Ísland vill verða stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka Asíu

h_50808676.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ákvað á fundi sínum í dag að Ísland óskaði eftir að ger­ast stofn­að­ili að nýjum fjár­fest­inga­banka fyrir Asíu (Asian Infrastruct­ure Invest­ment Bank, AIIB) sem er í burð­ar­liðn­um. „Fjöl­mörg ríki, þar með talin flest Evr­ópu­ríki, hafa ákveðið að vinna að und­ir­bún­ingi stofn­unar bank­ans ásamt ríkjum Asíu en fyrir liggur að höf­uð­stöðvar bank­ans verða í Pek­ing. Ekki liggur fyrir hvert stofn­fram­lag ein­stakra ríkja verður en gert er ráð fyrir að heild­ar­stofnfé bank­ans nemi allt að 100 millj­örðum banda­ríkja­dala,“ segir í til­kynn­ingu frá efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­inu, og utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Það er mat rík­is­stjórn­ar­innar að aðild að AIIB muni styrkja enn frekar góð sam­skipti Íslands og Asíu­ríkja og styðja við nýja vaxt­ar­brodda á við­skipta­svið­inu. Áhugi ríkja heims á því að lána fé til upp­bygg­ingar inn­viða í Asíu teng­ist ekki síst sívax­andi alþjóða­væð­ingu efna­hags­kerfa ver­ald­ar.

Asía er sá hluti efna­hags­kerfis heims­ins sem vex hvað hrað­ast. Fyrir liggur að í álf­unni hefur og mun eiga sér stað gríð­ar­leg upp­bygg­ing sam­göngu­kerfa, orku­kerfa, fjar­skipta­kerfa o. fl.  Starf­semi AIIB mun styðja við starf­semi fjöl­þjóð­legra fjár­mála­stofn­ana sem þegar sinna þróun og fjár­mögnun inn­viða­upp­bygg­ing­ar, svo sem Alþjóð­bank­ans og Þró­un­ar­banka Asíu.

Auglýsing

Nú taka við samn­inga­við­ræður milli stofn­að­ila um end­an­lega stofn­setn­ingu bank­ans en mark­miðið er að þeim ljúki fyrir árs­lok.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None