Isavia: Besta boðið valið og gögnum ekki eytt

flugstod-leifs-eirkissonar-1.jpg
Auglýsing

Mark­mið for­vals Isa­via á versl­unum og veit­inga­stöðum í Flugs­stöð Leifs Eiríks­sonar var að hámarka tekjur af versl­un­ar­svæð­inu. Að mati val­nefndar voru önnur til­boð mun betri en til­boð Kaffi­társ og var fyr­ir­tækið þess vegna ekki val­ið. Þetta segir í áliti Isa­via vegna greinar Aðal­heiðar Héð­ins­dótt­ur, for­stjóra Kaffi­társ, í Frétta­blað­inu í dag. Kjarn­inn fjall­aði um grein­ina fyrr í dag.

Þá segir í athuga­semdum Isa­via að til­boðs­gögnum hafi ekki verið eytt, eins og sagði í grein Aðal­heið­ar. Úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála hafi enn­fremur fengið öll for­vals­gögn sem til voru í fórum Isa­via. „Sam­kvæmt skil­málum for­vals­ins voru fjár­hags­leg gögn þeirra sem náðu ekki til­skil­inni ein­kunn í tækni­legum hluta síð­ari stigs­ins ekki opnuð og þau sem og önnur gögn þess­ara aðila end­ur­send. Þessi gögn eru því ekki lengur í vörslu félags­ins.  Þá voru dæmi um að umsækj­endur ósk­uðu eftir að gögn væru end­ur­send. Isa­via eyddi því ekki gögnum sem við komu til­boðum þátt­tak­enda.“

Auglýsing


Athuga­semdir frá Isa­via má lesa í heild hér að neð­an.

Vegna greinar Aðal­heiðar Héð­ins­dóttur um for­val í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar

Aðal­heiður Héð­ins­dóttir for­stjóri Kaffi­társ skrifar grein í Frétta­blaðið 4. júní um for­val vegna útleigu á versl­un­ar- og veit­inga­rými í Flug­stöð Leifs Eiríks­son­ar. Efni greinar Aðal­heiðar gefur til­efni til leið­rétt­inga á helstu rang­færslum um fram­kvæmd for­vals­ins.   



Röng túlkun á nið­ur­stöðu úrskurð­ar­nefndar upp­lýs­inga­mála



Í grein­inni vísar Aðal­heiður til þess að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að for­valið hafi verið ógagn­sætt, þetta er rangt. Úrskurð­ar­nefndin fjallar ein­ungis um hvort fyrir hendi séu gögn sem beri að veita aðgang að. Nefndin lagði ekki mat á for­vals­ferlið sjálft enda er það ekki hlut­verk hennar að meta ferlið eða for­sendur vals­ins.



Við­kvæm við­skipta­gögn



Úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála komst að því í úrskurðum sínum að Isa­via bæri að afhenda ákveðin gögn sem félagið hafði hafnað að afhenda enda féllu þær undir und­an­þágu­heim­ildir upp­lýs­inga­laga auk þess sem félagið taldi að 10. gr. sam­keppn­islaga bein­línis bann­aði afhend­ingu þeirra.  Félagið taldi að um mjög við­kvæm gögn væri að ræða sem vörð­uðu við­skipta­hags­muni þeirra lög­að­ila sem gögnin stöf­uðu frá og gæta bæri trún­aðar um. Á meðal gagna eru ítar­legar upp­lýs­ingar  þeirra sem tóku þátt m.a. við­skipta­á­ætl­an­ir,  mark­aðs­á­ætl­an­ir, skulda- og eigna­staða, álagn­ing­ar­stefna, samn­ingar við birgja o.fl. sem lögð voru til grund­vallar við mat val­nefnd­ar­innar á þátt­tak­endum sem mega ekki kom­ast til sam­keppn­is­að­ila.  Þá gerir Isa­via veru­legar athuga­semdir við stjórn­sýslu­með­ferð máls­ins hjá úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála og telur að nefndin hafi brotið veiga­mikil ákvæði stjórn­sýslu­lögum við með­ferð máls­ins.  Auk þess er veru­legt ósam­ræmi milli ákvörð­unar nefnd­ar­innar um gögn sem beri að afhenda og önnur sem leynt skuli fara. Þannig séu dæmi um að gögn sem séu með sam­bæri­legar upp­lýs­ingar skuli afhent og ekki afhent.  Í ljósi þessa óskaði Isa­via eftir að nefndin end­ur­skoð­aði ákvörðun sína eða féllist á frestun rétt­ar­á­hrifa svo bera mætti úrskurð­inn undir dóm­stóla.



Til­boðs­gögnum ekki eytt



Eins og fram hefur komið var for­valið í tveimur stig­um. Sam­kvæmt skil­málum for­vals­ins voru fjár­hags­leg gögn þeirra sem náðu ekki til­skil­inni ein­kunn í tækni­legum hluta síð­ari stigs­ins ekki opnuð og þau sem og önnur gögn þess­ara aðila end­ur­send. Þessi gögn eru því ekki lengur í vörslu félags­ins.  Þá voru dæmi um að umsækj­endur ósk­uðu eftir að gögn væru end­ur­send. Isa­via eyddi því ekki gögnum sem við komu til­boðum þátt­tak­enda.



Úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála fékk öll for­vals­gögn í hendur sem til voru í fórum Isa­via þ.m.t. þær umsóknir sem komust jafn langt og Kaffi­tár og voru að keppa við það fyr­ir­tæki í sama flokki. Að öðru leyti sner­ust sam­skiptin við nefnd­ina um á hvaða formi og með hvaða hætti gögnin bæri að afhenda  enda lá fyrir að nefndin ætl­aði að senda þau úr landi.



Fund­ar­gerðir hafa verið afhentar



Grein­ar­höf­undur heldur því fram að fund­ar­gerðir hafi ekki verið til. Það er rangt, fund­ar­gerðir eru til og voru afhentar full­trúum Kaffi­társ þegar þess var ósk­að. Þrátt fyrir að vinnu­skjöl séu almennt und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti voru mats­blöð val­nefnd­ar­manna einnig afhent.  Frek­ari gögn sem varða mat val­nefnda­manna sjálfra sem lagt var til grund­vallar við ein­kunna­gjöf fyr­ir­tækja liggja ekki fyrir hjá Isa­via en um for­sendur mats­ins voru þeir bundnir af fyr­ir­mælum í for­vals­gögn­un­um.



Val­ferli að erlendri fyr­ir­mynd



For­val vegna leigu á hús­næði fyrir versl­un­ar- og veit­inga­rekstur í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar á Kefla­vík­ur­flug­velli fór fram sam­kvæmt aðferða­fræði sem útli­stuð var í for­vals­skil­málum og þátt­tak­endur sam­þykktu þegar þeir skil­uðu inn til­boði. Skilað var inn tveimur til­boð­um, tækni­legu og fjár­hags­legu. Ferlið er að erlendri fyr­ir­mynd og fékk Isa­via í lið með sér erlenda ráð­gjafa sem hafa sér­hæft sig í val­ferli fyrir versl­un­ar- og veit­inga­rekstur í flug­stöðv­um.



Í for­vali því sem hér um ræðir sendu fyr­ir­tæki inn ýmis­konar gögn, eins og nánar var kveðið á um í for­vals­gögn­um. Ann­ars vegar var um að ræða upp­lýs­ingar um fyr­ir­tækin sjálf, starf­semi þeirra og fjár­hags­lega hags­muni, hins vegar var um að ræða til­boð fyr­ir­tækj­anna sem fólu í sér ýmsar upp­lýs­ing­ar, s.s. við­skipta­á­ætlun og fjár­hags­legt til­boð, sem verða að telj­ast til við­kvæmra fjár­hags­legra hags­muna.  Um er að ræða mun víð­tæk­ari gögn en þeirra sem t.d. er kraf­ist í venju­legum útboðs­mál­um.



Skil­aði fyrir loka­frest



Loka­frestur til að skila inn til­boðum var 25. júní 2014 klukkan 16:00 og var ekki tekið við til­boðum eftir þann tíma.  Þar sem grein­ar­höf­undur tekur sér­stak­lega fram nafn eins til­boðs­gef­anda og gerir með­höndlun til­boðs við­kom­andi tor­tryggi­legt er rétt að geta þess að við­kom­andi aðili skil­aði sínu til­boði inn fyrst allra fyr­ir­tækja og viku fyrir loka­frest.  Við­kom­andi bjóð­andi setti fram tölur fyrir boð í versl­an­ir- og veit­ingar saman í eitt boð. Isa­via bað fyr­ir­tækið um að skilja þarna á milli og senda til­boðið aftur sund­ur­lið­að. Af þeirri ástæðu er til skjal dag­sett 11. júlí frá þeim.



Besta boðið valið



Mark­mið for­vals­ins á versl­unum og veit­inga­stöðum var að hámarka tekjur af versl­un­ar­svæð­inu. Tekjur þessar eru mjög mik­il­vægar svo hægt sé að halda áfram áformum um upp­bygg­ingu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Upp­bygg­ingu sem er nauð­syn­leg svo hægt sé að taka við þeirri aukn­ingu ferða­manna sem fyr­ir­séð er næstu árin. Við val á rekstr­ar­að­ilum var horft til þess að hámarka tekj­urnar um leið og valdir væru aðilar sem veita sem besta þjón­ustu. Að mati val­nefndar sem starf­aði í sam­ræmi við skil­mála for­vals­ins voru önnur til­boð sem bár­ust mun betri en til­boð Kaffi­társ og því var það ekki valið í sam­ræmi við ákvæði skil­mála for­vals­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None