„Hvergi“ í stjórnkerfinu rætt um að taka orku frá stóriðju til orkuskipta

Þingmaður Viðreisnar spurði formann Sjálfstæðisflokksins að því á þingi í gær hvort það væri „heppilegt“ að ríkisstjórnarflokkar töluðu „í austur og vestur“ um öflun orku og ráðstöfun hennar.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar spurði Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að því, á Alþingi í gær, hvort honum þætti koma til greina að segja upp raf­orku­samn­ingi við stór­iðju­fyr­ir­tæki í þágu orku­skipta, hvort það væri raun­hæft og hvort það væri verið að ræða þennan mögu­leika í sam­tölum á milli milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Bjarni sagði í svari sínu að það væri hvergi í stjórn­kerf­inu verið að ræða um að segja upp eða draga úr orku­af­hend­ingu til stór­iðju í þágu orku­skipta, en til­efni fyr­ir­spurn­ar­innar frá Sig­mari voru meðal ann­ars orð sem Orri Páll Jóhanns­son þing­flokks­for­maður Vinstri grænna lét falla á opnum fundi flokks­ins í Borg­ar­nesi nýlega.

Efni fund­ar­ins var til umfjöll­unar í Kjarn­anum á sunnu­dag. Þar var haft eftir Orra Páli að ræða þyrfti hvort ein­hver hluti þeirrar orku sem aflað sé í dag og ráð­stafað til stór­iðju geti hugs­an­­lega farið í það sem þurfi í almanna­þágu – til að mæta fólks­­fjölgun og orku­­skipt­­um. „Þetta er umræða sem við höfum ekki tek­ið. Og er ekki tekin fyrir í þess­­ari skýrslu,“ sagði Orri á fund­inum í Borg­ar­nesi og veif­aði græn­­bók Vil­hjálms Egils­­son­­ar.

Sig­mar sagði að það væri erfitt að átta sig á því hvernig rík­is­stjórnin ætl­aði að upp­fylla orku­þörf og lofts­lags­mark­mið því að menn töl­uðu „í austur og vestur hver úr sínu sól­kerf­inu“ innan rík­is­stjórn­ar­innar og bar svo fram spurn­ingu sína, hvort rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir væru að ræða sín á milli um að draga úr afhend­ingu orku til stór­iðju­vera.

...annað mál hvort hægt verði að fram­lengja alla samn­inga

Bjarni sagði í svari sínu að Sig­mar væri að spyrja um til­tölu­lega afmark­aðan þátt umræð­unn­ar, þ.e. hvort til umræðu væri að annað hvort segja upp eða draga úr orku­af­hend­ingu til stór­iðju.

„Ég vil nú meina að þegar menn taka svona til orða eins og hér var vísað til, þ.e. í umræðu um þessi mál, þá megi líka alveg sjá fyrir sér þann mögu­leika að samn­ingar renni út og þá sé ekki hægt að end­ur­nýja, þannig að það gæti gerst ein­hvern tím­ann í fram­tíð­inni. En það er hvergi verið að ræða um þessa hluti í stjórn­kerf­in­u,“ sagði Bjarni og bætti því við að fyrir sitt leyti teldi hann að aldrei hefði verið „jafn mik­ill ávinn­ing­ur“ af við­skiptum við orku­frekan iðnað í land­inu eins og einmitt í dag, sem væri „mjög jákvætt mál fyrir hag­kerfið okk­ar“.

Sig­mar brást við svari Bjarna og sagði „áhuga­vert að heyra þetta, að það sé hvergi verið að ræða þetta innan rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eða í stjórn­kerf­in­u“.

„Áhrifa­menn eins stjórn­ar­flokks­ins og fylgj­endur tala nefni­lega mikið um þetta á fundum og í opin­berri umræðu og ég efast ekki um að hæst­virtur ráð­herra hefur tekið eftir því. Varð­andi þann mögu­leika að hugs­an­lega megi sjá það fyrir sér að gera ein­hverjar breyt­ingar þegar raf­orku­samn­ingar renna út þá skilst mér nú að samn­ing­ur­inn í Straums­vík renni út 2036, svo dæmi sé tek­ið, og sá á Reyð­ar­firði árið 2048. Það er nú ansi langt seilst ef menn eru að hugsa um orku­skipti í því sam­hengi að ætla sér að sækja þann ávinn­ing,“ sagði Sig­mar.

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn spurði Bjarna síðan að því hvort hann teldi „heppi­legt“ að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir töl­uðu „í austur og vestur í þessu mik­il­væga hags­muna­máli“ þannig að „al­menn­ingur sitji eftir ringlaður og hafi ekki hug­mynd um hvert rík­is­stjórnin stefn­ir“.

Bjarni svar­aði og taldi að það væri „allt of djúpt í árinni tekið að segja að flokk­arnir tali út og suður þó að menn leyfi sér að viðra þá skoðun í opin­berri umræðu að þeir myndu vilja sjá hærra hlut­fall af orkunni sem við eigum til staðar nú þegar renna annað en í stór­iðj­una“ og benti svo á þá stað­reynd að orku­frekur iðn­aður tekur um 80 pró­sent af allri orku sem fram­leidd er í land­inu í dag.

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck.

„En það er ekki mín skoðun að þessi mál verði leyst varð­andi orku­skiptin með því að draga úr því heldur þurfum við að fram­leiða meira. Við þurfum að spyrja okkur spurn­inga sem snúa að flutn­ings­kerf­inu. Við sjáum það til dæmis núna um þessar mundir að Lands­virkjun er með áform um að reisa virkjun í Þjórsá og hefur umsókn um það til með­ferðar hjá Orku­stofnun og ég veit ekki betur en að sú umsókn hafi verið í með­ferð frá júní 2021. Ef okkur liggur á að nýta þá hag­kvæmu virkj­un­ar­kosti sem eru til staðar í land­inu þá þurfum við líka að gá að því að stjórn­kerfi okkar geti afgreitt hug­myndir innan ein­hverra skyn­sam­legra marka vegna þess að þetta er bara einn áfangi af mörgum sem þarf að klára til þess að þar verði hafin fram­leiðsla innan tíð­ar,“ sagði Bjarni.

Áður hafði fjár­mála­ráð­herra einnig vakið máls á því í svari sínu við fyr­ir­spurn Sig­mars að rík­is­stjórnin sem nú sit­ur, ólíkt þeim fyrri, náð að koma ramma­á­ætlun í gegnum Alþingi og hefði einnig í stjórn­ar­sátt­mála lagt upp með að þétta flutn­ings­kerfi raf­orku í land­inu.

Þörf væri á því „vegna þess að strönduð orka í kerf­inu okkar er á margan hátt töpuð orka og kallar fram þörf­ina fyrir fleiri virkj­anir sem er algjör synd ef við eigum orku en erum bara ekki að koma henni rétta leið,“ sagði Bjarni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent