Íslandsmet sett í útflutningi - Afgangur af vöruskiptum

eimskip.jpg
Auglýsing

Verð­mæti útflutn­ings í mars­mán­uði nam 63,4 millj­örðum króna á sama tíma og fluttar voru til lands­ins vörur fyrir 52,1 millj­arð króna. Vöru­skipt­in, það er munur á verð­mæti útflutn­ings og inn­flutn­ings, voru þannig hag­stæð um 11,3 millj­arða króna, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands sem birtar voru í dag.

Grein­ing Íslands­banka fjallar um hag­stæð vöru­skiptin og bendir á að útflutn­ingur í mars sé sá mesti frá upp­hafi í einum mán­uði. Þá er afgang­ur­inn, um 11,3 millj­arðar króna, sá mesti frá því í nóv­em­ber 2013. Auk­inn útflutn­ingur skýrist helst af útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða fyrir 27,4 millj­arða króna og útflutn­ingi iðn­að­ar­vara fyrir 33,7 millj­arða króna. Inn­flutn­ingur í mars var yfir með­al­lagi síð­ustu tólf mán­aða en þó á svip­uðu róli, segir grein­ing Íslands­banka.

Nýjar tölur Hag­stof­unnar benda einnig til að met hafi verið slegið í vöru-­út­flutn­ingi á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs. Inn­flutn­ingur nam 159,5 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins en virði útflutn­ings var 165,2 millj­arðar króna. Afgangur af vöru­skiptum var þannig 5,7 millj­arðar til sam­an­burðar við 3,5 millj­arða á sama tíma­bili í fyrra.

Auglýsing

„Hér þarf þó að hafa í huga að umfangs­mikil flug­véla­kaup lit­uðu vöru­skipta­tölur febr­ú­ar­mán­að­ar, þótt þar sé frekar um bók­halds­legt atriði að ræða en við­skipti sem end­ur­spegla gjald­eyr­is­hreyf­ing­ar,“ segir grein­ing bank­ans. Ef skip og flug­vélar eru und­an­skilin töl­unum þá var vöru­skipta-af­gangur á fyrstu þremur mán­uð­unum 25,4 millj­arð­ar. Það er meira en fjór­faldur afgangur sama tíma­bils 2014. Það skýrist meðal ann­ars af auknum útflutn­ingi, hag­stæð­ari verð­þróun á sjáv­ar­af­urðum og áli, betri loðnu­ver­tíð og lík­lega auknum útflutn­ingi bol­fisks milli ára.

Hag­stæð vöru- og þjón­ustu­við­skipti á árinuGrein­ing­ar­deildin spáir því að afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum gæti orðið á bil­inu 180 til 200 millj­arðar króna á þessu ári. „Hag­stæð­ari við­skipta­kjör, til­tölu­lega mynd­ar­leg loðnu­ver­tíð og lít­ils­háttar aukn­ing fisk­veiði­kvóta milli ára skýra auk­inn vöru­út­flutn­ing, og vart þarf að taka fram hversu þungt hraður vöxtur ferða­þjón­ust­unnar vegur í auknum þjón­ustu­út­flutn­ingi. Á móti má búast við auknum inn­flutn­ingi vegna vax­andi inn­lendrar eft­ir­spurnar og auk­innar aðfanga­notk­unar útflutn­ings­greina á árinu.

Þessi mynd­ar­legi vöru- og þjón­ustu­af­gangur sem við spáum mun svo vænt­an­lega hjálpa til að við­halda nettó­inn­flæði gjald­eyris á mark­aði, styðja þar með við gengi krónu og liðka fyrir losun hafta, enda safnar Seðla­bank­inn jafnt og þétt gjald­eyri í forða sinn þessa dag­ana líkt og raunin var í fyrra,“ segir grein­ing­ar­deild Íslands­banka.ferd-til-fjar_bordi

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None