Íslandsmet sett í útflutningi - Afgangur af vöruskiptum

eimskip.jpg
Auglýsing

Verð­mæti útflutn­ings í mars­mán­uði nam 63,4 millj­örðum króna á sama tíma og fluttar voru til lands­ins vörur fyrir 52,1 millj­arð króna. Vöru­skipt­in, það er munur á verð­mæti útflutn­ings og inn­flutn­ings, voru þannig hag­stæð um 11,3 millj­arða króna, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands sem birtar voru í dag.

Grein­ing Íslands­banka fjallar um hag­stæð vöru­skiptin og bendir á að útflutn­ingur í mars sé sá mesti frá upp­hafi í einum mán­uði. Þá er afgang­ur­inn, um 11,3 millj­arðar króna, sá mesti frá því í nóv­em­ber 2013. Auk­inn útflutn­ingur skýrist helst af útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða fyrir 27,4 millj­arða króna og útflutn­ingi iðn­að­ar­vara fyrir 33,7 millj­arða króna. Inn­flutn­ingur í mars var yfir með­al­lagi síð­ustu tólf mán­aða en þó á svip­uðu róli, segir grein­ing Íslands­banka.

Nýjar tölur Hag­stof­unnar benda einnig til að met hafi verið slegið í vöru-­út­flutn­ingi á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs. Inn­flutn­ingur nam 159,5 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins en virði útflutn­ings var 165,2 millj­arðar króna. Afgangur af vöru­skiptum var þannig 5,7 millj­arðar til sam­an­burðar við 3,5 millj­arða á sama tíma­bili í fyrra.

Auglýsing

„Hér þarf þó að hafa í huga að umfangs­mikil flug­véla­kaup lit­uðu vöru­skipta­tölur febr­ú­ar­mán­að­ar, þótt þar sé frekar um bók­halds­legt atriði að ræða en við­skipti sem end­ur­spegla gjald­eyr­is­hreyf­ing­ar,“ segir grein­ing bank­ans. Ef skip og flug­vélar eru und­an­skilin töl­unum þá var vöru­skipta-af­gangur á fyrstu þremur mán­uð­unum 25,4 millj­arð­ar. Það er meira en fjór­faldur afgangur sama tíma­bils 2014. Það skýrist meðal ann­ars af auknum útflutn­ingi, hag­stæð­ari verð­þróun á sjáv­ar­af­urðum og áli, betri loðnu­ver­tíð og lík­lega auknum útflutn­ingi bol­fisks milli ára.

Hag­stæð vöru- og þjón­ustu­við­skipti á árinuGrein­ing­ar­deildin spáir því að afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum gæti orðið á bil­inu 180 til 200 millj­arðar króna á þessu ári. „Hag­stæð­ari við­skipta­kjör, til­tölu­lega mynd­ar­leg loðnu­ver­tíð og lít­ils­háttar aukn­ing fisk­veiði­kvóta milli ára skýra auk­inn vöru­út­flutn­ing, og vart þarf að taka fram hversu þungt hraður vöxtur ferða­þjón­ust­unnar vegur í auknum þjón­ustu­út­flutn­ingi. Á móti má búast við auknum inn­flutn­ingi vegna vax­andi inn­lendrar eft­ir­spurnar og auk­innar aðfanga­notk­unar útflutn­ings­greina á árinu.

Þessi mynd­ar­legi vöru- og þjón­ustu­af­gangur sem við spáum mun svo vænt­an­lega hjálpa til að við­halda nettó­inn­flæði gjald­eyris á mark­aði, styðja þar með við gengi krónu og liðka fyrir losun hafta, enda safnar Seðla­bank­inn jafnt og þétt gjald­eyri í forða sinn þessa dag­ana líkt og raunin var í fyrra,“ segir grein­ing­ar­deild Íslands­banka.ferd-til-fjar_bordi

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None