Innleiddi Maó nútímaknattspyrnu í Kína eða var það Deng Xiaoping?

vidarorn-1.jpg
Auglýsing

Í Pek­ing er gengið í garð tíma­bil hins mikla innikulda. Sjálfir kalla Kín­verjar þetta tíma­bil reyndar qing ming er mætti þýða sem „heið­skýrt“ eða „heiður him­inn“ en það nafn á að sjálf­sögðu rætur í gamla sam­fé­lag­inu. Þá mark­aði þessi tími bara enn einn sigur vors­ins í stríð­inu við vet­ur­inn. Nú til dags aftur á móti verður gríð­ar­legt bakslag í vor­kom­unni einmitt á þessum tíma­punkti. Ástæðan er sú að þá slökkva stjórn­völd á mið­stöð­inni sem kynt hefur híbýli Norð­ur­-Kín­verja yfir vet­ur­inn. Hefur þetta þau áhrif að það kólnar hratt inni (þó það haldi vissu­lega áfram að hlýna úti). Inni­hit­inn fer úr þægi­legum 22+ gráðum á sels­íus niður fyrir hinar krítísku 18 gráður um mán­að­ar­mótin mar­s-a­príl því sólin er enn of mátt­laus til að smjúga í gegn um þykka veggi nútíma­bygg­inga. Setur fólk upp loð­húfur og trefla er það gengur inn í hús en fækkar klæðum þegar það fer út.

Eina ráðið gegn innikuld­anum er að flýja heim­ili sitt. Mjög vin­sælt er þá að fara í vor­laut­ar­ferð­ir. Breiða heilu fjöl­skyld­urnar í 3-4 ætt­liðum úr sér á sól­ríkum reitum undir nýút­sprungnum blómum kirsu­berjatrjánna og sötra te daglangt. Einnig er vin­sælt að halda hita á kroppnum með íþrótta­iðkun af ýmsu tagi og verða gestir frá fjar­lægum löndum þá stundum vitni að all­sér­kenni­legum lík­ams­æf­ing­um. Hlaupa sumir inn­fæddir afurá­bak og blaka hönd­unum um leið eða klappa. Ber ósjaldan við að ann­ars dag­far­sprúðir karlar sem til­sýndar virð­ast vera á rölti úti í garði dragi skyndi­lega stórar svipur upp úr pússi sínu og byrji að keyra þær af mik­illi grimmd út í loft­ið. Láta þeir smella í ólunum og verður af þessu hávaði eins og í byssu­bar­daga. Þá er og algengt að eldri konur safn­ist í hnapp á togum úti og leiki sér að því að halda tuðru á lofti. Minnir þetta á fót­bolta­kempur hita upp fyrir leik, þó uppruna­lega sé æfingin senni­lega skyld­ari kín­verskri forn­knatt­spyrnu heldur en vest­rænum nútíma­bolta.

Sölvi Geir Ottesen, sem sést hér skalla boltann í leik með íslenska landsliðinu, gekk til liðs við Jiangsu-dáðadrengina fyrir þetta tímabil. Það gerði Viðar Örn Kjartansson líka. Sölvi Geir Ottes­en, sem sést hér skalla bolt­ann í leik með íslenska lands­lið­inu, gekk til liðs við Jiangs­u-dáða­dreng­ina fyrir þetta tíma­bil. Það gerði Viðar Örn Kjart­ans­son lík­a.

Auglýsing

Forn­knatt­spyrnan eða cuju varð til á hinum frjósömu sléttum Gulafljóts 2-3 hund­ruð árum fyrir Krists­burð. Skrif­aðar heim­ildir eru fyrir því að sig­ur­sælir kon­ungar er þar byggðu ríki sitt hafi stundað „cuju“ sér til hress­ingar og ind­is­auka. Síðar munu þessar kon­ung­legu æfingar hafa þró­ast í vin­sæla íþrótta­grein er náði fullum blóma á tíma­bili Song-keisar­anna (960-1279).  Var þá að finna sparkvelli á hverju götu­horni í Kína og breidd­ist knatt­spark geysi­hratt til ann­arra landa svo sem Jap­ans, Kóreu og Víetnams. Atvinnu­spark­arar komu til sög­unnar og lét keis­ar­inn byggja himneskan fót­bolta­völl í hall­ar­garði sínum og bauð þangað bestu spörk­urum heims. Cuju-­stjörnur voru helsta fyr­ir­mynd æsku­lýðs­ins í austri allt þar til mið-a­sískir og evr­ópskir bar­barar lögðu Kína undir sig og tíma­bil hnign­unar tók við. Hver styrj­öldin rak aðra. Glans­inn máð­ist af mennig­unni. Skuggi lagð­ist yfir knatt­spark.

Segja sumir að það hafi verið Maó sem svo inn­leiddi nútíma­bolt­ann í Kína. Aðrir draga það í efa því hann hafi aldrei dvald­ist erlendis svo nokkru næmi.  Miklu lík­legra sé að það hafi verið Deng Xia­op­ing er eigi heið­ur­inn af þessu en hann lærði í París og mun hafa farið á alla knatt­spyrnu­leik­ina á ólymp­íu­leik­unum 1924. Hvað um það, knatt­spark hefur end­ur­heimt sinn sess í kín­versku sam­fé­lagi. Almenn­ingur elskar fót­bolta. Hann vill að Kína kom­ist úr hund­rað­asta sæti á styrk­leika­lista FIFA og leið­togar lands­ins segj­ast vera að vinna í mál­inu.

Til að flýta þróun bolt­ans hafa Kín­verjar leitað til fjölda erlendra þjálf­ara, sál­fræð­inga, marka­skor­ara og leik­stjórn­enda. Þar hafa Íslend­ingar lagt gjörva hönd á plóg því tveir af okkar bestu spil­urum gera nú garð­inn frægan hjá kín­verska úrvals­deild­ar­lið­inu Jiangs­u-dáð­ar­drengjum. Skor­uðu Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjart­ans­son báðir mark í sigri liðs­ins gegn Shi­ji­azhu­ang snemma í síð­asta mán­uði. Ég styð tækni­yf­ir­færslu af þessu tagi en leiði stundum hug­ann að því  hvort leyni­vopn Kín­verja liggi e.t.v. nær en margan grun­ar. Eru kon­urnar sem halda á sér hita á vorin í bolta­leik týndi hlekk­ur­inn milli kín­verskrar forn­knatt­spyrnu og fram­tíð­ar­-heims­meist­ara­liðs Kína? Varð­veita þær gamla tækni sem Kín­verjum mun fyrr eða síðar takast að snúa upp á nútím­ann? Eða geyma þær e.t.v. regl­urnar sem heim­ur­inn mun að lokum spila fót­bolta eft­ir?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None