum dagskrárefni til umræðu og ákvörðunartöku fyrr en stjórnvöldum var gert kunnugt um greiðsluvanda félagsins í ágúst 2018. Samráð við stjórnvöld og frumkvæði stjórnar hafi aukist frá þeim tíma. „Að mati ríkisendurskoðanda var ekki brugðist nægjanlega markvisst og hratt við þeim breyttu aðstæðum sem hafa verið í rekstrarumhverfi Íslandspósts ohf. fyrr en eftir að félagið lenti í fjárhagsvanda,“ segir í skýrslunni. 

Ríkisendurskoðun bendir jafnframt á að fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi ekki talið þörf á að leita eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um hvort lánveitingin myndi skekkja samkeppnisstöðu á póstmarkaði. Ríkisendurskoðandi bendir á að það heyri undir samkeppnisyfirvöld að leggja mat á hvort umrædd lánveiting hafi verið í samræmi við samkeppnislög.

Tillögur að endurbótum

Athugun ríkisendurskoðanda bendir til að ákveðin óvissa hafi ríkt á milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Póst- og fjarskiptastofnunar um hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu póstrekenda hafi verið háttað á undanförnum árum. Ríkisendurskoðandi leggur áherslu á að bæði ráðuneyti og eftirlitsstofnanir verði að túlka eftirlitsheimildir og skyldur með sama hætti og að brýnt sé að allri óvissu í því sambandi verði eytt. Ríkisendurskoðun segir að mikilvægt sé að allir eftirlitsaðilar stundi eftirlit út frá sameiginlegri heildarsýn

Ríkisendurskoðun segir jafnframt að mikilvægt sé að stjórnvöld ráðist í mótun sérstakrar eigandastefnu fyrir Íslandspóst ohf. vegna síbreytilegra aðstæðna og sértækra áskorana í rekstrarumhverfi félagsins.

Auk þess þurfi stjórnvöld að tryggja rekstrargrundvöll Íslandspósts til lengri tíma. Í þessu sambandi bendir ríkisendurskoðandi á þann möguleika í frumvarpi til nýrra heildarlaga um póstþjónustu að gera þjónustusamning við alþjónustuskylda aðila.

Auk þess segir stofnunin að ástæða sé til þess að ráðast í margvíslegar hagræðingaraðgerðir innan Íslandspósts, einkum hvað varðar að sameina enn frekar dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent