Hvorki ólögmætt né óskynsamlegt að færa kröfuhöfum nýju bankanna

BrynjarN.elsson.33.000.jpg Brynjar Nielsson
Auglýsing

Það er mat Brynjars Níels­sonar alþing­is­manns að „það hafi hvorki verið ólög­mætt né óskyn­sam­legt að slita­búin fengju yfir­gnæf­andi hlut í Arion banka og Íslands­banka, enda ekki óeðli­legt þar sem verið var að færa yfir skuldir og eignir gömlu bank­anna í þá nýju.“ Þetta kemur fram í skýrslu sem hann skil­aði til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd um ásak­anir Víg­lundar Þor­steins­son­ar.

Víglundur sendi gögn á þing­menn og fjöl­miða í jan­úar sem hann sagði sýna að að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn í ráðu­neytum og Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hafi framið stór­felld og marg­vís­leg lög­brot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúr­skurði eft­ir­lits­ins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í októ­ber 2008. Víglundur vildi meina að með þessu hafi erlendir „hrægamma­sjóð­ir“ átt að hagn­ast um 300 til 400 millj­arða króna á kostnað þjóð­ar­inn­ar.

Spurn­ing um virð­is­auka



Í skýrslu Brynjars, sem var birt á vef Alþingis síð­degis í dag, segir að ríkið hafi stofnað umrædda banka, verið eig­andi þeirra og tekið með því veru­lega áhættu. Því kunni að vakna sú spurn­ing, með hlið­sjón að óvissu um verð­mæti eigna bank­anna, af hverju ekki var gert sam­komu­lag um skipt­ingu virð­is­auka eins og gert var í samn­ingum um Lands­bank­ann. Í þeim samn­ingum skipt­ist virð­is­auki á milli rík­is­ins og kröfu­hafa en í samn­ing­unum hjá Arion banka og Íslands­banka skipt­ist virð­is­auki vegna eigna milli nýju bank­anna og slita­búa fyr­ir­renn­ara þeirra. Eig­endur Arion banka og Íslands­banka eru að langstærstu leyti slitabú gömlu bank­anna.

Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, segir að stjórnmálamenn, embættismenn í ráðuneytum og Fjármálaeftirlitið (FME) hafi framið stórfelld og margvísleg lögbrot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúrskurði eftirlitsins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í október 2008. Víglundur Þor­steins­son, fyrrum eig­andi BM Vallár, segir að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn í ráðu­neytum og Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hafi framið stór­felld og marg­vís­leg lög­brot þegar þeir ákváðu að breyta stofnúr­skurði eft­ir­lits­ins um stofnun nýrra banka á grunni þeirra þriggja sem féllu í októ­ber 2008. Brynjar Níels­son hafnar þeim ásök­un­um.

Auglýsing

Í skýrslu Brynjars seg­ir: „Ekki hafa komið afger­andi skýr­ingar á því hvers vegna mál þró­uð­ust með þessum hætti. Nær­tækt er að ætla að stjórn­völd hafi talið mikla áhættu fel­ast í því að eiga alla bank­ana og að úti­lokað hafi verið að fá kröfu­hafa gömlu bank­anna til að taka yfir þessa nýju banka nema hugs­an­legur virð­is­auki eigna­safns­ins kæmi allur til þeirra. Hver sem skýr­ingin er virð­ist sem lítil eða engin and­staða hafi verið við þessa ráð­stöfun á bönk­unum í umræðum á þing­inu í des­em­ber 2009 og virð­ist jafn­vel sem mikil ánægja hafi verið með að ríkið skyldi losna við að taka dýr lán til að mynda eigið fé bank­anna og að bank­arnir þyrftu ekki að gefa út skulda­bréf sem gæti haft í för með sér mikla gjald­eyr­is­á­hætt­u.“

Full­yrð­ingar Víg­lundar eiga ekki við rök að styðj­ast



Brynjar segir að við heild­ar­mat á lána­söfnum bank­anna hafi verið tekið til­lit til þess að mis­mun­andi líkur voru á inn­heimtu lán­anna sem í þeim voru. Sum voru lík­leg til að inn­heimt­ast að fullu, önnur að hluta og sum voru hrein­lega töp­uð. „Mun með­al­talið hafa verið nálægt því um helm­ingur af stöðu lán­anna og afslátt­ur­inn sem því nem­ur. Hvert lán var því ekki lækkað um helm­ing, heldur tók mats­verðið mið af mis­mun­andi líkum á inn­heimtu. Við það mið­aði heild­ar­kaup­verð­ið.

Full­yrð­ingar Víg­lundar í bréfi til þing­manna um að skuld­arar lán­anna, sem færð voru til nýju bank­anna, hafi verið hlunn­farnir eiga því ekki við rök að styðj­ast.[...]­Með hlið­sjón af öllu fram­an­sögðu er ekki fall­ist á að í sam­komu­lags­leið­inni um skipt­ingu eigna og skulda, sem nýju bank­arnir tóku yfir, hafi verið farið á svig við lög. Enn síður er nokkuð sem bendir til þess að beitt hafi verið með skipu­lögðum hætti blekk­ingum og svikum til hags­bóta fyrir erlenda kröfu­hafa á kostnað rík­is­ins og ein­stakra skuld­ar­a.“

Ríkið fær allt sitt rúm­lega til baka



Brynjar segir lík­legt að rík­is­sjóður geti fengið alla þá 190 millj­arða króna sem hann lagði til við end­ur­reisn bank­anna til baka og rúm­lega það. „Virð­is­auk­inn hefur styrkt fjár­hags­lega stöðu bank­anna og þannig tryggt fjár­fest­ingar rík­is­sjóðs í þeim. Má því ætla að þessi útgjöld séu í eðli sínu fjár­fest­ingar sem skili sér með góðri ávöxt­un.

Þegar til þessa er horft verður ekki sagt að slita­búin hafi grætt á kostnað rík­is­ins, þótt vel megi halda því fram að hægt hefði verið að semja um ein­hverja hlut­deild rík­is­ins í virð­is­auka sem varð á eignum sem yfir­færðar voru til bank­anna sem þá voru í eigu rík­is­ins. Segja má að slita­búin hafi fengið sann­gjarnt verð fyrir eignir sínar og að heild­ar­verð­mætið hafi í raun verið mjög nálægt með­al­tali mats Deloitte. Ekki hafa komið fram hald­bær gögn um að við­skipta­vinir nýju bank­anna hafi verið hlunn­farn­ir.“

Engin hald­bær gögn liggi fyrir um annað en að mál­efna­leg rök hafi almennt ráðið för við end­ur­skipu­lagn­ingu og upp­gjör lána fyr­ir­tækja og heim­ila.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði áskanir Víglundar við fyrstu sín sláandi og boðaði rannsókn á þeim þegar þær voru lagðar fram í síðasta mánuði. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði ásk­anir Víg­lundar við fyrstu sín slá­andi og boð­aði rann­sókn á þeim þegar þær voru lagðar fram í síð­asta mán­uð­i.

Örugg­lega hægt að benda á ein­hver mis­tök



Í skýrslu Brynjars segir að þegar horft sé til baka megi örugg­lega benda á ein­hver mis­tök sem hafi átt sér stað við end­ur­reisn bank­anna þriggja og annað sem betur hafi mátt fara. „En það er auð­veld­ara um að tala en í að kom­ast þegar allt banka­kerfið hrynur á einu bretti eins og gerð­ist í byrjun októ­ber 2008. Eng­inn var við­bú­inn svona for­dæma­lausum aðstæðum á fjár­mála­mark­aði. Þótt neyð­ar­lögin hafi reynst góð svo langt sem þau ná var lag­ara­mm­inn og umgjörðin öll mjög tak­mörkuð og rennt var nokkuð blint í sjó­inn við það gríð­ar­lega erf­iða verk­efni að halda greiðslu­miðlun gang­andi, reisa við banka­kerfið og end­ur­skipu­leggja skuldir ein­stak­linga og atvinnu­lífs. Hins vegar tókst að tryggja hags­muni rík­is­sjóðs með við­un­andi hætti þótt vel megi vera að hægt hafi verið að gera betur í þeim efn­um. Þá tókst að byggja upp trausta banka með góða eig­in­fjár­stöðu. Þeir fjár­munir sem ríkið lagði til þeirra eru tryggðir og rík­is­sjóður hefur engum fjár­munum tapað í eig­in­legum skiln­ing­i.“

Hann segir að ef sú leið hafi verið farin að ríkið hefði eign­ast alla bank­ana og gefið út skulda­bréf til slita­búa þeirra væri skulda­staða rík­is­sjóðs nokkur hund­ruð millj­örðum króna verri en hún er í dag og þjóðin væri ófær um að afla gjald­eyris til greiðslu útgef­inna skulda­bréfa nýju bank­anna til slita­bú­anna. „Hefði slíku ráðslagi fylgt gíf­ur­leg áhætta fyrir þjóð­ar­bú­ið. Aðrar leiðir voru farnar við end­ur­reisn ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja. Ekki verður fjallað um það í þess­ari skýrslu en til með­ferðar hjá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins er rann­sókn­ar­skýrsla um spari­sjóð­ina. Jafn­framt þyrfti að mati skýrslu­höf­undar að skoða betur aðgerðir stjórn­valda í tengslum við aðstoð við minni fjár­mála­fyr­ir­tæki eins og Saga Capital, Verð­bréfa­stof­una og Askar Capi­tal og á hvaða grunni veitt var rík­is­á­byrgð á skulda­bréfi SPRON og Spari­sjóða­bank­ans til slita­bús Kaup­þings.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None