Hverjir eru nýju erlendu eigendur Íslandsbanka?

Tveir erlendir fjárfestingasjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa meira en 5 prósent í Íslandsbanka í yfirstandandi hlutafjárútboði. Hvers konar sjóðir eru þetta?

íslandsbanki-8.jpg
Auglýsing

Rúmlega fimm prósent af hlutafé Íslandsbanka verður í eigu erlendu fjárfestanna Capital World Investors og RWC Asset Management LLP, samkvæmt nýútgefinni útboðslýsingu bankans. Annar þeirra á stóran eignarhlut í tóbaks- og vopnaframleiðanda, á meðan hinn styðst við ráðgjöf fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kjarninn tók saman nokkra punkta um eðli og stærð sjóðanna.

Langtímafjárfestir sem á í vopnaframleiðanda og tóbaksfyrirtæki

Sjóðurinn Capital World Investors hefur skuldbundið sig til að kaupa 77 milljónir hluta í Íslandsbanka, sem jafngildir 3,8 prósentum af útgefnum hlutum hans. Samkvæmt kynningarefni frá Capital Group, eiganda sjóðsins, einbeitir hann sér að langtímafjárfestingum til margra ára. Um það bil 10 prósent af fjárfestingum Capital Group eru í fjármálafyrirtæki.

Samkvæmt heimasíðunni Stockzoa er markaðsvirði sjóðsins 529 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 64 billjónir íslenskra króna. Helstu eignir hans eru hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla og hugbúnaðarfyrirtækinu Microsoft, en hann á einnig stóran eignarhlut í tóbaksframleiðslufyrirtækinu Philip Morris International og vopnaframleiðandanum Lockheed Martin.

Auglýsing

Með Rice sem ráðgjafa og stýra meira en landsframleiðsla Íslands

Sjóðurinn RWC Next Generation Emerging Markets Equity Fund, sem er í stýringu RWC Asset Management, hefur skuldbundið sig til að kaupa 30 milljónir hluta í Íslandsbanka, en það jafngildir einu og hálfu prósenti af öllum útgefnum hlutum hans.

Samkvæmt kynningarglærum um sjóðinn stýrir hann alls um 24,4 milljörðum Bandaríkjadala, eða tæplega 3 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar nam landsframleiðsla Íslands 2,6 þúsund milljörðum króna í fyrra. Einn af ráðgjöfum sjóðsins er Condoleezza Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Sjóðurinn setur Ísland í flokk verðandi nýmarkaðsríkja (e. Next Generation Emerging Markets), í hópi með Króatíu, Nígeríu, Víetnam, Bangladesh og Kazakhstan. Samkvæmt sjóðnum eru þessi lönd þróaðri en flestir vaxtamarkaðir (e. Frontier Markets), en þó minna þróuð en flestir nýmarkaðir, líkt og Mexíkó, Rússland, Taiwan og Suður-Kórea.

Samkvæmt RWC liggja vaxtarmöguleikar íslenska hagkerfisins bæði í ferðaþjónustu og framleiðslu á verslunarvöru. Að því leytinu til sé landið líkt Chile, Argentínu, og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

RWC býst við að gengi íslensku krónunnar muni haldast óbreytt út árið, en styrkjast um 7 prósent á næsta ári. Sjóðurinn gerir einnig ráð fyrir að hagvöxtur muni nema 3 prósentum hér á landi í ár og 5,5 prósentum á næsta ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent