Icelandair heldur áfram að tapa – Tapið samtals 86 milljarðar frá byrjun árs 2018

Tap Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi 2021 var 65 prósent meira en það var á sama tímabili í fyrra. Gríðarlegar hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti réðu þar miklu um en einnig hafði ómikron afbrigðið áhrif á eftirspurn.

Icelandair Mynd: Icelandair
Auglýsing

Icelandair Group tap­aði 6,5 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Það er meira tap en varð á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021, þegar starf­semi félags­ins var mun minni vegna heims­far­ald­urs­ins. Þá tap­aði flug­fé­lagið tæpum fjórum millj­örðum króna á núver­andi gengi, en Icelandair Group gerir upp í Banda­ríkja­döl­um. Tap Icelandair Group á fyrsta árs­fjórð­ungi 2022 var því 65 pró­sent meira en það var á fyrsta árs­fjórð­ungi í fyrra. 

Þetta kemur fram í upp­gjöri félags­ins fyrir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins sem birt var í gær. 

Umsvif Icelandair Group hafa auk­ist mikið síð­ustu miss­eri eftir að heim­ur­inn opn­að­ist á ný í kjöl­far þess að ferða­tak­mörk­unum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins fækk­aði. Tekjur Icelandair Group voru 20,3 millj­arðar króna á fyrsta árs­fjórð­ungi sem er 178 pró­sent hærri tekjur en félagið hafði á sama tíma­bili í fyrra. Í til­kynn­ingu útskýrir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, tapið með því að ýmsir þættir hafi haft áhrif á rekstr­ar­nið­ur­stöð­una. Þar beri fyrst að nefna mikla hækkun á elds­neyt­is­verði, en heims­mark­aðs­verð elds­neytis hækk­aði um 75 pró­sent milli ára, áhrif ómíkron afbrigð­is­ins á eft­ir­spurn og „um­tals­verður útlagður kostn­aður á fjórð­ungnum í tengslum við und­ir­bún­ing metn­að­ar­fullrar flug­á­ætl­unar okkar í sum­ar“.

Auglýsing
Lausafjárstaða Icelandair Group í lok mars var 49 millj­arðar króna. Þar af voru hand­bært fé og mark­aðs­verð­bréf upp á 42,3 millj­arða króna. Auk þess hefur Icelandair Group aðgengi að lána­línu upp á 6,7 millj­arðar króna hjá tveimur íslenskum bönk­um, en ekki var búið að draga á hana í lok mar­s. 

Félagið var lána­línu með rík­is­á­byrgð upp á 16,5 millj­­­arða króna sem það sagði upp fyrr á þessu ári, á sama tíma og það kynnti hug­myndir um nýtt hvata­kerfi fyrir stjórn­endur sína.  Lausa­fjár­staða Icelandair Group hefur versnað um tólf pró­sent frá ára­mót­u­m. 

Mikið tap í lengri tíma

Sam­an­lagt tap Icelandair Group frá byrjun árs 2018 er því næstum 86 millj­arðar króna. Félagið tap­aði 13,7 millj­örðum króna í fyrra, 51 millj­arði króna árið 2020, árið 2019 tap­aði það 7,8 millj­­­arðar króna og á árinu 2018 var tapið um 6,8 millj­­­arðar króna. 

Icelandair Group fór í nokkrar hluta­fjár­­­­aukn­ingar eftir að kór­ón­u­veiru­far­ald­­­­ur­inn skall á. Félagið safn­aði alls 23 millj­­­­­örðum króna í útboði sem fór fram í sept­­­­­em­ber 2020, en það hefur átt í miklum rekstr­­­­­ar­­­­­vanda um ára­bil sem jókst veru­­­­­lega þegar kór­ón­u­veiru­far­ald­­­­­ur­inn reið yfir. 

Icelandair Group gerði svo bind­andi sam­komu­lag við banda­ríska fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­sjóð­inn Bain Capi­tal um að hann keypti nýtt hlutafé í flug­­­­­­­­­fé­lag­inu í fyrra­sum­­­­­­­ar. Sam­­­­­kvæmt sam­komu­lag­inu greiddi Bain Capi­tal 8,1 millj­­­­­arð króna og eign­að­ist fyrir vikið 16,6 pró­­­­­sent hlut í Icelandair Group. Bain Capi­tal á 14,96 pró­­­­sent hlut í Icelandair Group og er lang stærsti eig­andi félags­­­­ins. Aðrir stórir eig­endur eru íslenskir líf­eyr­is­­­sjóð­­­ir. Til við­­bótar hafa verið sóttir nokkrir millj­­arðar króna og alls nemur umfang þess fjár sem Icelandair Group hefur sótt sér 33 millj­­örðum króna.

Þrátt fyrir mik­inn tap­­­­rekstur hefur hluta­bréfa­verð í Icelandair Group rúm­­­­lega tvö­­­­fald­­­­ast frá því að hluta­bréfa­út­­­­­­­boðið í sept­­­­em­ber 2020 fór fram. 

Inn­leiddu hvata­kerfi fyrir lyk­il­fólk

Ekk­ert eitt fyr­ir­tæki fékk meiri fyr­ir­greiðslu úr rík­­­is­­­sjóði vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins en Icelandair Group. Þá hefur Icelandair Group end­­­ur­­­samið, af mik­illi hörku, við helstu stétt­­­ar­­­fé­lög starfs­­­manna sinna. Sagði meðal ann­­­ars 95 pró­­­sent flug­­­freyja upp á meðan að á kjara­við­ræðum við þær stóð. Eftir að þær kol­­­­felldu kjara­­­­samn­ing var talað um að ráða fólk úr öðru stétt­­­­ar­­­­fé­lagi.

Þrátt fyrir mik­inn tap­rekstur og rík­is­stuðn­ing ákvað stjórn Icelandair Group að setja á fót hvata­kerfi fyrir fram­kvæmda­stjórn og lyk­il­starfs­menn félags­ins fyrr á þessu ári, og var til­laga hennar þar um sam­þykkt á aðal­fundi. Mark­miðið með inn­­­­­­­leið­ing­u ­hvata­­­­kerf­is­ins var  meðal ann­­­­ars sagt vera að draga úr líkum á að hóp­ur­inn yfir­­­­­­­gefi Icelandair Group með litlum fyr­ir­vara.

Í kerf­inu felst að hóp­­­­ur­inn mun geta fengið allt af 25 pró­­­­sent af árs­­­­launum sínum í bónus í formi kaup­réttar á hlutum í Icelandair Group. Fyr­ir­hugað er að gefa út 250 milljón hluti í ár vegna kerf­is­ins og alls 900 milljón hluti á þriggja ára tíma­bili. Miðað við mark­aðsvirði Icelandair Group í dag er virði þeirra hluta sem greiða á út sem kaupauka um tveir millj­­­­arðar króna. Hægt verður að inn­­­­­­­leysa umrædda kaup­rétti að þremur árum liðn­­­­­­­um. 

Áður hafði Kjarn­inn greint frá því að laun og hlunn­indi for­stjóra Icelandair Group hefðu hækkað um 48 pró­sent milli 2020 og 2021. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um ástæður þessa sagði að breyt­ing­una mætti „lang­­­­­­mestu leyti rekja til þess að á árinu 2020 tók for­­­­­­stjóri á sig 30 pró­­­­­­sent launa­­­­­­lækkun stærstan hluta árs­ins. Þess má geta í þessu sam­hengi að árs­­­­­­reikn­ingur félags­­­­­­ins er í USD en öll laun á Íslandi, þ.m.t. for­­­­­­stjóra eru greidd í íslenskum krón­­­­­­um. Með­­­­­­al­­­­­­gengi íslensku krón­unnar gagn­vart USD styrkt­ist á milli ára og ýkir það hækk­­­­­­un­ina í árs­­­­­­reikn­ingn­­­­­­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent